Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Page 6
6 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV A Tveirturnar Stjórnarandstöðuþingmenn- irnir yrðu aðeins þrettán talsins ef kosið væri nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Sjálfstæðisflokkur nýtur stuðnings fjörutíu prósenta landsmanna óg fengi 27 þing- menn samkvæmt könnuninni, 35 prósent myndu kjósa Samfýlk- inguna og tryggja henni 23 þing- menn. Vinstri-græn fengju 14 prósent atkvæða og 9 þingmenn en sex prósenta fylgi myndi skila Framsóknarflokknum fjórum þingmönnum. Loks myndu ffjálslyndir þurrkast út, flokkur- inn mælist með tæpra fjögurra prósenta fylgi. Útlendingarvilja skjóta hreindýr Alls bárust 3.137 umsóknir um hreindýraveiðileyfi til Umhverfis- stofirunar en frestur til umsókna rann út á miðnætti þann 15. febrúar. Af þeim umsóknum sem bárust reyndust 99 ógildar sökum skorts á réttindum. Þá eru fimm- tíu gildar umsóknir frá erlendum veiðimönnum sem sýna þessum veiðum meiri áhuga með hverju árinu. Dregið var úr umsóknum á laugardaginn í húsnæði Þekking- arnets Austurlands, ÞNA, á Egils- stöðum. Brást illa við rukkuninni 32 ára karlmaður, Örn Úlriks- son, var fyrir helgi dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir lfkamsáras. Atvikið átti sér stað þann 28. júlí 2006 fyrir utan Hverfisgötu 86. öm sló annan mann í andlit- ið með billjardkjuða en sverari endinn lenti í höfði fómarlambs- ins, Höggið var þungt og kjuðinn bromaði þvert þegar hann skall á höfðinu. Fórnarlambið sagðist í skýrslu- töku hafa ætíað að rukka félaga Arnar um skuld en hann hafi bmgðist illa við. Hann hafi fengið öm til að lúskra á honum. Höggið kom á vinstri augabrún með þeim afleiðingum að sauma þurfti ell- efu spor í andlit mannsins. Áréttað Vegna greinar í helgarblaði DV um píramídakerfi, fjársvik og ýmsar leiðir til að hagnast auðveldlega skal áréttað að greinin fjallaði hvort tveggja um lögleg fyrirbæri og ólög- leg. Ekki stóð til að gefa í skyn að fyrirbæri á borð við mark- aðssetningu Herbalife stang- aðist á við lög. Einfaldlega var bent á margvíslega þrepa- skipta markaðssetningu þar sem sumir hafa grætt og aðrir setið uppi með tap. Niöurstaða Breiðavíkurnefndarinnar liggur fyrir. Þar er frásögn Breiðavíkurdrengj- anna af illri meðferð og kynferðislegu ofbeldi staðfest. Víglundur Þór Víglundsson, stjórnarmaður Breiðavíkursamtakanna, segir beinagrindurnar loksins komnar út úr skápnum. í sama streng tekur formaður samtakanna, Konráð Ragnarsson. Breiðavíkurnefndin Skýrsla Breiðavíkurnefndarinnar var kynnt á föstudaginn en þar var ill meðferð á vistmönnum heimilisins staðfest. VÍTISVISTIN L0KS VIÐURKENND „Það hefur mikill tilfínningahiti verið í gangi undanfarna daga" VALUR GRETTISSON 1 blaöamadur skrifar: valunadv.is P „Það er alveg dásamlegt að ofbeldið skuli nú vera viðurkennt af stjórn- völdum," segir Víglundur Þór Víg- lundsson, stjórnarmaður Breiða- víkursamtakanna og fyrrverandi vistmaður á Breiðavík. Hann segir síðastíiðna viku hafa verið afar tauga- trekkjandi fyrir fyrrverandi vistmenn heimilisins meðan beðið var eftir skýrslu forætisráðuneytis um heim- ilið sem var birt á föstudag. Niðurstaða skýrslunnar er ský- laus; vistmenn voru beittir ofbeldi, bæði af starfsmönnum sem og öðr- um vistmönnum. Nú er kvalafullt ár Breiðavíkurdrengjanna liðið. Nið- urstaðan er ljós - forsætisráðherra hyggst smíða frumvarp um skaða- bótaskyldu gagnvart drengjunum. Beinagrindur úr skápnum Það var í febrúar í fyrra sem DV flutti fréttir af vítisvist Breiðavíkurdrengjanna. Þar var varpað Ijósi hina hryllilegu með- ferð sem þeir fengu. á Þar á meðal var viðtal við Helga Dav- íðsson sem lýsti forstöðumanninum, Þórhalli Hálfdánarsyni, sem sadista. Nú er Þórhallur látinn en ör þeirra sem þar dvöldu eru langt í frá gróin. f kjölfar umfjöllunar DV fylgdu fleiri fjölmiðlar eftir og úr varð að skýrsl- an um Breiðavík var unnin. Niður- staða hennar er fyrst og fremst viður- kenning á því sem mennirnir gengu í