Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 Sport PV Hjálpa Gascoigne BæðiTottenham og Newcastle ætla að styðja Paul Gascoigne í veikindum hans. Gascoigne var handtekinn og færður í gæslu lögreglu í seinustu viku samkvæmt reglum sem heimila handtökur geðsjúkra.„Paul erhlutiafsögu Tottenham Hotspur og við ætlum að hjálpa honum og fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímumsagði ■ Jonathan Adelman, formaður hjálparsjóðsTottenham.„Hann var frábær leikmaður, ekki bara fyrir Spurs heldur líka landsliðið og sjóðnum var komið á fót af félaginu til að syðja leikmenn sem þurfa á því að halda. Newcastle United hefur Ifka haft samband við fjölskyldu Paul og við erum í sambandi við það til að meta hvernig við ætlum að styðja hann." Zlatan tæpur Zlatan Ibrahimovic leikmaður Inter Milan á við meiðsli að strfða í hné. Ibrahimovic hefur verið gagnrýndur af ítölskum fjölmiölum að undanförnu vegna slakrar frammistööu f fyrri leiknum gegn Liverpool f 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Anfield, en Intertapaði leiknum eins og flestir vita 2-0.„Zlatan hefur ekki verið f sfnu besta formi uppá síökastið. Hann hefur átt við hné meiðsli að strfða upp á sfðkastið en hefur bitið á jaxlinn undanfarnar vikur. Þess vegna er ég ákaflega ósáttur við alla þá gagnrýni sem ég hef lesið síðustu daga."segir Roberto Mancini þjálfari Inter. Þátttaka Ibrahimovic f seinni leiknum gegn Liverþool 11. mars er langt frá þvf að vera örugg.„Viö höfum lagt leikinn við Liverpool til hliðar því við höfum ekki efni á að hugsa um þann leik núna." segir Mancini.„Ég spilaði fýrir Sampdoria í 15 ár, og það voru 15 mikilvæg ár. Þeir eru á góðri siglingu og eru mjög sterkir á heimavelli þannig að þetta verður mjög erfiðurleikur fyrirokkur. Ég held líka að völlurinnséekki f góðu ásigkomulagi og svo hafa þeir Cassano sem hefur verið að spila virkilega vel,“segir Mancini að lokum. Woodgate sáttur Jonathan Woodgate, sem var hetja Tottenham f úrslitum deildarbikarsins segir að Juande Ramos, knattspyrnu- stjóri félagsins eigi stóran þátt í velgengni liðsins. Woodgate skoraði úrslitamarkið í dag á fjórðu mfnútu framlengingar.„Hann erfrábær þjálfari. Hann hefur unnið til verðlauna á Spáni og hefur nú unnið til verðlauna með Tottenham," sagði Jonathan Woodgate. Woodgate gekk til liðs við Tottenham frá Middlesbrough í síðasta mánuði. Þetta var hans fýrsta mark fyrir félagið. „Ég get ekki lýst því hvaö það var frábært að skora þetta mark. Þetta var ein besta tilfinning sem ég hef fundið." Gus Poyet, aðstoðarþjálfariTottenham sagði að sjálfstraustið í hópiTottenham manna væri frábært um þessar mundir. „Við þurftum að gera betur en Chelsea og mér fannst við vera örlítið betri auk þess höfðum við aðeins meiri trú á þessu. Þetta lið (Tottenham) er ótrúlegt. Ég vona að þetta sé bara byrjunin á því sem koma skal," sagði Poyet. Jonathan Woodgate hefur aðeins verið í herbúðum Tottenham í rúman mánuð en skráði sig á spjöld sögunnar með sigurmarki í uppbótartima í úrslitaleik deildarbik- arsins. W00DGATE VAR HETJANÁWEMBLEY skýjunum eftir leikinn. „Mér fannst við vera betra liðið, ég held að allir geta verið sammála því að við höf- um sýnt um hvað Tottenham snýst. Chelsea eru mjög erfiðir að spila vel, þeir voru meistararnir og sýndu það í dag að þeir eru með gríðarlega sterkt lið en mættu bara ofjörlum sínum í dag. Ég er ekki vanur því að fara fram í fríspörkum en ákvað að fara og ég náði að stinga höfðinu í hann," sagði Woodgate hinn glaðasti eftir að hafa tryggt Tottenham fyrsta titilinn í níu ár. Stoltir að komast í úrslit Avram Grant stjóri Chelsea var gríðarlega svekktur í leikslok en var stoltur af því að komast í úrslit- in. „Þú átt aldrei skilið að sigra í úr- slitaleik, annaðhvort sigrarðu eða tapar. Mér fannst Tottenham ekki vera inni í leiknum í síðari hálfleik fyrr en að þeir skoruðu markið. Þeir voru ekki að skapa færi og við vorum með boltann og vorum alltaflíklegir. Fyrra mark þeirra kom úr vítaspymu og það seinna eftir fast leikatriði, þetta er gríðarlega svekkjandi. Leik- mennirnir eru mjög svekktir af því að þeir hafa lagt mikið á sig til að komast í úrslitin og við erum