Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Side 4
4 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV „Mér finnst ég hafa verið ærlegur stjórnmálamaður,u segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann ætlar að sitja áfram í borgarstjórn sem oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að það hafi aldrei komið til greina að hætta í borgar- stjórn þrátt fyrir fjölmiðlaumræðu síðustu vikna. Blaðamaður DV hitti Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Guðrúnu Krist- jánsdóttur, konu hans, í eftirmið- daginn í gær, er þau voru á leiðinni út úr bænum í góða veðrinu. Vil- hjálmur er þreytulegur en einbeitt- ur á svipinn og stutt í brosið. Brosið er Vilhjálmi eiginlegt - jafnvel núna - eftir að hann hefur verið miðdepill fjölmiðlaumræðu um störf hans og framtíð í borgarstjórn, nokkuð sem hann og fjölskylda hans hafa upplif- að sem einelti af hálfu fjölmiðla. Borgarstjórinn fyrrverandi, eða „gamli, góði Villi" eins og hann var kaUaður síðasdiðið sumar þegar allt lék í lyndi og 60 prósent borgarbúa voru ánægð með störf hans, hefur á skömmum tíma kynnst sterkari meðbyr og miskunnarlausari mót- byr en dæmi eru um meðal íslenskra stj órnmálamanna. Samstaða en óvissa um borgarstjóra f síðustu viku benti allt til þess að Vilhjálmur léti alfarið undan harðri fjölmiölagagnrýni og drægi sig end- anlega í hlé frá orrahríð stjórn- mála og fjölmiðla. Nú hafa hann og borgarstjórnarflokkurinn hins veg- ar komist að sameiginlegri niður- stöðu: Á fundi borgarstjórnarflokks- ins sem var haldinn í gærmorgun var ákveðið að Vilhjálmur gegndi áfram starfi oddvita sjálfstæðis- manna í Reykjavík enda hefur hann til þess óskoraðan stuðning borgar- stjórnarflokksins. Ákvörðun um það hver verður borgarstjóri flokksins eftir rúmt ár verður hins vegar tek- in sameiginlega af borgarstjórnar- flokknum þegar nær dregur. En ríkir ekki enn sama óvissan, Vilhjálmur? Það er enn á huldu hver verður næsti borgarstjóri. „Ég veit ekki til þess að borg- arstjórnarflokkar eða meirihlut- ar í borgarstjórn hafi nokkurn tíma ákveðið það með meira en árs fyr- irvara hver eigi að taka við borg- arstjóraembætti. Við þurfum ekki annað en líta um öxl hér í Reykja- vík til að átta okkur á því að rúmt ár er langur tími í pólitík og stjórn- málamenn verða að sjálfsögðu að ráða því hvenær er rétt að taka stór- ar ákvarðanir sem þessa. Fjölmiðl- ar hafa svolftið verið að spiía upp á þá stemmingu, að Reykvíldngar sofi varla því þeir viti ekki hver verður borgarstjóri eftir rúmt ár. Ég held að þeir sofi ágætlega. Ég geri það að minnsta kosti." Fjölmiðlar ráði ekki ferðinni En hvers vegna þessi niðurstaða, Vilhjálmur, að allt sé opið með það hver verður borgarstjóri? Er þetta háttvís leið til að ýta þér til hliðar? „Nei, engan veginn. Þetta er ekki síst mín ákvörðun. Undanfarna daga og vikur hef ég óneitanlega staðið í miklu fjölmiðlafárviðri. Ég legg hins vegar áherslu á að borgarstjórnar- flokkurinn taki þessa ákvörðun í sameiningu, með hagsmuni flokks- ins og borgarbúa að leiðarljósi, og að fjölmiðlafárið um mig hafi ekki óeðíileg áhrif á þá niðurstöðu." Ýmsir gerðu ráð fyrir því llok síð- ustu viku að þú myndir stíga alfarið til hliðar. Kom það til álita? „Nei. Það kom aldrei til greina að ég hætti sem borgarfulltrúi. Ég var alla tíð staðráðinn