Reykjavík - 19.12.2015, Side 12
Jólatilboðsverð kr. 109.990,-
Með fylgir Vitamix sleif, drykkjarmál
og svunta
Fullt verð kr. 137.489,-
Vitamix TNC er
stórkostlegur.
Mylur alla ávexti,
grænmeti, klaka og
nánast hvað sem er.
Býr til heita súpu og ís.
Til í órum litum,
svörtum, hvítum
rauðum og stáli.
Besti vinurinn í
eldhúsinu
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
GAFLARALEIKHÚSIÐ
Það er gaman í Gaaraleikhúsinu á nýju ári
Miðasala - 565 5900 - midi.is-gaaraleikhusid.is
Hvítt - Töfraheimur litanna
Frumsýning
Sunnudagur 17. janúar kl 16.00
Heimsfræg verðlaunasýning fyrir yngstu börnin
Góði dátinn Hasek
Frumsýning
Laugardagur 5. mars, 2016 kl. 20.00
Nýtt sprellörugt verk eftir Karl Ágúst Úlfsson
19. Desember 2015
Ekki til nein
rétt uppskrift að
fullkomnum jólum
Ég hef verið að hugsa það undan-farið hvað það er langt frá því að allir eigi gleðileg jól. Þegar
maður er svona mikið jólabarn eins og
ég, enda fædd á jólum, þá gerir maður
stundum ráð fyrir því að öllum öðrum
finnist þetta einn besti tími ársins. En
það er alls ekki þannig. Fyrir marga er
þetta nefnilega einn erfiðasti tími ársins.
Margir eiga um
sárt að binda
Margt spilar inn í að fólk geti ekki átt
gleðileg jól. Fjárhagsáhyggjur gera
þennan tíma t.d. afar erfiðan hjá
mörgum. Þá líður þeim sem kljást við
þunglyndi oft illa á þessum árstíma og
svo eru það allir þeir sem hafa misst
ástvini á árinu og halda nú jól án þeirra.
Þetta fólk á um sárt að binda. Við hin
sem eigum þess kost að halda gleðileg
jól þurfum að passa upp á allt þetta fólk
og sýna samhug í verki.
Jólin eru hátíð kærleikans og það er
einmitt á þessum árstíma sem það besta
brýst fram í fólki. Ótrúlegustu einstak-
lingar verða meyrir og sýna kærleikann
í verki – sem er auðvitað alveg hreint
frábært. En þótt við segjum að enginn
eigi að vera einn um jólin þá má ekki
heldur troða félagsskap upp á þá sem
það alls ekki vilja. Sumum líður bara
þannig að þeir vilja fá að vera einir og
það þarf í sjálfu sér ekki að vera það
versta.
Reyndu að hafa þetta
eins og er best fyrir þig
Allir verða að fá að halda jólin eins og
þeim hentar. Það er engin rétt upp-
skrift til að fullkomnum jólum því sitt
sýnist hverjum um það. Og svo koma
jólin líka oft á óvart og í minningunni
eru það einmitt gjarnan jólin þar sem
eitthvað fór úrskeiðis sem við munum
best eftir og hugsum til með hlýhug.
Ekki gera eitthvað um og fyrir jólin
af því þér finnst að þú eigir að gera það
– því það er ekki til þess fallið að láta
þér líða vel. Þótt hún Gunna vinkona
þín baki fimm sortir af smákökum,
Anna frænka sendi 50 jólakort og Palli
frændi höggvi sitt eigið jólatré þá þarft
þú ekki að gera neitt af þessu. Allt snýst
þetta fyrst og fremst um kærleikann og
að þér líði vel með það sem þú gerir.
Jólin eru ekki kapphlaup og það er
ekki gott að nenna ekki jólunum af því
þér finnst kröfurnar of miklar. Höldum
okkar eigin jól … en ekki jól eins og
aðrir vilja. Því eitt er alveg öruggt og
það er að jólin koma hvort sem við
erum búin að þrífa allt hátt og lágt, gera
konfekt og sultu eða skreyta matar-
borðið óaðfinnanlega. Njótum þess að
vera með þeim sem okkur þykir vænt
um og gætum að öllum þeim sem eiga
erfitt á þessum tíma.
Megi þið öll finna frið og gleði á
jólum.
Kærleikskveðja,
Jóna Ósk Pétursdóttir
12 REYKJAVÍK VIKUBLA
Ð
VI
KU
BL
AÐREYKJAVÍK Auglýsingasíminn er 578 1190
KOKTEILL.IS
Jóna Ósk Pétursdóttir
jona@kokteill.is
Fiskur um jól og áramót
Fyrir mörgum er skatan ómis-sandi á Þorláksmessu. Við ræddum við fisksalana í Fisk-
búðinni Hafinu, sem er í Skipholti,
Spönginni og Hlíðarsmára. Þeir sögðu
skötuna komna nú þegar í hús „og hún
verður hér fram að jólum. Hnoðmörin
og hamsatólgin er líka á sínum stað og
rúgbrauðið líka“.
Okkur á Reykjavík vikublaði lék
forvitni á að vita hvernig fiskneyslu
borgarbúa sé háttað um jólin, en að
sögn fisksalanna í Hafinu er grafinn og
reyktur lax vinsæll á þessum árstíma,
líka síld og humar. „Margir halda í
gamlar hefðir á þessum árstíma og
belgja sig út af kjöti en það er nú samt
alveg hellingur af fólki sem er farið að
breyta til og fá sér fisk á jólunum sem
er ekki síðri veislumatur. Svo losnar
maður við allan bjúg og brjóstsviða
ef maður er bara í fisknum.“
Mynd: Markús Örn Antonsson.