Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.2007, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007
Sport PV
Farguson játar
Sir Alex Ferguson, stjóri
Manchester United, hefur játað að
hafa blótað dómara viðureignar
Man. Utd. og
Bolton, Mark
Clattenburg.
Hinn skapmikli
Ferguson á yfir
höfði sér bann
sem gæti tekið
gildi fyrir
stórslag
Manchester
United og
Liverpool. Ferguson var ekki sáttur
við móttökur Bolton-manna sem
tóku fast á lærisveinum Fergusons.
Þar fór fremstur í flokki Kevin Davies
sem lét eins og naut í flagi og
straujaði mann og annan. Ferguson
lá ekki á sinni skoðun og
Clattenburg rak hann upp í stúku.
Enska knattspyrnusambandið
greindi frá því að Ferguson hefði
ekki farið fram á að mál hans yrði
sérstaklega tekið fyrir.
Arsenal mun vinna deildina
Jeremie Aliadiere, leikmaður
Middiesbrough
og fyrrverandi
leikmaður
Arsenal segirað
þrátt fyrir tap
Arsenal um
helgina muni
þeir vinna
ensku deildina.
Aliadiere spilaði
frábærlega
gegn slnum gömlu félögum á
sunnudaginn og krækti I vítaspyrnu
sem Stuart Downing skoraði úr.
„Arsenal er ekki á toppnum að
ástæðulausu. Þeir hafa spilað
frábærlega það sem af ertímabilinu
og ég held að þeir muni standa uppi
sem sigurvegarar. Það vantaði fullt
af mönnum hjá þeim og þegar þeir
koma til baka verður iiðið betra. Ég
hef fylgst vel með þeim og finnst
þeir vera með besta liðið." Aliadiere
var I átta ár undir stjórn Arsenes
Wenger en færði sig um set
slðastliðið sumar.
14 Uikmann «kki nóg
Harry Redknapp, stjóri Portsmouth,
hefur vlsað á bug þeim fréttum að
Adrian Mutu
séá leiðtil
liðsins.„Ég hef
ekki einu sinni
hugsað til
hans. Hann er
góður
leikmaðuren
ég hef aldrei
talað um hann
við neinn.
Hvaðan þessar fréttir koma veit Guð
einn," sagði Redknapp léttur.„Hins
vegar þegar Afrlkumótið byrjar
verðum við með aðeins 14 leikmenn.
Og það gengur ekki. Ég og eigandi
liösins vitum þetta og ætlum að
bæta við mannskapinn, hvort sem
það er með þvl að fá leikmenn
lánaða eða við kaupum einhverja."
Shavchsnko hafur trú á sár
Andryi Shevchenko segist vel geta
fyllt skarð Didiers Drogba hjá Chelsea.
Drogba þarf llklega að fara I aðgerð
vegna meiðsla á hné og því þarf 30
milljón punda floppið að standa undir
nafni.„Didier er mikilvægur leikmaður
fyrirChelsea en núna mun stjórinn
gefa mér nokkra leiki I röð. Ég vil skora
og standa mig fyrir liðið og mig
sjálfan. Fyrir mig er mikilvægt að vera
hluti af liðinu. Ef ég skora mörk verð
ég mjög ánægður. Fyrir félagið er mikil-
vægt að vinna og það er ekki hægt að
vinna án marka." Avram Grant, stjóri
Chelsea, hefur einnig trú á Shevch-
enko.„Hann er frábær leikmaður og að
skora mörk er hans starf. Nokkuð sem
hann gerir best. Hann skoraði 14 mörk
siðasta timabil og hefur skorað fjögur
núna. Ef hann héti ekki Shevchenko
myndu allir hrósa honum."
£
BENEDIKT BOAS HINRIKSSON
blaöamaöur skrifar: benni@dv.is
Liverpool tapaði sínum fyrsta leik
í ensku deildinni um helgina þeg-
ar það laut í gras fyrir Reading og
fram undan eru tveir úrslitaleikir
sem gætu ráðið framtíð Rafa Benit-
ez, stjóra liðsins. Liverpool verður
að vinna Marseille í kvöld til að kom-
ast áfram í Meistaradeild Evrópu og
um næstu helgi á liðið leik gegn erki-
óvininum Manchester United.
Liverpool var komið með bakið
upp við vegg í Meistaradeildinni en
hefur unnið tvo leiki í röð og ræður
sínum örlögum sjálft. Vinni Liver-
pool Marseille í kvöld er það komið
áfram, nokkuð sem virtist fjarlægur
draumur fyrir tveimur mánuðum.
„Eftir leikinn á móti Marseille á An-
field virtist þetta fjarlægur draum-
ur," sagði fyrirliðinn Steven Gerrard.
„En mér leið verr eftir tapið gegn
Besiktas. Þá var brekkan ansi brött
sem við þurftum að klífa en nú er
þetta aftur komið í okkar hendur.
Við erum allt annað lið en þegar við
töpuðum fyrir Marseille. Það er mun
meira sjálfstraust í liðinu og leik-
menn þekkjast betur."
Liverpool vann Olympiakos 3-1 á
lokadegi riðlakeppninnar fyrir þrem-
ur árum, komst upp úr riðlinum og
endaði sem sigurvegari keppninn-
ar. Þá var leikið á Anfield en Gerrard
segir að reynslan muni koma liðinu
til góða. „Allir stuðningsmenn muna
eftir leiknum við Olympiakos og
reynslan úr þeim leik mun hjálpa
okkur gegn Marseille. Stóri munurinn
er að við verðum núna á útivelli þann-
ig að þetta verður erfiðara. En við
erum á góðu skriði, höfum skorað
mikið af mörkum og unnið leiki. Press-
an er á MarseiUe, allir bjuggust við því
að Liverpool myndi komast áfram
í 16 liða úrslit en efdr þessi tvö töp í
röð leit þetta illa út fyrir okkur. Þeir
hafa ábyggilega vonað að við værum
dottnir úr leik en sem betur fer hefur
það ekki farið þannig. Það að vera
ekki komnir áffam þrátt fyrir að hafa
unnið okkur hlýtur að valda þeim
vonbrigðum, þannig við verðum að
nýta okkur það til að skapa okkur
tækifæri."
