Reykjavík - 19.12.2015, Page 2
2 19. Desember 2015REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
Nýtt fyrirtæki á
gömlum grunni
Starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur var skipt upp með lagaboði í byrjun árs
2014. Með því urðu til tvö ný dótturfélög; Orka náttúrunnar og Veitur.
Þar með lauk aðskilnaði samkeppnis- og sérleyfishluta rekstrarins. Móð-
urfélagið, Orkuveita Reykjavíkur, dregur sig með þessu í hlé sem málsvari
þjónustunnar gagnvart viðskiptavinum. Rekstrarleg ábyrgð samstæðunnar
helst þó óbreytt og móðurfélagið mun áfram svara fyrir hana í heild.
Veitur verða til
Orka náttúrunnar framleiðir og selur
rafmagn til allra landsmanna og á
og rekur þrjár virkjanir; Nesjavalla-
virkjun, Hellisheiðarvirkjun og Anda-
kílsárvirkjun. Inga Dóra Hrólfsdóttir,
framkvæmdastjóri Veitna, segir að þó
að fyrirtækið hafi verið til í tæp tvö ár,
síðan 1. janúar 2014, sé það að koma
fram núna í fyrsta sinn undir nýjum
merkjum. „Samkeppnisreksturinn felst
í því að framleiða rafmagn og selja það,
sem er í höndum ON, en sérleyfis-
reksturinn felst í því að afhenda auð-
lindirnar. Hann er nú höndum Veitna,“
segir hún. „Veitur einbeita sér alfarið
að því að veita heitu og köldu vatni
og rafmagni til heimila, fyrirtækja og
stofnana, auk þess að reka fráveitu.“
Inga Dóra hefur unnið hjá fyrir-
tækinu og forverum þess í tæp 20 ár.
Hún byrjaði hjá Hitaveitu Reykjavíkur
árið 1996, þá nýkomin frá Svíþjóð þar
sem hún lagði stund á verkfræðinám.
„Ég hef alltaf haft áhuga á landupp-
lýsingum og kerfunum sem fylgja
því,“ segir hún. „Ég byrjaði á að þróa
landupplýsingakerfi fyrir Hitaveituna
og á þessum 19 árum hefur starf mitt
þróast í það sem það er í dag.“
Umfangsmikið lagnakerfi
Lagnakerfi Veitna eru gríðarlega stór
og umfangsmikil og ná til 20 sveitar-
félaga á Suður- og Vesturlandi. Ef allar
lagnirnar væru lagðar saman mundi
kerfið ná alla leið til Shanghai í Kína
– eða um 9000 kílómetra leið.
Inga Dóra segir að nafnið á fyrir-
tækinu hafi skapað töluvert flækju-
stig eftir uppskiptinguna 2014. „Við
vorum Orkuveitan, en vorum samt
líka Veitur. Bæði út á við og inn á
við,“ segir hún. „Starfsmenn koma
nú fram undir merkjum Veitna og
vinna fyrir Veitur.“ Helsta breytingin
verður fyrst og fremst ásýnd gagnvart
viðskiptavinunum sem eru búsettir
í 20 sveitarfélögum. Ef það brestur
heitavatnslögn í götunni, rafmagn fer
af húsinu eða svör vantar við spurn-
ingum vegna reikninga, var vaninn að
leita til Orkuveitu Reykjavíkur. Nú leita
viðskiptavinir til Veitna.
Fimmtán þúsund
tonn á klukkutíma
Jólaveður og lægðir síðustu vikna hafa
varla farið framhjá nokkrum. Þegar
kólna fer í veðri eykst álagið á hita-
veitukerfi Veitna, enda þarf töluvert
meira magn af vatni til að hita upp
heimili landsmanna þá en yfir sumar-
mánuðina. Inga Dóra segir að kerfið
sé hannað til að þola mikið álag og
eðlilega sérhannað fyrir íslenskar að-
stæður. „Það er mest álag hjá hitaveitu-
kerfinu þegar það fer að kólna í veðri.
Heitavatnsnotkunin nær þrefaldast
miðað við sumrin,“ segir hún.
Þegar tíðin er köldust, þá fer rennslið
úr 10 þúsund tonnum á klukkutíma í
15 þúsund. Og nær allt heita vatnið
fer í húshitun.
Vilja Miklu-
braut í stokk
Á fundi borgarstjórnar á þriðju-daginn var lögðu sjálfstæðis-menn fram tillögu þess efnis
að kannaðir yrðu til hlítar möguleikar
á að leggja Miklubraut í stokk í gegnum
Hlíðar, en þar með mætti draga úr loft-
mengun og hávaða frá umferð á þessu
svæði. Í tillögunni er einnig á það bent
að með því að leggja Miklubraut í stokk
gætu skapast möguleikar á því að þétta
byggð þar sem götustæðið er nú við
Miklatún, þannig að Hlíðarnar yrðu
aftur að einu hverfi. Talningar sýni að
um 70% umferðar eigi ekki erindi um
íbúðargötur Hlíðanna. Tillögunni var
vísað til borgarráðs.
