Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Síða 28
28 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008
Fókus DV
IQNV-SNVa e VlAISISVd 'Z n)8d3S!aVdD139 l :«OAS
FOR LAUGHS
MerkUegt með þau í Vesturporti; það
er eins og þau hafi mun meiri áhuga
á eldri kynslóðunum en sinni eigin.
í fyrra sýndu þau á Nýja sviði Borg-
aríeikhússins rómantíska söngva-
sápu af elliheimili, sem sagt kynslóð
afa og ömmu; þetta hefur runnið
ljúflega ofan í liðið og gengur enn.
Nú kemur næsta sápa og hún er um
hippana og '68-kynslóðina, pabba
og mömmu sem sé. Handritið er
byggt á frægri kvikmynd Svíans Lu-
kas Moodysson, Tillsammans, sem
lýsir lífinu í sænskri kommúnu um
miðjan áttunda áratuginn.
Vandinn við að slá í gegn er að
fylgja sígrinum eftir. Vesturport sló
eftirminnilega í gegn með Rómeó
og Júlíu og fýlgdi þeim sigri vel eft-
ir með Woyzeck. Hamskiptin voru
að mínum dómi mun síðra verk - og
nú hefur virkilega slegið í bakseglin
hjá þeim. Það er djarft tiltæki að gera
leiksýningu eftir mynd eins og Till-
sammans, mjög djarft - og, sannast
sagna, frekar út í bláinn. Tillsamm-
ans er í fyrsta lagi afar sænsk mynd
sem náði því fr ábærlega vel að fanga
hinn sérstaka anda tímabilsins. f
öðru lagi tekst Moodysson að halda
einstaklega góðu jafnvægi á milli
þess broslega og aivarlega í sögunni
- mestan hluta myndarinnar, hann .
fer kannski soldið út af sporinu í lok-
in. Auðvitað var þetta hreint gervi-
líf sem hippamir og róttækiingamir
lifðu í kommúnum sínum, þar sem
allir áttu að eiga allt saman, allir að
elska hver annnan, bæði andlega og
líkamlega, og sjálfsagt mál að stunda
alls kyns tilraunastarfsemi í þeim
efhum. Svo áttu bömin að alast upp
til algers frelsis, nema auðvitað varð
að innræta þeim strax andúð á kapít-
alismanum, uppsprettu alls Uls. Vart
þarf að taka ff am að unga fólkinu var
heilög alvara með þessari uppreisn,
þó að menn væm misjafnlega „pól-
itt'skt meðvitaðir", eins og gengur;
sumir vildu framkvæma byltinguna
með blómum, aðrir með byssum -
og það undir eins.
Allt þetta sýnir Moodysson á bæði
háðskan og elskulegan hátt. Hann
þekkir sitt heimafólk, sér í gegnum
það um leið og hann hefur samúð
með því. Þó að allir þykist vera og
ímyndi sér að þeir séu „tillsammans",
eru þeir í raun og vem einir og sam-
bandslausir og heiti myndarinnar
því fullkomlega írónískt. Undirtóni
hennar verður eiginlega best lýst
með sænska orðinu „tristess" ekki
síst eftirminnilegum kynlífsatriðun-
um sem em með því betra sem mað-
ur hefur séð af því tagi í bíó: dapurleg
og fyndin í senn. Og allt leikið á lágu
nótunum, temprað, realistískt, ger-
samléga laust við ýkjur. Það kunna
nefnilega sænskir leikarar, af því þeir
hafa leiklistarskóla sem kenna þeim
það, skóla sem hafa aldrei misst
sjónar á hinum realistíska þætti í
þjálfun leikarans, þó menn hafi auð-
vitað einnig tekið inn alls kyns önn-
ur áhrif. Hér stöndum við á miklu
veikari gmnni að þessu leyti og alltof
algengt að leikarar missi sig út í yfir-
borðsmennsku, göslist áffam nán-
ast eins og þeir hafi aldrei heyrt tal-
að um „undirtexta", svo ég noti þekkt
hugtak úr fræðunum sem ekki verð-
ur útskýrt hér. Og leikstjórarnir ann-
að hvort ráða ekki við þetta eða -
sem mann gmnar stundum - finnst
það bara allt í lagi.
Því miður er það eitthvað þess
háttar sem virðist hafa gerst hér.
Ólíkt kvikmyndinni er Kommúnan
að miklu leyti einungis hrá kómedía,
ÁN ÞESS ÞÓ að leikið sé meðvitað og
markvisst á kómíldna. Sýningin bara
reikar einhvern veginn stefnulaust á
milli realisma og gamanleiks, eins og
enginn hafi gert upp við sig hvorum
megin ætti að lenda. Þarna er ein-
valalið leikara sem fæstir sýna neitt
nýtt og flestir geta gert mildu betur.
