Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Síða 7
DV Fréttir MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 7 YFIRHEYRSLA: BIRKIR JON JONSSON EG ER EKKISPILAFIKILL Aðalatriðið er að ég hef engin lög brotið með spilamennsku minni, segir Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknar- flokksins, sem hefur sætt gagnrýni fyrir að taka þátt í fjár- hættuspili. Hann segir furðulegt hvernig leigja megi sali undir sums konar spilamennsku eins og bingó en ekki aðra. Hann segist hafa gaman af spilum en ekki haldinn fíkn. SIGURÐUR MIKAEL JONSSON blaöamcidur skrifar: Birkir Jón Jónsson, þingmað- ur Framsóknarflokksins, komst í sviðsljósið eftir að hann viður- kenndi að hafa unnið í fjárhættu- spili. Enn hitnaði undir Birki Jóni þegar því var haldið fram í Síðdegis- útvarpi Rásar 2 á dögunum að hann hefði verið viðstaddur þegar lög- regla gerði innrás í spilavíti við Suð- urgötu 27 árið 2002. Mikil umræða varð um meinta spilafíkn Birkis Jóns og þung orð látin falla. DV tók Birki Jón í yfirheyrslu. ■ Varst þú viðstaddur þegar lög- regluna bar að garði til að upprœta spilavíti að Suðurgötu 27 árið 2002? m „Nei, ég var ekki á þessum stað þegar lögreglan mætti enda þótt ég hafi á þessum tíma, þá um 22 ára aldurinn, litið nokkxum sinnum þarna við í góðra vina hópi." ■ Þú segist hafa spilað 21 á þessum stað, er það löglegt en ekki póker? m „Lögmæti tuttuguogeins eða pó- kers er einfalt enda þótt fyrirkomu- lagið sé ekkert sérstaklega rökrétt: Það brýtur ekki í bága við lög að leggja undir í spilum - en í sumum tilfeúum, en öðrum ekki, er ólög- legt að leigja húsnæði eða hafa með öðrum hætti tekjur af því að útvega aðstöðu fyrir spil upp á peninga. Eg geri ráð fyrir að þar séu póker og tut- tuguogeinn í sama flokki, en spila- kassar virðast vera í flokki með til dæmis salarkynnum undir bingó og fleiri spil þar sem hinir heppnustu „hirða pottinn". ■ Nú greindi Síðdegisútvarp Rásar2 frá því að austur-evrópskar fylgdar- dömur hefðu verið á svæðinu. Varst þú var við það og var eitthvað mis- jafnt í gangi í þessum spilasal um- fram póker og bjórdrykkju? m „Ég var, eins og komið hefur fram, ekki á staðnum og varð aldrei var við neitt „misjafnt". Eg sá aldrei neinar fylgdarkonur á staðnum, hvorki ís- lenskar né útlenskar." ■ Þú segist aðeiris hafa spilað póker tvisvar upp á peningá þar tilgerðum stöðum og leggirþað ekki í vana þinn. En þú hlýtur að hafa staðið eitthvað í þessu fyrstþú komst inn í mótiðgegn- um þetta sérstaka boðskerfi sem tal- að var um, verið í innsta hring? m „Um þessar mundir fagnar póker mikJum vinsældum. Menn taka í spil í heimahúsum og margir fylgj- ast með útsendingum frá pókermót- um á íslensku sjónvarpsstöðvunum. Ég hef spilað póker í vina- og kunn- ingjahópi í örfá skipti rétt eins og ég spfla bridds við ýmis tækifæri og aUs kyns önnur spU bæði innan og utan fjölskyldunnar þegar skemmti- leg tækifæri gefast. Ég hef liins vegar haldið mig frá því sem hér er kallað „þar til gerðum stöðum", en þó með nýlegri undantekningu sem augljós- lega hefur vakið mikla athygli." ■ Hverju svarar þú ásökunum og bollaleggingum undanfama daga um að þú eigir við spilafíkn að stríða? ■ „Vangaveltur um slíkt eiga ekki við nein rök að styðjast. Ég hef hins vegar gaman af því að spila á spil - rétt eins og öðrum finnst gaman að spila golf, dansa, borða góðan mat eða dreypa á góðu víni með góðum mat. Sem betur fer nær þorri fólks að njóta áhugamála sinna og lysti- semda án þess að verða fíklar. Eg er í þeim hópi hvað öU mín áhugamál varðar." ■ Telur þú sjálfur þig eiga við vanda- mál að stríða? m „Nei." ■ Nú segir Júlíus Þór Júlíusson, for- maður Samtaka áhugafólks um spilajikn, þetta athcefi fyrir neðan allar hellur í viðtali á