Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Page 17
PV Sport MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 17 ■ Fernando Torres fór á kostum í liði Liverpool þegar hann skoraði þrjú mörk í skemmtilegum leik á Anfield. 1 Fagnað FernandoTorres fagnaröðru marki sínu. HÖRÐUR SNÆVAR JÓNSSON bladamaður skrifar: borduttadv.is Liverpool tók á móti Gareth South- gate og lærisveinum hans í Middles- brough á laugardag. Gengi Liverpool í síðustu viku var ansi misjafnt, það tapaði fyrir Bamsley í enska bikarn- um en í miðri viku lagði liðið Inter á heimavelli í Meistaradeildinni og er í góðri stöðu fyrir síðari leikinn. Leik- menn Middlesbrough fengu sann- kallaða draumabyrjun, þegar átta mínútur voru liðnar af leiknum tók Stewart Downing aukaspymu úti á hægri vængnum og gaf fyrir. Vamar- menn Liverpool ætluðu sér að hlaupa út og sldlja sóknarmenn Middles- brough eftír rangstæða en það mis- tókst og Tuncay Sanli var einn og óvaldaður inni í teig og átti ekki í vandræðum með að koma boltanum framhjá hinum spænska Pepe Reina. Tuttugu mínúmm eftír að Middles- brough komst yfir jafnaði Femando Torres. Julio Arca ætlaði sér að skalla boltann til baka en Fernando Torres komst inn á milli og náði boltanum, hann lék á Mark Schwarzer og lagði boltann í netið, snyrtílega gert hjá Spánverjanum knáa sem hefur verið frábær fyrir Liverpool á þessari leik- tíð. Aðeins mínútu síðar náði Fem- ando Torres að koma Liverpool yfir, Fabio Aurelio sendi boltann á Torres sem var fyrir utan teig. Spánverjinn var ekkert að tvínóna við hlutína og lét bara að vaða á markið og skoraði frá- bært mark, óverjandi fyrir Schwarzer í marki Boro. Þegar rúmur klukkutími var liðinn af leiknum kom löng sending frá vall- arhelmingi Liverpool, Schwarzer fór í skógarúthlaup en náði ekki til knatt- arins, Torres náði hins vegar boltan- um og lagði hann í netíð, þrennan komin hjá Torres og þetta var hans fyrsta frá því að hann kom til Liver- pool í sumar. Stewart Downing náði að laga stöðuna fyrir Middlesbrough sj ö mínútum fyrir leikslok þegar hann tók boltann snyrtilega framhjá vam- armanni Liverpool og lagði boltann á milli fóta Pepes Reina. Jeremie Al- iadiere fékk svo að líta rauða spjald- ið fimm mínútum fyrir leikslok þegar hann slóg til Javiers Mascherano eftír að Argentínumaðurinn hafði klappað létt í andlit Aliadieres. Benitez hrósaði Torres Rafa Benitez hrósaði Spánverjan- um eftír leikinn en Torres hefur nú skorað 21 mark á sinni fyrstu leik- tíð á Englandi. „Þeir gerðu tvö mis- tök og Femando nýtt sér það, góður framherji nýtír sér mistök. Miðað við framherja og sérstaklega þann sem er á fyrsta tímabili stendur hann sig mjög vel og vonandi nær hann að skora fleiri mörk. Það er ekki auðvelt fyrir leikmenn frá öðmm löndum að aðlagast strax aðstæðum. Hann hefur verið alveg frábær, hann hefur hraða, hann getur drepið varnarmenn með hraða sínum. Hann hefur sannað það að hann var ffábær kaup, síð- .asta sumar vomm að íhuga tíu nöfn og svo endaði það í þremur. Þegar við vomm á eftir Torres heillaði það okkur hversu hungraður hann var og hann hefur sannað sig í ensku deild- inni. Það er erfitt að skora 20 mörk á fyrsta tímabili en honum hefur tekist það löngu áður en tímabilið er búið. Allt er mögulegt fyrir hann núna. