Akureyri - 16.07.2015, Page 13
16. júlí 2015 27. tölublað 5. árgangur 13
áhugi unglinga höfuðborgarsvæð-
isins á því að búa þar áfram í fram-
tíðinni, úr 53% árið 2003 í 36% árið
2015. Áhugi landsbyggðarunglinga
á því að flytja á höfuðborgarsvæðið
er tiltölulega lítill og hefur heldur
farið minnkandi. Þannig vildu 18%
þeirra helst búa á höfuðborgar-
svæðinu árið 2003 en 15% árið
2015.
Væntingar ungling-
anna til framtíðarbúsetu
á höfuðborgarsvæðinu
hafa þróast með svip-
uðum hætti og óskirnar.
Árið 2003 töldu þrír af
hverjum fjórum ung-
lingum á höfuðborgar-
svæðinu líklegast að þeir
myndu búa þar áfram í
framtíðinni en rétt rúmur
helmingur árið 2015. Með
sama hætti taldi þriðj-
ungur landsbyggðarung-
linga árið 2003 líklegast
að þeir myndu búa á höf-
uðborgarsvæðinu í fram-
tíðinni en fjórðungur árið
2015.
„Þessar niðurstöður
eru áhugaverðar í ljósi þess að sam-
tök sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu gera ráð fyrir því að íbú-
um höfuðborgarsvæðisins fjölgi um
70 þúsund á næstu 25 árum“, segir
Þóroddur. „Miðað við miðspá Hag-
stofunnar verður náttuleg fjölgun á
höfuðborgarsvæðinu um 50 þúsund
og því virðast þessir aðilar gert ráð
fyrir 20 þúsund íbúa fjölgun vegna
aðflutnings. Það er tvöfalt meiri
aðflutningur en þróun síðustu 25
ára gefa tilefni til að búast við.
Þessar niðurstöður gefa hins vegar
vísbendingu um aukinn vilja ungs
fólks til að flytja frá höfuðborgar-
svæðinu til útlanda en heldur
minnkandi aðflutning innanlands.
Samkvæmt þessu þarf gríðarmik-
inn aðflutning erlendis frá til að
spár um 70 þúsund íbúa fjölgun á
höfuðborgarsvæðinu gangi eftir“.
FRÁ LANDSBYGGÐ-
UM TIL ÚTLANDA
Hlutfall landsbyggðarunglinga
sem vilja helst búa áfram í lands-
byggðunum lækkaði umtalsvert
úr 55% árið 2003 í 39% árið 2015.
Þetta er þó nokkuð misjafnt eftir
landshlutum. Til dæmis vildu 62%
unglinga á Norðurlandi utan Akur-
eyrar helst búa í landsbyggðunum
árið 2003 en 52% árið 2015. Athygli
vekur að nánast enginn munur er á
hlutfalli þeirra unglinga sem helst
vildu búa í landsbyggðunum og
þeirra sem telja slíka búsetu líkleg-
asta í framtíðinni.
Þóroddur bendir á að þessar
niðurstöður geri ekki greinarmun
á búsetu í heimabyggð og annars
staðar í landsbyggðunum. Á síð-
ustu áratugum hafi umtalsverð
þéttbýlisvæðing átt sér stað utan
höfuðborgarsvæðisins og stærri
bæir vaxið meðan fólki
hefur fækkað í minni
sjávarbyggðum og til
sveita. Hugsanlegt sé
að sumir unglingar í fá-
mennari byggðarlögum
horfi þannig til búsetu í
stærri byggðarkjörnum í
nálægð við heimabyggð
sína. Þetta þurfi að skoða
nánar.
Minnkandi áhugi á
búsetu í landsbyggðun-
um endurspeglast eink-
um í auknum áhuga á
búsetu erlendis, úr 27%
árið 2003 í 46% árið
2015. Sem fyrr segir hef-
ur hlutfall landsbyggðar-
unglinga sem helst vilja
búa á höfuðborgarsvæð-
inu lækkað um þrjú prósentustig
og hlutfall þeirra sem búast við
því hefur lækkað um sex prósentu-
stig. Þeir eru því þrefalt líklegri til
að vilja búa erlendis en á höfuð-
borgarsvæðinu.
Þóroddur telur þessar niður-
stöður vera til marks um aukna
alþjóðlega strauma um land allt.