stoltir af því að vera héma. Við eigum samt ennþá möguleika í deildinni, Meist- aradeildinni og í bikamum og verð- um að einbeita okkur að því,"sagði Avram Grant. ast linnulaust en náðu ekki að koma boltanum framhjá Paul Robinson sem varði vel á ögurstundum. Sýndu hvaðTottenham snýst um Jonathan Woodgate sem skor- aði sigurmarkið í framlenginu var í HÖRÐURJÓNSSON blaöamcidurskrifar: sport(g>dv.is Tottenham og Chelsea mættust í fyrsta úrslitaleiknum í deildarbik- arnum sem fór framm á nýja Wem- ley. Avram Grant stjóri Chelsea og Juande Ramos stjóri Tottenham eiga það sameiginlegt að hafa tekið við liðinu nú á þessari leiktíð og var þetta því fyrsti titílinn sem þeir gátu skilað í hús. Leikmenn Tottenham byrjuðu leikinn af miklum krafti og átti Robbie Keane gott skot að marki Chelsea en fyrirliðin, John Terry náði að henda sér fyrir boltann og bjarga í horn. Fyrsta mark leiksins leit hins- vegar dagsins ljós þegar sex mínútur voru til leiksloka, leikmenn Chelsea fengu þá aukaspyrnu fyrir utan teig og Didier Drogba tók spymuna og gerði engin mistök og setti boltann yfir vegginn og í markið og staðan 1- 0 fyrir Chelsea í hálfleik. Fátt markvert átti sér stað fram- an af síðari hálfleiknum en þegar 28 mínútur voru eftir af leiknum setti Juande Ramos bakvörðinn Pacal Chimbonda útaf og setti Tom Hudd- lestone inná, Chimbonda var ekki parsáttur með skiptinguna og rauk beint inn í búningsklefa og huns- aði liðsstjóra Tottenham. Ramos vissi nákvæmlega hvað hann var að gera því aðeins átta mínútum síð- ar jafnaði Dimitar Berbatov leikinn. Aðstoðardómari leiksins dæmdi spyrnuna þegar hann tók eftir því að Wayne Bridge hefði fengið bolt- ann í höndina, Búlgarinn knái steig á punktinn og gerði engin mistök, hann setti Petr Cech í vitlaust hom og setti boltann laust í hitt hom- ið, frábært víti frá frábæmm leik- manni. Niðurstaðan var jafntefli þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að grípa tíl framlengingar á Wembley. Þegar fjórar mínútur voru búnar af framlengingunni tók Jermain Jen- as aukaspyrnu úti á hægri vængn- um, spyman var hin þokkalegasta en Petr Cech ætlaði sér að slá boltann í burtu en sló hann í höfuðið á Jonat- han Woodgate sem var ekki í vand- ræðum með stýra knettinum í netið. Það sem eftir var af framlenging- unni sóttu leikmenn Chelsea nán- Norberto Solano tryggði West Ham sigur á Fulham. ÓLÖGLEGT SIGURMARK SOLANO West Ham lagði Fulham verð- skuldað á Craven Cottage 0-1. Þetta var sjötti útisigur liðsins á leiktíðinni og verður það að teljast býsna gott. Heimavallarform liðsins hefur kom- ið í veg fyrir að West Ham sé í barátt- unni um Evrópusæti. Hamrarnir höfðu undirtökin í leiknum framan af. Boa Morte og Carlton Cole gerðu sig lfklga til þess að skora en allt kom fyrir ekki. Fabio Capello var á áhorfendabekkjunum en fátt var í boði til að gleðja auga knattspyrnuunnandans. í síðari hálfleik batnaði leikur liðanna. Martin Bullard leikmaður Fulham sem nýlega hóf að leika eft- ir alvarleg meiðsli, stýrði miðjunni af röggsemi, án þess að Fulham hafi náði að skapa sér nægilega góð færi. Sigurmark West Ham, orkaði tví- mælis. Boltinn barst til Norberto Solano inni í teig. Anti Niemi fór á móti og náði tíl boltans, en Solano tæklaði knöttinn úr höndum hans. f kjölfarið barst knötturinn í höndina á Solano og í netíð. Lokatölur urðu 1-0 og Roy Hod- gon framkvæmdastjóri Fulham var virkilega vonsvikin eftir ólöglegt sig- urmark West Ham. „Ég er búinn að sjá atvikið í sjónvarpinu og þetta var klárt brot og markið hefði átt að vera dæmt af. Þú átt ekki að segja skoð- un þína þessa dagana, en ég get ekki orða bundist. Þetta var slæm leið til þess að tapa stigi en við áttum stíg- ið skilið að mínu mati. Ef þú mót- mælir ekki slíku marki hefur þú eng- an áhuga á því að vinna leild," segir Hodgon Alan Curbishley sagðist ekki hafa séð atvikið nægilega vel þegar sigur- markið var skorað. „Þar sem ég sat virtist þetta vera í lagi. Ég er samt ekki viss. Liðin voru svipuð að getu og það var lítið um færi. Því breytti ég um taktík og við náðum sigrinum. Það er frábært fyrir okkur," segir Cur- bishley. vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.