Árni Pétur og Atli Rafn vom raunar
áberandi betri en Ólafur Darri eða
Nína Dögg sem náði ekki að sýna
neitt annað en fýlu og frekju lesbí-
unnar sjálfskipuðu. Langbestur og
sá eini sem nær að draga fram eitt-
hvað sorglegt og sárt af einlægni og
hófstillingu er Rúnar Freyr í túlkun
sinni á drykkfellda eiginmanninum
sem sér á eftir konu sinni og böm-
um inn í kommúnuna. Rúnar Freyr
er vaxandi leikari; hann getur stolið
senu með látbragði og svipbrigðum
einum saman og gerði það þama á
meðan aðrir voru á fullu í einhveiju
öðm. Því hér em menn, sýnilega
með fullri velþóknun leikstjórans,
langoftast „playing for laughs" eins
og það heitir á því tungumáli sem
leikendur em að bögglast við að taia
mikinn hluta sýningarinnar sam-
hliða móðurmálinu. Er það svona
túristaenska sem Vesturport ætlar
að fara með til útlanda sem ffam-
lag íslendinga til heimsleiklistar-
innar? Ekki er að efa að íslenskum
áhorfendum finnst spennandi að sjá
heimsffæga filmstjömu á íslensku
KOMMÚNAN ★★
LEIKSTJÓRI: Gísli Örn Garðarsson
LEIKMYND: Börkur Jónsson
BÚNINGAR: Ríkey Kristjánsdóttir
&
Vesturport i samstarfi
við L.R. á Nýja sviði
Borgarleikhússins
LEIKHUSDOMUR
sviði og Gael Garcia Bemal er aug-
ljóslega einnig fi'nn sviðsleikari og
alveg trúverðugur í því sem hann.
gerði. Reyndar er þetta ekki í fyrsta
skipti, ég má til með að skjóta því
að ef einhver skyldi halda það, sem
frægar stjömur gista íslensk leiksvið;
hingað komu á árum áður merkir
norrænir stórleikarar og léku á móti
okkar fólki í Iðnó og Þjóðleikhús-
inu: Adam Poulsen, Poul Reumert,
Gerd Grieg og Tora Seglecke - ef þau
nöfn segja nokkrum nokkuð í dag.
En þessir miklu norrænu listamenn
gáfu íslensku leikhúsi innspýtingu
sem við eigum kannski enn í dag
meira að þakka en við gemm okkur
grein fyrir.
Ég sagði hér í upphafi að mér
fyndist út í bláinn að gera íslenska
leiksýningu upp úr Tillsammans.
Kvikmyndin er öllum tiltæk á víd-
eói og DVD og Gísli Öm reynist engu
hafa við hana að bæta; þær breyt-
ingar sem hann gerir - eins og að
fella burt nágrannafjölskylduna sem
gegnir stóm hlutverki í myndinni
- em síst til bóta og virðast ffem-
ur knúnar fram af ytri aðstæðum
en sjálfstæðri listrænni sýn á efni-
viðinn. Ef mönnum fannst þetta
efhi svona áhugavert, af hveiju var
þá ekki íslenskur höfundur feng-
inn til að skrifa leikrit út frá íslenskri
reynslu? Jón Atli hefði til dæmis get-
að spreytt sig; er hann ekki alltaf
að vinna eitthvað með grúppunni?
Hér vom líka kommúnur og hippar
- sá ekki betur en gömlum fulltrú-
um þeirra brygði fýrir bæði á svið-
inu og í salnum síðastliðinn fimmtu-
dag, þegar leikurinn var opinberlega
ffumsýndur. Hann hafði þá reynd-
ar verið „forsýndur" nokkrum sinn-
um, að mér skilst, án þess það hefði
sldlað nokkm umfram það sem hér
gengur og gerist, svo séð yrði.
Það hefur verið gleðilegt og
spennandi að fylgjast með Vest-
urportsliðinu undanfarin ár. Þau
hafa yfirleitt verðskuldað þær við-
tökur, sem þau hafa fengið bæði
hér heima og erlendis, og það
var sérlega ánægjulegt hvað Gísli
örn stóð sig vel sem leikari á sviði
breska þjóðleikhússins í sumar, þó
að breskir kollegar mínir væru ekk-
ert að hampa honum um of. En nú
er, sem fýrr segir, komið að því sem
örðugast er: að missa ekki damp-
inn, slá ekki af kröfunum, standa
undir væntingunum, halda fram á
við, halda áfram að segja okkur eitt-
hvað nýtt, snerta tilfinningar okkar
(líka þær sem við viljum stundum
helst ekki vita af), sýna okkur eitt-
hvað sem hefur víðtæka mannlega
skírskotun, kafa dýpra, stækka svið-
ið, verða betri og öflugri listamenn.
