Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2007, Blaðsíða 15
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007
Hæstiréttur Islands OV
mmm
Stærri dómsalurinn í Hæstarétti Salurinn er dæmigerður fyrir hönnun hússins, en arkitektar þessarar
glæsilegu byggingar voru þau Margrét Harðardóttir og Steve Christer hjá Studio Granda.
Rétturinn starfar (tveimur deildum en í stóra salnum eru mál að jafnaði flutt fyrir fimm dómurum. I sérlega
mikilvægum málum getur forseti Hæstaréttar skipað sjö dómara. I fyrsta þjóðlendumálinu voru sjö
dómarar, rétt eins og (öryrkjamálinu, svo dæmi séu tekin.
Stóri dómsalurinn er skreyttur glerlistaverki eftir Leif Breiðfjörð myndlistarmann Þar gefur að
lita tilvitnanir úr Jónsbók um skyldur dómara og úr Njáls sögu um eiða málflytjenda, bæði til sóknar og
varnar.
Úr minni dómsalnum Á veggnum er listaverk eftir Svövu Björnsdóttur myndlistarmann og minnir á
hlust þess, sem hlýðir á málflutning. Verkið er gjöf Lögmannafélag (slands í tilefni 75 ára afmælis
réttarins 16. febrúar 1995. Hér starfar b-deild Hæstaréttar, en hana skipa dómarar sem eru yngri að
embættisaldri en hinir sem starfa I a-deild. Dómarar (b-deild eru jafnan þrír.
Málflutningur í Hæstarétti fer fram frá því í september fram á mitt sumar (þriggja dómara málunr
er dæmt alla daga klukkan n(u á morgnanna. Algengast er aö dómsalirnir séu opnir almenningi. (sérstaklega
viðkvæmum málum eru dómsalirnir lokaðir, til dæmis (kynferðisbrotamálum og forsjármálum barna.
Stóri dómsalurinn Skipulag og einfaldleiki er (fyrirrúmi í Hæstarétti. Steypa er í veggjum og lofti en auk þess
kallast hvítar gipsplötur í lofti á við harða steypuna. Þessar andstæður eiga að tákna grófan glæp gegn fágun
laganna. Á hinn bóginn getur glæpurinn verið fíngert nákvæmnisverk meðan lögin eru grimm og hörð.
DV Sport
ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 15
Þriðjudagur 11. desember 2007
B0SS
ORLOG LIVERPOOL I MEISTARADEILD EVRÓPU RÁÐAST ÞEGAR LIÐIÐ MÆTIR MARSEILLE. BLS. 16 OG 17
Gylfi Gylfason leikmaöur Wilhelmshavener gæti verið á heimleið eftir tímabilið og færi líklega þá í Fram:
SYSTURNAR EF OG HEFÐIHJÁGYLFA
Gylfi Gylfason leikmaður Wil-
helmshavener í þýsku deildinni í
handbolta er hugsanlega á heimleið
eftir að tímabilið þar rennur sitt
skeið. Hann er samningslaus eftir
tímabilið og eftir sjö ára veru hjá
Wilhelmshavener kitlar að koma
heim. Hann myndi þá fara í Fram
en Gylfi og Haraldur Þorvarðarson,
leikmaður Fram, eru miklir vinir.
„Það er alveg möguleiki að ég
komi heim og alveg möguleiki að ég
fari þá í Fram. Ef ég fer heim það er
að segja. Það er ekki alveg komið í
ljós. Wilhelmshavener vill haldamér
hérna þannig að þetta er ekki alveg
komið á hreint," sagði Gylfi léttur.
„Ég klára minn samning eftir þetta
tímabil en þeir eru búnir að bjóða
mér nýjan samning en ég á eftir að
gera í raun upp við mig hvort ég og
fjölskyldan verðum hérna áfram eða
hvað við gerum.
Þetta er áttunda árið og það er
kannski bara kominn tími til að fara
heim aftur, en þetta er ekki í föstum
skorðum. Maður á eftir að sjá hvað
gerist."
Gylfi segir að sér hafi líkað vistin
hjá Wilhelmshavener vel. „Þetta er
barátta hjá liðinu á hverju einasta
ári að falla ekki en þá hefur maður
að einhverju að keppa." Hann býst
ekki við að vera í lokahópnum
hjá íslenska landsliðinu sem fer á
EM í Noregi í janúar, enda ekkert
heyrt í landsliðsþjálfaranum Alfreð
Gíslasyni. „Ég tel litlar líkur á því, ég
hef ekkert heyrt í Alfreð. Ætli maður
væri ekki búinn að heyra í honum ef
ég væri þar inn í myndinni. Tel litlar
líkur á að það gerist."
benni@dv.is
Framhaldið óráðið Gylfi
Gylfason er ekki viss um
framhaldið hjá sér.