„Stundum hefur því verið haldið
fram að fólksflutningar innanlands
séu einkum milli Reykjavíkur og
landsbyggðanna en flutningar milli
landa séu milli Reykjavíkur og
annarra landa. Myndin er þó tals-
vert flóknari og hefur breyst talsvert
á síðustu árum. Flutningsjöfnuður
landsbyggðanna gagnvart höfuð-
borgarsvæðinu hefur lagast mikið
og flutningsjöfnuður höfuðborgar-
svæðisins gagnvart útlöndum er
svipaður og í öðrum landshlutum.“
SÉRSTAÐA AKUREYRAR
Líkt og annars staðar á landinu
hefur hlutfall unglinga á Akureyri
sem vilja helst búa erlendis vaxið
á síðustu árum, úr 31% árið 2003 í
54% árið 2015. Þetta hlutfall er því
nánast það sama og á höfuðborgar-
svæðinu. Hlutfall unglinga á Akur-
eyri sem telja líklegast að þeir muni
búa erlendis í framtíðinni tvöfald-
aðist jafnframt úr 20% árið 2003 í
40% árið 2015.
Áhugi akureyrskra unglinga á
búsetu á höfuðborgarsvæðinu er
talsvert minni en í landsbyggð-
unum almennt, og minnkaði um
helming milli 2003 og 2015. Þannig
vildu 11% þeirra helst búa á höf-
uðborgarsvæðinu árið 2003 en 5%
árið 2015. Með sama hætti lækkaði
hlutfall þeirra sem taldi líklegast
að þeir myndu búa á höfuðborgar-
svæðinu í framtíðinni úr 20% árið
2004 í 11% árið 2015.
Þóroddur telur þessar niður-
stöður benda til þess að unglingar
á Akureyri líti framtíð sína svipuð-
um augum og unglingar á höfuð-
borgarsvæðinu. Sífellt stærra hlut-
fall þeirra hefur áhuga á búsetu
erlendis. Hins vegar sé munurinn
á smáborginni Akureyri og smá-
borginni Reykjavík ekki slíkur að
höfuðborgarsvæðið hafi mikið að-
dráttarafl fyrir unglinga á Akur-
eyri, jafnvel þótt einn af hverjum
tíu þeirra búist við að enda þar.
Að sögn Þórodds endurspegla
þessar niðurstöður styrk Akureyr-
ar innanlands og mikilvægi þess
að huga að stöðu hennar í alþjóð-
legu samhengi. „Það myndi um-
talsvert ójafnvægi felast í því að
ungt fólk á Akureyri sækti einkum
til Reykjavíkur meðan jafnaldrar
þeirra í Reykjavík sæktu einkum
til útlanda. Líkt og aðrar lands-
byggðir hefur Akureyri jákvæðan
flutningsjöfnuð gagnvart útlönd-
um en neikvæðan flutningsjöfnuð
gagnvart Reykjavík. Vitaskuld felst
mikil áskorun í því að helmingur
ungu kynslóðarinnar vilji helst búa
erlendis en Akureyri er ágætlega
í stakk búin til að takast á við þá
áskorun“. a
Fáanlegt í nær öllum apótekum landsins, Heilsuhúsið, Hagkaup,
Fjarðarkaup, Orkusetrið, Lifandi Markaður, Sportlíf, Heilsuver,
Heilsuhornið Blómaval, Heilsulausn.is og Heimkaup
Uppruni allrar fæðu
Ofurfæða úr hafinu
MARINE
PHYTOPLANKTON
auk Spirulina
og Chlorella
• Ein hreinasta næring sem
fyrirfinnst á jörðinni
• Oft kallað “Gimsteinn hafsins”
• Framleiðir meira en 50% af
súrefni jarðar
• Grunnfæða hafsins
• Margfaldar orku líkamans
• Jafnar pH gildi líkamans
• DNA eldsneyti
• Skarpari heilastarfsemi og
betra minni
Marine Phytoplankton er
sjávar svifþörungur sem lifað
hefur í höfum um alla jörð í
milljarða ára. Svifþörungurinn
ferðast um hafið, framleiðir
meira en 50% af súrefni jarðar
og býr þar með til aðstæður
fyrir nánast allt líf á jörðinni.
Þar sem svifþörunginn er að
finna þrífst alltaf líf.
Búsetuóskir unglinga í landsbyggðunum
Búsetuóskir og væntingar unglinga á Akureyri
Þóroddur Bjarnason
prófessor: „Vitaskuld
felst mikil áskorun í
því að helmingur ungu
kynslóðarinnar vilji
helst búa erlendis en
Akureyri er ágætlega í
stakk búin til að takast
á við þá áskorun“.
Völundur
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Helst
Líklegast
3% 4%
5% 4% 5%
11%
34%
42%
54%
40%
55%
46%
27%
39%
18%
15%Önnur lönd
Höfuðborgarsvæði
Annað innanlands
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
2003 2007 2011 2015
Búsetuóskir unglinga á höfuðborgarsvæðinu
53% 53%
36% 36%
11% 10%
Önnur lönd
Höfuðborgarsvæði
Annað innanlands
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%