Ekki lengur heitur matur
Ekki er lengur boðið upp á heitan mat um helgar fyrir aldraða í Eir- borgum í Grafarvogi. Um 200 manns hafa mótmælt ákvörðuninni.
Jólafrí borgarstjórnar
verður ekki framlengt
Borgarstjórn Reykjavíkur heldur tvo fundi í mánuði. Á borg-arstjórnarfundi nú í vikunni
kom tillaga frá meirihlutanum um
að fella niður fyrri fundinn í janúar
(5. janúar) og lengja þannig jólafrí
borgarfulltrúa. Borgarfulltrúar Sam-
fylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata,
Vinstri grænna og Framsóknarflokks-
ins og flugvallarvina (samtals 11 at-
kvæði) greiddu atkvæði með því að
fella niður fundinn. Borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins (samtals 4 at-
kvæði) greiddu hins vegar atkvæði
gegn tillögunni. Samþykkja þarf slíkar
tillögur mótatkvæðalaust og verður
fundurinn því haldinn 5. janúar.
Við afgreiðslu málsins gerði Kjartan
Magnússon, borgarfulltrúi sjálfstæðis-
manna, grein fyrir tillögunni og sagði
meðal annars: „Borgarstjórn er opinn
vettvangur þar sem málefni Reykja-
víkurborgar eru rædd í heyranda
hljóði. Að undanförnu hefur gætt sí-
vaxandi tilhneigingar hjá núverandi
borgarstjórnarmeirihluta að draga úr
vægi borgarstjórnarfunda, t.d. með
því að vísa fjölmörgum tillögum, sem
þar eru fluttar af borgarfulltrúum, til
borgarráðs þar sem þeim er ráðið
til lykta á lokuðum fundum. Tillaga
borgarstjórnarmeirihlutans um að
fella niður fyrri fund borgarstjórnar
í janúar og lengja þannig jólafrí borg-
arfulltrúa, er af sama meiði. Ljóst er
að mörg mikilvæg mál liggja fyrir
borgarstjórn í upphafi nýs árs, ekki
síst varðandi það hvernig tekist verði
á við bága fjárhagsstöðu borgarinnar,
t.d. með því hvernig 1.780 milljóna
króna óútfærðri hagræðingarkröfu
verði mætt og 500 milljóna óútfærðri
tekjuaukningu að auki samkvæmt ný-
samþykktri fjárhagsáætlun. Sjaldan
eða aldrei hefur því verið ríkara tilefni
til að borgarfulltrúar vinni vinnuna
sína og noti reglulega fundi borgar-
stjórnar til að starfa að fjármálum
borgarinnar og öðrum mikilvægum
málum en stingi ekki höfðinu í sand-
inn og framlengi eigið jólafrí.“
Hugmyndir um lagningu miklubrautar í stokk eru ekki nýjar af nálinni. Þessi
hugmyndateikning er frá því fyrir nokkrum árum.
Inga Dóra Hrólfsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Veitna.
Kirkjuheimsókn
nemenda og kennara
Góð hefð er fyrir því í Rima-skóla í Grafarvogi að nem-endur og kennarar heimsæki
Grafarvogskirkju á aðventu og eigi þar
góða stund saman. Krakkarnir fylltu
alla kirkjubekki og sungu saman upp-
áhalds jólalögin sín sem Rakel María
Axelsdóttir tónmenntakennari skólans
hefur æft með þeim og látið óma um
ganga og stofur skólans í desember.
Margir nemendur fluttu söng- og
tónlistaratriði í kirkjunni og fengu frá-
bærar viðtökur skólafélaga sinna með
góðri þögn og innilegu klappi í lok
atriða. Sr. Vigfús Þór Árnason sóknar-
prestur tók á móti Rimaskólakrökkum
og þakkaði þeim fyrir glæsileg atriði og
prúða framkomu. Dagskránni stjórn-
aði skólastjórinn Helgi Árnason sem
sagði í samtali við Reykjavík vikublað
„að gott skipulag og góð dagskrá í
kirkjunni gerði heimsóknina svo há-
tíðlega og notalega eins og reyndin
hefur verið hvert ár. Geislar vetrarsólar
streymdu inn í kirkjuna þennan vetr-
armorgun og allir nemendur Rima-
skóla gengu í jólaskapi heim á leið frá
kirkjunni“.
Nemendur og kennarar rimaskóla fylltu kirkjubekki Grafarvogskirkju og
komu sér í þægilegt jólaskap
Kjartan magnússon.