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera í efstu fjórum sætunum, núna eigum við þrjá leiki áður en við spilum aftur við Inter og ef við verðum í fjórða sætí verðum við fullir sjálfstrausts," sagði Benitez. Southgate var ánægður Gareth Southgate, stjóri Middles- brough, var ánægður með sína menn þrátt fyrir tapið. „Þetta sýnir bara hvað við höfum bætt okkur mikið af því að við emm svekktír yfir að hafa ekki fengið neitt út úr leiknum. Við vinn- um og töpum saman og það er þess vegna sem okkur hefur gengið svo vel, við gerðum stórliði grikk á heimavelli Frábært mark Torres í þann mund að skora annað mark sitt í leiknum. þess, við trúðum því að gætum komið hingað og fengið eitthvað og það gekk næstum því eftír," sagði Southgate. Tones28,29,61. Sanli 9, Downing 83. 61% MEÐ BOLTANN 39% 16 SKOTAÐMARKI 7 Reina, Rnnan, Arbeloa, Hyypia, Aurelio, Kuyt (Riise 73), Lucas, 6 SKOTAMARK 2 Mascherano, Babel (Benayoun 1 RANGSTÖÐUR 3 62), Gerrard, Torres (Croudi 90). 6 HORNSPYRNUR 2 11 AUKASPYRNUR 14 0 GULSPJÖLD 5 0 RAUÐ SPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 43,612 MIDDLESBROUGH Schwarzer, Young, Wheater, Grounds, Pogatetz, O'Neil (Mido 59),Rochemback,Arca, Dowging, Aliadiere, Sanli (Alves 69). H MAÐURLEIKSINS Fernando Torres, Liverpool Wigan lagði Derby örugglega á heimavelli sínum: JEWELLTAPAÐI í ENDURKOMUNNI Kominn í þrot Paul Jewell stjóri Derby skammaði leikmenn sina eftir leik. Wigan lagði Derby ömgglega, 2- 0, á JJB-vellinum. Sigurinn hefði vel getað verið stærri ef Wigan hefði nýtt færin betur. Paul Jewell, stjóri Derby, segir frammistöðu sinna manna þá verstu sem svokallað úrvalsdeildar- lið hefur sýnt frá upphafi. Með tapinu sló Derby félagsmet með því að leika 21 leik í röð án sig- urs. Paul Scharner og Antonion Val- encia skoruðu mörkin, bæði í síð- ari hálfleik en fram að því sem Wig- an opnaði markareikninginn höfðu leikmenn liðsins fengið aragrúa tæki- færa til þess að skora. Eini maðurinn sem stóð fyrir sínu var Roy Carrol en hann þurfti að verja 16 sinnum þar sem Wigan átti 18 skot á mark Derby. Það er ekki á hverjum degi sem Wig- an getur boðið upp á jafnmörg skot á markið og fengu þeir þar með nasa- þefinn af því hvernig það er að vera stórlið sem leggur andstæðinginn. Wigan-menn þurfa væntanlega ekki að hafa aftur jafnlítið fyrir sigri á þessari leiktíð. Paul Jewell dró ekkert úr, þegar hann lýstí slakri frammistöðu sinna manna. „Frá því upphafsflautið gall vorum við verri. Það er langur veg- ur frá því að við séum nægilega góð- ir til þess að vera í úrvalsdeildinni. Við töpuðum 1-4 fyrir Preston og gegn Sheffield Wednsday vorum við skelfilegir, en frammistaðan í dag var eins og í þessum Ieikjum. Að spila svona er hreinlega til skammar. Ekki vegna þess að ég var að koma aft- ur til Wigan heldur vegna þess að áhorfendur Derby eiga betra skilið. Fjöldi leikmanna minna á ekki skilið að vera í deildinni. Venjulega ver ég mína leikmenn, en það er ekki hægt í þetta skiptið," segir Jewell. Steve Bruce stjóri Wigan var kát- ur í leikslok. „Við erum á réttri leið og áttum sigurinn skilið í dag," segir Bruce. vidar@dv.is Evrópukeppnin hjálpar þeim á Englandi Phil Jagielka