gegnum. Það er það sem Víglundi þykir best. Beinagrindurnar eru komnar út úr skápnum. Skíthræddir við niðurstöðuna „Við vor- um alveg skít- hræddir við útkomuna, sumir hafa meira að það segja iokað sig inni alla Viglundur Þor Viglundsson Stjórnarmaöur Breiðavíkursamtakanna og fyrrverandi vistmaður helmilisins segir niðurstöðuna dásamlega. vikuna vegna kvíða," segir Víg- lundur um taugastríð Breiðavík- urdrengjanna undanfarna daga. Sjálfur segir Víglundur að hann hafi haft verulegar áhyggjur af nið- urstöðunum. Astæðan er sú að hann óttaðist um sálarheill þeirra sem verst fóru út úr vistinni á heimilinu. „Það hefur mikill tilfinningahiti verið í gangi undanfarna daga," seg- ir Vtglundur og má heyra að þungu fargi er létt af honum sjálfum. Leyndarmálið afhjúpað „Þetta er náttúrulega það sem við höfum alltaf sagt, skýrslan er staðfesting á því," segir Kon- ráð Ragnarsson, formaður í Breiðavíkursamtakanna, um skýrsluna sem nefhdin skil- aði af sér. Sjálfum þykir Konráði mestu skipta að hið ljóta leynd- armál sem Breiðavík var sé nú endanlega upplýst. Hann seg- ir skýrsluna góða enn sem kom- ið er, en hann var ekki búinn að lesa hana alla þegar blaðamaður hafði samband við hann. Að sögn Konráðs er skýrslan athyglisverð lesning, þá helst vegna nýrra upplýsinga sem finna má í henni. Breiðavík Veran þar hefur skilið eftir djúp ör í sálum manna. Vítisvistin loks viðurkennd. Ráðfæra sig við lögfræðing „Það er líka ágætt að sjá að það sem þessir menn gerðu okkur var líka ólöglegt þá, eins og í dag, þetta verður ekki útskýrt með rökum um tíðaranda," segir Konráð en eftirlit- sleysi með heimilinu, sem og fram- koma starfsmanna, var bönnuð bæði samkvæmt stjórnsýslulögum sem og almennum hegningarlögum. Konráð segir næsta mál á dagskrá að funda með nefndinni sem vann skýrsluna. Svo mun lögffæðingur fara yfir málin og í kjölfarið verður ákvörðun tekin um næstu skref. „Þetta er fyrst og fremst mjög ánægjulegur áfangasigur," segir Kon- ráð um skýrsluna. Ritstjórn DV og Kastljósið fengu rannsóknarblaðamennskuverðlaunin 2007: Verðlaunin afhent Blaðamannaverðlaun ársins voru veitt í fimmta sinn. Ritstjórn DV og þau Þóra Tómas- dóttir og Sigmar Guðmundsson deildu með sér verðlaununum fyrir bestu rannsóknarblaðamennsku á síðasta ári. Verðlaunin voru afhent á laugardag þar sem veitt voru verð- laun fyrir það sem þótti skara fram úr í störfrim fjölmiðla á síðasta ári. Kristján Már Unnarsson, frétta- maður á Stöð 2, fékk blaðamanna- verðlaunin 2007 fyrir upplýsandi fréttir um hversdagslíf á landsbyggð- inni og þær þjóðfélagsbreytingar sem eru að verða á íslensku samfé- lagi. Taldi dómnefnd að hann hefði með þessum hætti stuðlað að sterk- ari samfélagsvitund landsmanna allra. DV opnaði umfjöllunina um illa meðferð piltanna sem voru sendir til Breiðavíkur og fjallaði í framhald- inu um hvernig farið var með börn á fleiri uppeldisheimilum sem yfir- völd sendu þau á. Kastljósið fjallaði um hvernig farið var með piltana í Breiðavík. f umsögn dómnefndar segir að miðlarnir tveir hafi svipt hul- unni af viðkvæmu leyndarmáli. Þeir átta fulltrúar DV sem hlutu verðlaunin ákváðu að láta verð- launaféð, 75 þúsund krónur, renna til Breiðavíkursamtakanna. Jóhannes Kr. Kristjánsson og Kristinn Hrafrtsson fengu verðlaun- in fýrir bestu umfjöllun ársins 2007 fyrir umfjöllun sína í Kompási um byssur á svörtum markaði á íslandi, ástandið í frak og um heilablóðfall og heilablæðingu. Blaðaljósmyndaraverðlaunin voru einnig afhent á laugardag. Egg- ert Jóhannesson fékk tvenn verðlaun fyrir mynd sína af Gunnari I. Birgis- syni, í afmæli bæjarstjórans í Kópa- vogi. Hún var hvort tveggja valin mýnd ársins og skoplegasta myndin. Júlíus Sigurjónsson, ljósmyndari á Morgunblaðinu, átti fréttamynd árs- ins. Aðrir ljósmyndarar sem fengu verðlaun eru þeir Brynjar Gunnars- son, Eyþór Árnason, Hörður Sveins- son, Kristinn Magnússon, Valgarður Gíslason og Vilhelm Gunnarsson brynjolfur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.