Akureyri - 16.07.2015, Qupperneq 12
12 5. árgangur 27. tölublað 16. júlí 2015
Þessar niðurstöður eru
áhugaverðar í ljósi þess að
samtök sveitarfélaga á höfuð
borgarsvæðinu gera ráð fyrir
því að íbúum höfuð borgar
svæðisins fjölgi um 70 þús
und á næstu 25 árum.
Helmingur íslenskra ung-
linga vill helst búa erlendis
Samkvæmt nýrri rannsókn Há-
skólans á Akureyri vilja mun fleiri
íslenskir unglingar en áður búa
erlendis í framtíðinni og mun fleiri
búast við því að svo verði raunin.
Að sama skapi fækkar þeim sem
vilja helst búa á höfuðborgarsvæð-
inu eða í landsbyggðunum.
Rannsóknin er hluti evrópsku
ESPAD rannsóknarinnar og nær til
allra íslenskra unglinga í 10. bekk
grunnskóla. Hún er lögð fyrir á 4
ára fresti og er svarhlutfall í hverri
fyrirlögn um á bilinu 85–92%. Yfir-
gnæfandi meirihluti íslenskra ung-
linga tekur því þátt í rannsókninni
eða hátt í fjögur þúsund unglingar
í hvert sinn.
„Búsetuóskir unglinga gefa
vísbendingu um stemminguna í
unglingasamfélaginu og að nokkru
leyti í samfélaginu í heild“, segir
Þóroddur Bjarnason, prófessor í
félagsfræði við Háskólann á Akur-
eyri og stjórnandi rannsóknarinn-
ar. „Svör sextán ára unglinga eru
vitaskuld ekki áreiðanlegur mæli-
kvarði á ákvarðanir hvers og eins
í framtíðinni. Sumir hætta við að
flytja og aðrir flytja þótt þeir hafi
ekki ætlað sér það á unglingsárum.
Í sumum tilvikum snúa brottfluttir
til baka en innlent og erlent að-
komufólk fyllir líka í skörðin. Hins
vegar hafa íslenskar rannsóknir
sýnt að búsetufyrirætlanir ung-
linga hafa býsna gott forspárgildi
fyrir þróun einstakra byggðarlaga
yfir lengri tíma.“
Þóroddur bendir á að ung-
lingarnir búist ekki endilega við því
að búsetuóskir þeirra gangi eftir. Á
síðustu áratugum hefur þannig til
dæmis verið tilhneiging til þess að
fleiri unglingar telji líklegt að þeir
muni búa á höfuðborgarsvæðinu
en myndu helst vilja búa þar. Hins
vegar hafi fleiri helst viljað búa er-
lendis en búast við því að geta það.
Önnur lönd heilla
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar vilja sífellt fleiri ís-
lenskir unglingar helst búa erlend-
is. Fyrir hrun árin 2003 og 2007
vildi um þriðjungur íslenskra ung-
linga helst búa erlendis en réttur
helmingur þeirra árið 2015. Þessi
hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuð-
borgarsvæðinu en utan þess.
Hlutfall þeirra sem telja lík-
legast að þeir muni búa erlendis
í framtíðinni er nokkru lægra en
hefur þróast með svipuðum hætti
og óskirnar. Fyrir landið í heild hef-
ur þetta hlutfall tvöfaldast úr 18%
árið 2003 í 37% árið 2015. Munur
á slíkum væntingum unglinga á
höfuðborgarsvæðinu og utan þess
hefur einnig farið minnkandi og
var aðeins um fjögur prósentustig
árið 2015.
Þóroddur segir mikilvægt að
taka þessa viðhorfsbreytingu alvar-
lega en telur ekki sérstaka ástæðu
til að óttast aðdráttarafl annarra
landa. „Heimurinn er gríðarlega
stór og fjölbreyttur og það ætti ekki
að vera sérstakt markmið að unga
fólkið búi alltaf á sömu torfunni.
Það á jafnt við um einstök byggðar-
lög og landið í heild. Það er jákvætt
að unglingar séu fullir sjálfstrausts
og sjái allan heiminn sem vænlegan
búsetukost. Það er hins vegar okkar
sem eldri erum að skapa hér sam-
félag sem gott er að flytja til, hvort
fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari
alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni
búsetukosta í stærri og smærri
byggðarlögum lykilatriði þannig að
sem flestir vilji snúa heim aftur með
nýja þekkingu og reynslu, og ekki
síður til að fólk með rætur í öðrum
byggðarlögum eða öðrum löndum
geti fundið hér framtíðarheimili,
hvort sem það kemur hingað á eigin
vegum eða til dæmis með maka á
heimleið.“
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ DALAR
Í heild hefur hlutfall íslenskra ung-
linga sem vilja helst búa á höfuð-
borgarsvæðinu lækkað úr 38%
árin 2003 og 2007 í 27% árið 2015.
Meginorsök þess er minnkandi
Búsetuóskir íslenskra unglinga
38%
50%
32%
27%
30%
24%
Önnur lönd
Höfuðborgarsvæði
Annað innanlands
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
2003 2007 2011 2015