leikmaður Everton segir að gott gegni liðsins (Evrópukeppni félagsliða hafi hjálpað liðinu heimafyriren Everton hefur spilaðvelá þessari leiktíð. „Sjálfstraustið eykst þegar þú vinnurleiki eins og við.Við höfum skorað átta mörk i síðustu tveimur Evrópuleikj- um og förum glaðir heim og hlökkum til að fara á æfingar. Sjálfstraustið er mjög mikið núna, ef við höldum áfram að hala inn stig í deildinni og gengið verður gott í Evrópu verður þetta frábærttímabil. Efþér gengurvel í Evrópu mun þér ganga vel heima fyrir, dæmin sanna það. Við virðumst höndla þetta sem er þara frábært," sagði Jagielka. United vill fá Fabiano Njósnararfrá Manchester United voru í Barcelona um síðustu helgi til að horfa á Espanyol taka á móti Sevilla. Njósnararfrá Manchester Untied voru að fylgjast með Luis Fabiano en talið r eraðSir Alex Ferguson stjóri Manchester United vilji fá Fabiano í sumar. Fabiano hefur skorað yfir 30 mörk frá því í ágúst og hefur hreinlega farið á kostum. Hann hefur verið lykilmaður í liði Sevilla sem hefur unnið fimm titla frá því í mai árið 2008. Klásúla í samningi Fabianos segir að hægt sé að kaupa hann fyrir 8 milljónir punda. Chelsea vilja halda Lampard og Drogba Peter Kenyor stjórnarformaður *• Chelsea segir að liðið vilji halda þeim Frank Lampard og Didier Drogba í röðum félagsins. Lampard hefur verið orðaður við Barcelona og Juventus en Drogba hefur verið orðaður við Barcelona og AC Milan að undanförnu. „Frank hefur sagt að hann vilji vera áfram, báðir aðilar hafa ákveðið að ræða ekki um þetta fyrr en tímabilið klárast. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum, hann erfrábær leikmaður sem við viljum hafa í okkar röðum. Drogba hefur sagt að það hafi verið mistúlkað þegar hann sagðist vilja fara, Drogba á tvö ár eftir af samningi sínum og það er engin ástæða til þess að hann ætti að fara frá Chelsea. Við viljum halda áfram að vera sigursælir og þú sérð okkkur áfram á félagaskiptamarkaðinum en við viljum að unglingastarf okkarfari að skila, árið 2009 og 2010 munu fyrstu leikmennirnir koma og sanna sig," sagði Kenyon. Corluka grét næstum því Vedran Corluka leikmaður Manchester City og Króatíu segist hafa verið nálægt því að fara að gráta þegar samlandi hans Eduardo da Silva fótbrotnaði í leiknum gegn Birmingham.„Ég var mjög svekktur af því að Eduardo er vinur minn, þegar ég sá hvað gerðist langaði mig að fara að gráta af því að hann er frábær drengur og á þetta ekki skilið. Ég vil ekki tala um tæklinguna af því að leikmaðurinn gerði þetta ekki viljandi, þetta gerðist bara. Ég er bara svekktur af þvf að Eduardo átti þetta ekki skilið, leikmaðurinn fór í tækling- una en ég held að hann hafi ekki viljað að þetta gerðist," sagði Corluka. 60% MEÐ BOLTANN 40% 13 SKOTAÐMARKI 10 6 SKOTÁMARK 2 2 RANGSTOÐUR 0 10 HORNSPYRNUR 2 8 AUKASPYRNUR 16 0 GULSPJOLD 1 0 RAUÐSPJÖLD 0 ÁHORFENDUR: 20,176 WIGAN Kirkland, Melchiot, Boyce, Schamer, Edman (Koumas 90), Valencia, Brown, Palacios, Kilbane, Heskey (Bent 90), King (Sibierski 85). DERBY Carroll, Leacock (Todd 46), Stubbs, Moore, McEveley, Fagan, Ghaly (Sterjovski 62), Savage, Pearson (Villa 57), Bames, Miller. MADUR LEIKSINS Kenny Miller, Derby

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.