Akureyri - 16.07.2015, Síða 2

Akureyri - 16.07.2015, Síða 2
2 5. árgangur 27. tölublað 16. júlí 2015 Hjóla niður kirkjutröppurnar Stóra hjólreiðahelgin verður haldin á Akureyri dagana 17. og 18. júlí Í svokölluðu Gangamóti verður hjólað frá vestara opi Strákaganga á Siglufirði, í gegnum tvenn Héð- insfjarðargöng og loks í gegnum Múlagöng. Á leiðinni er hjólað í gegnum bæjarkjarna Siglufjarðar, Ólafsfjarðar og Dalvíkur og lýkur keppni við Hof á Akureyri. Í miðbæ Akureyrar fer fram svo- kallað „Townhill“ en það er innan- bæjar útgáfa af „Downhill“ þar sem keppendur hjóla niður í móti frá neðri hluta Brekkunnar á Akur- eyri, eftir göngustígum og í gegnum garða, niður kirkjutröppurnar með endastöð fyrir framan Hótel Kea. Þessi hluti keppninnar er sagður „einstaklega áhorfavendavænn“. Í fyrra fylgdust hundruð manna með keppninni frá Göngugötunni og Kaupvangsstræti. Undanfarnar vikur hafa svo fjölmargir sjálfboðaliðar innan raða HFA (Hjólreiðafélags Ak- ureyrar) eytt nóttu sem degi við að leggja og smíða heimsklassa Enduro fjallahjólabraut sem tengir saman brautirnar í Hlíðarfjalli og Kjarnaskógi. Þessi leið verður að 15 km. keppnisbraut um helgina og eru allir helstu fjallahjólarar lands- ins þegar skráðir til leik og aðeins örfá sæti laus þar sem takmarkað- ur fjöldi er í fjallahjólakeppnina. Auk þessa verða fleiri viðburðir á stóru hjólreiðahelginni sem nú er haldin í annað sinn. a Heimsviðburður á Húsavík Þegar fyrsta siglingin var farin á Skjálfanda síðastliðinn sunnudag í fyrsta rafknúna hvalaskoðunar- bátnum, Ópal, höfðu nokkrir far- þega á orði hvort það væri þversögn að eina vikuna fagnaði forsætis- ráðherra landsins viljayfirlýsingu um kínverskt álver á Norðvestur- landi en þá næstu fagnaði hann vistvænu skrefi hjá Norðursiglingu, sem sumir vísindamenn telja al- gjöra byltingu. Með Ópal er nefni- lega ekki aðeins lagst gegn mengun og skammtímahagsmunum stór- iðju. Sérstök tækni í skipinu gerir því kleift að tappa af rafmagni á rafbíla að lokinni hverri ferð, raf- magni sem verður til á siglingunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var um borð og mærði hann stórhug heimamanna sem vor forsætisráðherra þakklát- ir að þiggja boð og vera viðstaddur tímamótin. Blaðamaður Akureyrar viku- blaðs getur vottað að það var ný og göfug reynsla að sigla hljóð- laust og mengunarlaust um hafið. Í ræðu sem Árni Sigurbjarnar- son hjá Norðursiglingu flutti við athöfn þegar hinu vistvæna skrefi var fagnað, sagði hann að markmið Norðursiglingar væri einmitt ekki að ráðast inn í náttúruna heldur aðlagast henni. Gefur að skilja að minni truflun er fyrir sjávarlíf- ríkið að sigla um á hljóðlátan og vistvænan hátt en með mengandi vélarskellum. Þegar saman fara segl og raforka getur Ópal sprett úr spori. Fengu blaðamenn nasaþefinn af því þegar gúmmíbátur með 200 hestafla bensínvél hafði vart roð sið skútunni sem sigldi tignarleg í kyrrð og ró um Skjálfanda. Margt bendir til að vernjulegir fiskibátar gætu tileinkað sér sömu tækni. Nokkrir erlendir vísindamenn hafa unnið að verkefninu sem hófst að frumkvæði Norðursigl- ingarmanna