Svona leikhúsfroðu er að finna úti
um allt, það veistu eins vel og ég,
Gísli örn. Og þú mátt líka vita að
það er annað og meira sem við ætl-
umst til af þér og þínu fólki.
Jón Viðar Jónsson
HVAÐ VEISTU?
1. Hvar verður lokakeppni EUROVISION-söngvakeppninnar haldin í vor?
2. f þágu baráttunnar gegn hverju voru tónleikarnir sem BUBBIMORTHENS stóð fyrir á
dögunum?
3. Hvað kallast febrúarsýning fSLENSKA DANSFLOKKSINS sem frumsýnd var um helgina?
Framsetning síðarnefhdu þáttanna
var til fyrirmyndar; snaggaraleg frá-
sögn af lffi og störfum Faulkners sem
reglulega var brotin upp, til dæmis
með áliti annarra á höfimdinum eða
hljóðupptökum með Faulkner sjálf-
um. Framsetningin og stíllinn á þætti
Gunnars var alltof uppskrúfuð og stirð
fyrir minn smekk. Frásögn Gunn-
ars var eins og löng andlátstilkynn-
ing og uppbrotin, til dæmis lestur
jjrota úr bókum Hamsuns, alltof löng.
Eftír hlustunina hef ég ekki nokkurn
áhuga á að heyra fyrri þáttinn og segir
það meira en mörg orð. Gunnar gæti
■Vafalítið lært margt af því að fá lán-
aðar upptökumar af þáttum kollega
síns. Þó er ég aðeins fróðari en áður
um Hamsun og fyrir það fær Gunnar
þessa einu stjömu.
Kristján Hrafn Guðmundsson
STERKASTA
KEPPNIN
Það er ljóst að úrslitakvöldið í
Laugardagslögunum sem fór fram
um helgina er eflaust eitt það sterk-
asta frá upphafi. Öllu var til tjaldað
og mér fannst það heppnast nokkuð
vel.
Allir flytjendurnir gerðu sitt allra
besta og það var í raun enginn sem
olli mér neinum vonbrigðum. Þvert
á móti gat ég eiginlega séð öll lögin
sem tóku þátt fyrir mér á sviðinu í
Belgrad.
LAUGARDAGSLÖGIN
★★★★
SJONVARPSDOMUR
Fyrir úrslitin hafði ég spáð This is
my life sigri. Einfaldlega vegna þess
að eftir að Palli komst með puttana í
lagið gjörbylti hann því og gaf því allt
sem það vantaði áður. Þá var lagið
líka óaðfinnanlega sungið hjá Reg-
ínu og Friðriki.
Það var hins vegar Dr. Spock sem
vann hug minn allan. Ég kaus lagið þó
nokkmm sinnum og hefði virldlega
viljað sjá það fara áfr am. Sviðið var
algjörlega þeirra og dýrslegur kraftur
sveitarinnar sldlaði sér ótrúelga vel.
Mikið hefur verið talað um hvort
eyða eigi öllum þessum peningum í
forkeppnina en eftir að hafa séð úr-
slitin og fylgst vel með í vetur finnst
mér það hið besta mál. Þegar upp er
staðið hafa Laugardagslögin hleypt
lífi í skammdegið og sameinað þjóð-
ina við skjáinn. Það hefði samt mátt
sleppa undanúrslitunum, stytta
þetta aðeins og nota þá peninga í
eina leikna þáttaröð eða svo.
Ásgeir Jónsson
STIRÐUR
HAMSUN
Þáttaröð Eiríks Guðmundssonar
um bandaríska rithöfundinn Willi-
am Faulkner á Rás 1 á dögunum
var afbragðsgóð. Þar teiknaði hann
upp athyglisverða og glögga mynd
af þessum margbroma höfundi. í
gær hlustaði ég á síðari þátt Gunnars
Stefánssonar um norska rithöfund-
inn Knut Hamsun á sömu rás. Það er
skemmst frá því að segja að ég gat vart
haldið mér vakandi yfir þætti Gunn-
ars á meðan þættir Eiríks ríghéldu.
KNUTHAMSUN
★ ★★★
UTVARPSDOMUR