í því að láta ekki mjög neikvæða og afar einhæfa umfjöllun fjölmiðla segja mér fyrir verkum í þessum efnum. Það hefði í raun orðið ólýðræðis- leg niðurstaða og háskaleg skilaboð til fjölmiðla og almennings. Ábyrg gagnrýni málefnalegra fjölmiðla er lýðræðinu mikilvæg. En fjölmiðlar eiga ekki að segja stjórnmálamönn- um fyrir verkum. Það gerir samviska þeirra - og kjósendur á endanum." Ertu ekkert smeykur við þá af- stöðu að menn telji þig eetla að þrá- ast við, hvað sem tautar og raular? „Nei. Það hefur aldrei hvarfað að mér „að þráast við, hvað sem tautar og raular". Ég hef aldrei haft í hyggju að skaða flokkinn minn eða hugsjónir okkar eða sitja í trássi við meirihlutaafstöðu borgarstjórnar- flokksins. Ég hef hins vegar borgar- stjórnarflokkinn og formann flokks- ins að baki mér þó fjölmiðlar séu stöðugt að gefa annað í skyn. í krafti þess hef ég tekið þessa ákvörðun." Frægur Kastljósþáttur Nú hefurþú gert mistök og viður- kennt það. Hefur ekki hvarflað að þér að mistökin séu afþeim toga að þér beri siðferðileg skylda til að stíga til hliðar? „Nei. Þau eru ekld af þeim toga. Þau eru ekki siðferðileg í þeim skiln- ingi að ég hafi vísvitandi brotið lög eða breytt gegn betri vitund. Það er reginmunur á margvfslegum yfir- sjónum ófúllkominna manna - og ég er í hópi þeirra - og siðferðilegum brestum sem felast í óheilindum. Ég veit það best sjálfúr að það hefur aldrei verið ætlun mín að gefa rangar eða villandi upplýsingar um aðkomu mína að REI-málinu. f fræg- um Kastljósþætti sem mikið hefur verið vitnað til varð mér það á - und- ir miklu álagi - að segjast hafa bor- ið tiltekið álitamál undir borgarlög- mann þegar ég hafði í rauninni borið það undir fyrrverandi borgarlög- mann. Sá aðili var borgarlögmaður í tólf ár og ég átti nána samvinnu við hann um langt árabil. Þetta leiðrétti ég skilmerkilega við fyrsta tækifæri. f sama Kastljósþætti varð stjóm- anda þáttarins það á að segja mig tvísaga í fyrri Kastljósþáttum. Það var röng ásökun enda leiðrétt í Kastljós- þætti daginn eftir. Það hvarflar hins vegar hvorki að mér né öðrum að þáttarstjórnandinn hafi að yfirlögðu ráði ætlað að koma höggi á mig með röngum ásökunum. Þetta vom ein- faldlega mannleg mistök í hita leiks- ins. Og fyrst við erum að ræða um mistök má vel halda því til haga að á tólf daga tímabili hafa fréttamenn ríkisfjölmiðla þurft að leiðrétta þrjár rangfærslur sínar um mig og beðist velvirðingar." Mannleg mistök eða óskeikull leiðtogi? En hafa valdamiklir stjórnmála- menn efni á alvarlegum mistökum? „Það fer eftir því hvers eðlis mis- tökin em. Stjórnmálamenn ættu ekki að komast upp með óheilindi. Það á enginn að gera. En við emm öll mannleg og ófullkomin í þeim skiln- ingi að við tökum stundum ákvarð- anir sem ekki em þær heppilegustu með hliðsjón af markmiðum okkar. Stjórnmálamenn em þar engin und- antekning. Okkur hættir stundum til að þrá hinn óskeikula leiðtoga sem alltaf tekur hárréttar ákvarðanir og Situr áfram „Ég hef aldrei haft í hyggju að skaða flokkinn minn eða hugsjónir okkar eða sitja í trássi við meirihlutaafstöðu borgarstjórnarflokksins. Ég hef hins vegar borgarstjórnarflokkinn og formann flókksins að baki mér þó fjölmiðlar séu stöðugt að gefa annað í skyn. (krafti þess hef égtekið þessa ákvörðun."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.