Síðast tapaði Liverpool 2-3
Liverpool hefur gengið gríðar-
lega vel í Meistaradeildinni undir
stjórn Rafa Benitez en ekki á Stade
Velodrome í Frakklandi. Síðast þeg-
ar liðin mættust tapaði Liverpool 2-
3 og skoraði Didier nokkur Drogba
eitt af mörkum Marseille. Igor Biscan
var rekinn afvelli fyrir Liverpool sem
átti ekki sinn besta dag. „Ég man að
stemningin var frábær á vellinum, en
eftir að Biscan var rekinn af velli fór
að halla undan fæti. Þarna sáu Eng-
lendingar í fyrsta sinn Drogba og við
ræddum hversu sterkur hann væri.
Stade Velodrome er einn af þeim
völlum þar sem aðdáendur standa
virkilega með sínu liði en við erum
vanir svoleiðis stemningu og ég er
viss um að við munum ekki brotna.
Þó við höfum fengið mikla krítík fyrir
leikinn á Anfield gegn Marseille má
ekki taka neitt af þeim. Þeir spiluðu
vel á meðan við náðum okkur ekki á
strik. Þeir voru nýbúnir að skipa nýj-
an stjóra og leikmenn vildu sanna
sig. En í kvöld munum við sýna hvað
í okkur býr."
Liverpool keypti Fernando Torres
fyrir tímabilið og hann hefur sýnt sitt
rétta andlit í undanförnum leikjum.
Hann meiddist lítillega gegn Read-
ing en fastlega er búist við því að
hann verði í byrjunarliðinu í kvöld.
„Öll lið sem vilja vinna bikara þurfa
að hafa heimsklassaffamherja. Við
höfúm einn slíkan í Fernando. Hann
er akkúrat þannig maður sem við
höfum leitað að og ég veit að hann
hungrar í árangur í þessari keppni.
Hann er að spila í fyrsta sinn í Meist-
aradeildinni og vill komast lengra í
fyrstu atrennu.
Ef við vinnum Marseille getum við
barist á öllum vígstöðvum. Núna þeg-
ar jólatömin er handan við hornið
getur ýmislegt breyst, bæði í deild og
bikar," sagði fyrirliðinn kokhraustur.
Stjóri Liverpool vill meina að
heiðurinn sé betri en peningar. Ben-
itez mun halda fund með eigend-
um Liverpool fyrir stórslaginn gegn
Manchester United og ekki væri
verra fyrir hann ef Liverpool yrði enn
í Meistaradeildinni.
„Bikarar eru alltaf mikilvægari
en peningar. Félag eins og Liverpool
byggist á því að vinna bikara. Ef við
gemm það koma peningarnir í kjöl-
farið.
Meistaradeildin er mikilvæg upp
á fjárhaginn en það er hægt að ná í
peninga annars staðar líka. Ef Liver-
pool spilar tvo leiki í Asíu er hægt að
Júrgen Klinsmann er orðaður við að verða næsti stjóri Liverpool:
KLÚÐRIBENITEZ ER KLINSMANN NÆSTUR
Júrgen Klinsmann er nú orðaður
við stjórastólinn hjá Liverpool fari svo
að Rafa Benitez verði rekinn. Liver-
pool þarf að vinna Marseille í Meistara-
deildinni til að komast áfram en gæti
dugað jafntefli. Næsti leikur í deildinni
er svo gegn Manchester United, erki-
óvini Liverpool. Takist Liverpool ekki
að vinna báða leikina segja ensku slúð-
urmiðlamir að Rafa verði rekinn.
Eigendur Liverpool, Tom Hicks og
George Gillet, eru miklir aðdáendur
Klinsmannámeðansambandþeirravið
Benitez hefur farið niður á við. Benitez
vill fá leikmenn í janúarglugganum á
meðan eigendurnirviljaþað ekki. Jafn-
vel er talið að Javier Mascherano fari
frá liðinu í janúar en eigendurnir em
ekki allt of hrifiiir af verðmiðanum,
17 milljónir punda eða rúmir tveir og
hálfur millj arður. Eigendumir og Benit-
ez áttu í fjölmiðladeilum um leikmenn
og vakti athygli framkoma Benitez
á blaðamannafundi einum þar sem
hann var ekld eins og hann á að sér.
Klinsmann hefur gefið í skyn að
hann vilji aftur flytja til Evrópu en hann
hefur búið í Kalifomíu undanfarin ár
og sleikt sólina. Hann vildi fá ffí ffá
fótbolta eftir að hafa stýrt Þýskalandi
í undanúrslit á HM 2006. En nú er
hann endurnærður og vill komast
þangað sem hlutimir gerast. „Júrgen
er tilbúinn að koma aftur í fótboltann.
Hann elskar Kalifomíu en það er ekld
hægt að vera endalaust í fríi," sagði
heimildarmaður The Sun.
The Sun hefur ekld verið þekkt fyrfr
áreiðanleilca og jafnvel þekktara fyrir
að búa til fréttir. Hins vegar hitta þeir
naglann stundum á höfuðið. Hvort
sem þetta sé satt eða logið er ljóst að
Liverpool þarf að vinna tvo næstu Ieiki
ædi Jiðið sér einhverja stóra bilcara í
ár.
benni@dv.is