Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Side 29
DV Fólkið
MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 29
t>JALFA
HEILASTARFSEMINA
Magnús Gröndal, söngvari We Made God, er í skýjunum eftir 4 stjörnu dóm í tónlistartímaritinu Q:
4 STJÖRNUR í Q
„Við erum ekkert smá ánægðir með
þetta," segir Magnús Bjöm Gröndal,
söngvari We Made God, um frábæran
plötudóm sem sveitin fékk í breska tón-
listartímaritinu Q Magazine. Platan As
We Sleep, sem er frumraun sveitarinn-
ar, fékk fjórar stjörnur af fimm í þessu
heimsþekkta og virta tónlistartímariti.
„Platan er ekki einu sinni komin út
en strax farin að fá svona dóma," seg-
ir Magnús himinlifandi en þeir félag-
ar eiga von á fyrsta upplagi plötunnar
eftir tvær vikur. Að sögn Magnúsar var
það ritstjóri rokkblaðsins Kerrang!, Paul
Brannigan, sem skrifaði dóminn en
hann sá hljómsveitina á Airwaves 2006
og gaf henni fjögur K af fimm. „Paul rit-
stýrir Kerrang! en einu skrif hans eru
tónlsitardómar í Q." f dómi sínum lýsir
Paul sveitinni meðal annars sem blöndu
af Sigur Rós og Deftones auk þess sem
hann lofsamar söngrödd Magnúsar.
We Made God vakti fýrst á sér at-
hygli þegar sveitin lenti í þriðja
sæti Músíktilrauna árið 2006 en þá
var Magnús einnig valinn efnileg-
asti söngvarinn. Fram undan seg-
ir Magnús vera stíft tónleikahald hér
heima sem og hugsanlega erlendis.
„Það skýrist allt á næstu dögum hvort
við erum að fara til Bretlands," segir
Magnús að lokum.
asgeir@dv.is
We Made God Fyrsta
plata sveitarinnar er
væntanleg eftirtvær vikur.
FRUM-
Einn alharðasti Rolling Stones-aðdáandi á íslandi,
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi,
útskrifaðist með fyrstu einkunn í opinberri
stjórnsýslu frá Háskóla íslands á laugardag.
Ólafur er hæstánægður með námið og árangur-
inn og segir að nauðsynlegt sé fyrir alla að
þjálfa heilastarfsemina. Hann hóf námið árið
2004 og segir að vandasamast hafi verið að finna
tíma til þess að klára ritgerðina.
„Mér skilst að það hafi mátt sjá mig skælbrosandi í sjónvarpinu á út-
skriftarathöfninni," segir Ólafur Halgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi,
sem á laugardag útskrifaðist með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu
frá Háskóla íslands. Ólafur útskrifaðist með fýrstu einkunn, en er tregur til
þess að gefa upp nákvæmar tölur. „Það er ómögulegt að vera að monta
sig," segir hann.
Ólafur Helgi hóf námið fyrir fulla alvöru haustið 2004
og lauk svo allri setu á skólabekk vorið 2006. „Svo var
þetta bara spurning um að finna sér tíma til þess að
klára ritgerðina. Meiningin var náttúrulega að taka
árið í þetta, en hún kláraðist þó að lokum," segir Ól-
afur. „Svona nám á það óhjákvæmilega til að taka
lengri tíma hjá fólki sem er í fullri vinnu, og ég
hreinlega dáist að ungu fólki sem heldur úti fjöl-
skyldu, er í mikilli vinnu og stundar framhaids-
nám á sama tíma." ,
Ólafur er ánægður með námið og segir að
það muni nýtast sér vel í starfinu. „Þetta er
mjög gott nám fýrir þá sem starfa í stjórn-
sýslunni. Ég hef starfað í þessum geira síð-
ustu þrjátíu árin. Fyrst sem fulltrúi sýslu-
mannsins á Selfossi. Þaðan lá leiðin vestur
á firði, þar sem ég var skattstjóri í rúm sjö
ár og svo sýslumaður í tíu ár til viðbótar."
Eftir dvölina á Isafirði snéri Ólafur aftur
á Suðuriandið og er nú sýslumaður í Ár-
nessýslu, með umdæmi ffá Lidu kaffi-
stofunni og austur að Þjórsá. Nám-
ið sem Ólafur lauk á laugardaginn er
svokallað MPA-nám. „Það er mikil-
vægt að rugla þessu ekki saman við
MBA-námið sem margir hafa sótt
síðustu árin," segir Ólafur.
Ólafur er himinlifandi með
áfangann og segist eiga marg-
ar góðar minningar úr náminu.
Bæði kennarar og samnem-
endur hafi verið til stakrar fyr-
irmyndar. „Það er alveg nauð-
synlegt fyrir alla að þjálfa
heilastarfsemina og koma í
veg fyrir stöðnun," segir sýslu-
maðurinn, sem er kannski
þekktastur fyrir brennandi
áhuga á rokksveitinni Rolling
Stones. sigtryggur@dv.is
RAUNIN
SÁ UÓTI
Kristín Eysteinsdóttir leikstýrir >-
nú sínu fýrsta verki á fjölum Þjóð-
leikhússins, leikriti sem heitir Sá
ljóti, en hún hefur vakið athygli
fyrir vandaðar og ffumlegar upp-
setningar, meðal annars í Hafhar-
fjarðarleikhúsinu. Nýlega hófust
æfingar á verkinu, sem er eftir
Þjóðverjann Marius von Mayen-
burg, á Smíðaverkstæðinu en það
verður ffumsýnt í apríl. Leikarar
í sýningunni eru einnig ungir og
upprennandi: Dóra Jóhannsdótt-
ir, Jörundur Ragnarsson, Stefán
Hallur Stefánsson og Vignir Rafn
Valþórsson.
Kvikmyndin Heiðin eftir Einar Þór
Gunnlaugsson verður frumsýnd
14. mars. Einar skrifar bæði handrit
myndarinnar og leikstýrir en þetta
er hans fyrsta kvikmynd. Einar hefur
lýst myndinni sem álíka íslenskri
og Vamajökli þó svo að hugmynd
hennar sé byggð á sögu Abrahams
og fsalcs úr Gamla testamentinu.
Aðalleikarar í myndinni eru Jóhann
Sigurðarson, Gísli Pétur Hinriksson,
Ólafur S.K. Thorvaldsson, Guðrún
Gísladóttir og fsgerður E. Gunn-
arsdóttir, sem hefur gert það gott í
Stundinni okkar að undanförnu.
SÝSLUMAÐUR Á SICÓLABEKK
NAUÐSYNLEGT
HEIÐIN
ÍMARS