visir.is. Telur þú þig vera að upphefja fjárhœttuspil með því að stíga Jjram og viðurkenna þátttöku þína í mótinu? m „Nei, en ég er sannfærður um að við eigum að ræða opinskátt um lög- mæti ólíkra fjárhættuspUa og sam- ræma leikreglumar." ■ Júlíus gefur til kynna ísama viðtali að hann hafi í gegnum tíðina talað margoft við þig meðal annars sem formann fjárlaganefhdar, og reynt að sœkja styrk fyrir starf samtaka „Ég ersannfærður um að við eigum að ræða opinskátt um lögmæti ólíkra fjár- hættuspila og sam- ræma leikreglurnar." sinna en segir sig hafa mætt grjót- vegg. Hajði þín eigin spilamennska .og persónulega skoðun á fjárhœttu- spilum áhrifá ákvarðanatöku íþess- um málefnum? m „Nei, að sjálfsögðu læt ég persónu- leg áhugamál mín eða viðfangsefni ekki hafa áhrif á þau störf sem mér er trúað fyrir á pólitískum vettvangi. Ákvarðanatökur á borð við þær sem nefndar eru í spumingunni em ekki teknar af mér einum en auð- vitað hef ég, eins og svo margir aðr- ir í álíka stöðu, þurft að taka afstöðu sem hugnast ekki alltaf þeim sem tU hins opinbera leita eftír stuðningi. Forvarnir, eftírUt og meðferðarúr- ræði eiga hins vegar stöðugt að vera tíl umfjöllunar og endurskoðunar á vettvangi Afþingis." ■ En þú hlýtur að skilja viðbrögð fólks gagnvart því að þingmaður spili póker, sem afflestum er álitinn ólöglegur? Er það í lagi afþví hann er tæknilega séð ekki ólöglegur nema menn hafi afþví atvinnu eða hýsi mót? Spilar siðferðileg skylda sem gerð er til þingmanna ekkert hlutverk þegar kemur að málum sem þessum? m „Jú, siðferðileg skylda þingmanna skiptir aUtaf máU. En það skiptir Ulca máli að hafa kjark tíl þess að spyma við fótum þegar tíl dæmis fjölmiðl- ar setja sig í þær steUingar að þing- menn megi ekki eins og annað fóUc eiga sér einlcalíf. Aðalatriði málsins er auðvitað að ég hef engin lög brot- ið með spilamennsku minni og ég er staðráðinn í að fara í hvívetna að þeim lögum sem í landinu gilda eins og flestir aðrir landsmenn. Ég seldi hins vegar eldd sjálfsagðan rétt minn til þess að Ufa Ufinu eins og mig lang- aði tíl þótt ég sæktist eftír umboði tíl þess að láta gott af mér leiða á Alþingi Islendinga." ■ Munt þú berjast fyrir því að póker verði lögleiddur á íslandi? m „Ég hef ekki leitt hugann neitt sér- staklega að því. En ég sé augljósa þörf fyrir að umræðunni um hvað sé leyfilegt og hvað ekki við spilaborð- ið verði haldið áfram og ég mun hik- laust reyna að leggja þar orð í belg." ■ Sagan segir að þú hafir eins og hundruð annarra Islendinga farið illa út úr kaupum þínum í deCODE og samsæriskenningar verið uppi umaðþú sért að reyna að vinna upp tap þitt með fjárhœttuspilum. Er eitt- hvaðtilíþessu? m „Ég er viss um að aUir lesendur þessa viðtals em sammála um að þessari spumingu eigi ég einfald- lega ekki að svara. Kjaftasögum um persónulega hagi fólks verður vænt- anlega aldrei komið endanlega fyrir kattamef en mér finnst að fjölmiðlar eigi að sjá sóma sinn í því að forðast bæði það að kveikja slflcar sögur og kynda undir þeim. Ég get hins veg- ar sagt að ég er mjög sáttur við það hvernig mér hefur tekist að stíga mín fyrstu skref í að koma mér undir eig- ið þak og standa fjárhagslega í fæt- uma. En þrátt fyrir þingsetu mína kýs ég að eiga einkalíf mitt og fjár- hagslegar aðstæður í eins miklum friði og frekast er unnt." Allt ,tem þú þarft á rúmid. Náttföt á hana. Silki • Daniadk • Bómullar.tatín • Sœngur í úrvali • Rúmteppi Hjá okkur fáiðþiðocengur, rúmfatnaðog fleira fyrirfermingarbarnið. Vcnð.tœngurfataver.tlun, gceði í GUeoibœ Verið var Aofnað árið 1961 og befur verið leiðanði igœðum alla tið víðan. Al/t ,<ern þú þarft á riuriið. Glauribœ, Álfbeimum 74, 104Reykjavík • Súni 552 0978

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.