árið 2011. Í ræðum sumra koma fram sú ábyrgð sem maðurinn hefur gagnvart nátt- úrunni og komandi kynslóðum. Hlýnun heimsins er tengd stór- auknu magni koltvísýrings en á sama tíma hafa stjórnvöld á Ís- landi uppi mikilar áætlanir um stóriðju hér og þar. Biðkostum virkjana skal ýtt í nýtingu, loft- mengunarvandinn er talaður niður. Í ræðu Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar forsætisráðherra lofaði hann framtak Norðursilgingar en fór ekki einu orði um þá viðsjá sem fram undan er vegna ósjálfbærrar hegðunar hins mengandi mann- kyns. Starfsmenn Norðursiglingar ræddu eigin ábyrgð aftur á móti í mörgum orðum við blaðamann og vekur athygli hve mikið hefur ver- ið lagt undir. Heildarkostnaður við Ópal slagar bí 200 milljónir króna en hann hefur fallið á ýmsa aðila, 70% fjárins eru einkafé en 30% opinbert fé. Brynhildur Pétursdóttir, þing- maður Norðlendinga fyrir Bjarta framtíð, var meðal boðsgesta í fyrstu siglingu Ópal. Spurð hvort þversögn sé fólgin í því að eina vikuna taki forætisráðherra og fyrsti þingmaður NA-kjördæmis í hendur Kínverja sem vilja byggja álver á Norðvesturlandi en þá næstu mæri hann vistvæn skref í hvalaskoðun, segir þingmaður- inn: „Ég veit ekki hvort ég myndi endilega stilla þessu upp sem álver gegn einhverju öðru. For- sætisráðherra myndi væntanlega halda því fram að álframleiðsla á Íslandi sé umhverfisvænni en víða annars staðar og það er al- veg rétt. Spurningin er hins vegar hvort við höfum nokkurn áhuga á enn einu álverinu. Ég held að það verði aldrei af þessum fram- kvæmdum á Norðvesturlandi, einfaldlega vegna þess að þjóðin er farin að krefjast þess, eðlilega, að fá hærra verð fyrir orkuna og það er óábyrgt að setja öll eggin í sömu körfuna. Annars finnst mér þessi umræða um mengandi verk- smiðjur á Íslandi mjög áhugaverð. Við höfum sterkar skoðanir á þess- um málum og ég geri ekki lítið úr því en erum á sama tíma mikið neysluhyggjuþjóð sem kaupir alls kyns varning framleiddan í meng- andi verksmiðjum í öðrum löndum, aðallega í Asíu. Ég myndi vilja að við hefðum líka áhyggjur af þeirri mengun sem lífstíllinn okkar veld- ur. Þegar umhverfismál eru annars vegar finnst mér að öll jörðin eigi að vera undir. Þar getum við ekki skorast undan ábyrgð.“ FJÖLÞJÓÐLEGT ÞRÓUNARSTARF Til að skýra betur hina tæknilegu hlið sem fagnað var á Húsavík sl. sunnudag má segja að nýr skrúfubúnaður hafi verið þróað- ur sérstaklega fyrir Opal og hefur þá sérstöðu að hægt er að hlaða rafgeyma skipsins undir seglum. Að jafnaði verða rafgeymarnir hlaðnir þegar skipið kemur til hafnar með umhverfisvænni orku af orkukerfi landsins. Í hvala- skoðunarferðum mun rafmót- orinn knýja skrúfubúnaðinn en þegar skipið siglir fyrir seglum er hægt að breyta skurði skrúfu- blaðanna og nýta búnaðinn til að hlaða rafmagni inn á geyma skipsins. Þetta er í fyrsta skipti sem slík tækni er nýtt um borð í skipi og hefur hún vakið mikla athygli þar sem hún hefur verið kynnt erlendis. Í framhaldi af fyrstu hvalaskoðunarferð Opal um Skjálfanda er gert ráð fyrir að skipið fari í leiðangur til austur- strandar Grænlands. FLOTI NORÐURSIGL- INGAR RAFVÆDDUR Árni Sigurbjarnason einn af stofnendum Norðursiglingar segir að það skref sem nú sé stigið sé í samræmi við stefnu Norðursigl- ingar að vera leiðandi í umhverfi- svænni ferðaþjónustu við strend- ur Íslands og Austur–Grænlands. „Stefna Norðursiglingar er að lág- marka útblástur gróðurhúsaloft- tegunda frá starfsemi fyrirtækisins um leið og farþegar okkar eiga að njóta fræðslu um umhverfisvernd og sjálfbæra nýtingu auðlinda. Ef verkefnið gengur vel stefnum við að því að breyta öðrum skipum Norðursiglingar einnig í rafskip þannig að hægt verði að nálgast hvalina með lágmarks ónæði og gera hvalaskoðunina enn umhverfi- svænni,“ segir Árni Sigurbjarnar- son. Jonas Granath, fram- kvæmdastjóri hjá Caterpillar Propulsion í Svíþjóð, segir að það hafi vissulega verið áskorun að þróa skrúfubúnað fyrir seglskip sem sé um leið túrbína sem hleður rafmagni á geyma skipsins. „Tak- markið var að ná hámarksnýtni úr lágmarks orku svo hægt væri að kynna til sögunnar „Hið raun- verulega umhverfisvæna skip“ án koltvísýringslosunar. Markmið Norðursiglingar eru umhverfi- svæn og fela í sér raunverulega nýsköpun. Þau munu án efa færa íslenska ferðaþjónustu í óbyggðum á nýtt stig. Hvalaskoðunarsigling án nokkurrar mengunar, í algjörri þögn og í mikilli nálægð við þessi villtu dýr hlýtur að vera einstæð reynsla. Við erum stoltir að hafa átt þátt í að gera hana mögulega,“ segir Jonas Granath. Jón Björn Skúlason fram- kvæmdastjóri Íslenskrar NýOrku segir: „Ég tel þetta einn stærsta viðburð í nýtingu vistvænnar orku sem átt hefur sér stað hér á landi í langan tíma.“ Stærstu hluthafar Ís- lenskrar NýOrku eru íslenska rík- ið, Orkuveita Reykjavíkur, Lands- virkjun og HS Orka. Einn erlendu sérfræðingana sagði í samtali við Akureyri viku- blað. „Hér er á ferðinni heimssögu- legur viðburður, það er ekkert plat. Nú verður farið með þekkinguna sem skapast hefur hér út um allan heim, í þeim tilgangi að snúa við af braut ósjálfbærni og í raun eyði- leggingar. Húsvíkingar mega vera stoltir af deginum í dag.“ a Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup, Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Heilsuver, Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup Eyðimerkur brennsla Þyngdarstjórnun – Brennsla CARALLUMA FIMBRIATA • Fitubrennsla og þyngdartap • Breyting á fitufrumum í vöðvafrumur • Hungur og þorsti • Orka og úthald Notað af veiðimönnum í eyðimörkinni fyrir meiri orku og til að seðja hungur Caralluma er safaríkur kaktus sem vex villtur í eyðimörkum Indlands og Afríku. Kaktusinn er með eindæmum seðjandi. Í mörg hundruð ár hefur það verið hefð innfæddra að safna saman caralluma í matarforða og taka með í langar veiðiferðir í eyðimörkina til að seðja hungur og þorsta. Þær eru brattar tröppurnar við Akureyrarkirkju. FRÉTTASKÝRING Björn Þorláksson Ópal til hægri með um 80 farþega um borð. Bylting í vistvænum samgöngum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson klórar sér í kollinum yfir nýju tækninni, nýkominn um borð í Ópal!

x

Akureyri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.