Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.2008, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2008 Síðast en ekkisíst DV SANDKORN BÓKSTAFLega í. . «r HINN DAGINN „Það var eitthvað ljóðrænt við þessi úrslit," ■ Dr. Gunni á blogginu. Lag doktorsins og hljómsveitarinnar Dr. Spock endaði í þriðja sæti I kepninni um Evróvisjónlag (slands þetta árið. „Égvara menn við að gera sér allt ofháar hug- myndir í því efni. ■ Geir H. Haarde forsetisráðherra á visir.is um frumvarp um hugsanlegar J bætur til vistamanna á Breiðavík. „Við stóðum tarna í hvítu drtlunum í n'fandi roki yrir utan drkjuna og vorum að reykja." ■ Eiríkur Jónsson rifjar upp fermingardaginn í DV. ,Hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á því. Er líka meinilla við nálar." ■ Egill Gillzenegger hefur aldrel fengið sér tattú og greinir frá þv( I viðtali við DV. „Þetta var heppilegt að því leyti að slöKkviliðið var í húsinu. Við þurftum því ekki að hringja í það," ■ Eyþór Leifsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Eldur kom upp í þurrkara á slökkvistöðinni við Skógarhlíð á föstudag, eins og greint er frá ( fréttum DV. „Við sjáurri þetta hérna svart á hvítu, þó þetta sé ílit." ■ Heimir Karlsson lýsir broti ( þættinum 4-4-2 á Sýn 2. „Við höfum séð í vetur að ríkisstjórnin er ekki einhuga um neitt, nema hve djúpt traust og mikill kærleikur ríki milli forystumanna ílokkanna. Þeir eru ósammála um eiginlega allt annað." Hrafn Jökulsson lýsir samstæðri ríkisstjórn ( Viðskiptablaðinu þann 22. febrúar. „Vonskuveður er enn á svæðinu en ölduhæð þar er tíu metrar á sekúndu". ■ Mælieiningar skoluðust til I fréttaflutningi á visir.is (síðustu viku. Ölduhæðin hefur væntanlega verið 600 metrar á mlnútu. ■ Skápurinn sem Annþór Karlsson fannst í eftir að hafa flúið úr gæsluvarðhaldi lög- reglunnar um síðustu helgi var staðsettur í Urðarholti í Mosfellsbæ. Þetta kem- ur fr am í Mosfellingi, bæjarblaði Mosfells- bæjar. Þar hafði Ann- þór falið sig inni í skáp hjá félaga sínum en í Urðar- holti eru tvær tveggja hæða blokkir og var handrukkarinn gripinn glóðvolgur í annarri þeirra. Það er spurning hvort afmælisveislan sem Annþór ætlaði að halda hafi átt að fara fram í skápnum góða. ■ Þursaflokkurinn hélt unaðs- lega tónleika á Laugardalshöll á laugar- daginn. Þar komu þeir fram ásamt kammer- sveitinni Caput og var uppselt. í síðasta lagi Þursanna, í gegnum holt og hæðir, kom engin önnur en Ragnheiður Gröndal með þeim á svið og gerði mikla lukku. Ragnheiður hefur verið á miklum þeytingi það kvöldið, en hún tók einnig þátt í úrslitakeppni Laugar- dagslaganna senj haldin var í Smáralind. ■ Hinir svokölluðu FM-hnakk- ar eru svo sannarlega ólík- indatól. Sumir virka sem al- gjörir naglar, aðrir virðast fara fram úr rúminu á morgnana til þess eins að fylgjast með lífi Britney Spears og Paris Hilt- on en svo eru líka dúnmjúkir piltar þarna inni á milli. Hvað sem skýrri flokkun á Heiðari Austmann líður virðist hann í það minnsta hafa sitthvað fram að færa í síð- asta flokkn- um. í pistli á bloggsíðu sinni segir Heiðar frá því þegar mamma hans signdi hann alltaf þegar hann var gutti. Svo gerir Heiðar óform- lega könnun á því hverjir signa sig eða börnin sín enn í dag, nú eða fara bara almennt með bænir. Að lokum lætur hann „signunarbænina" fylgja með, ef svo vildi til að einhver væri búinn að gleyma henni. ÞETTA ER SÆTASTI SIGURINN TIL ÞESSA Hvernig væri draumadagurinn í lífi þínu? „Draumadagurinn væri og er að vakna á morgnana og vera heill heilsu. Það er lykillinn að öllu." Hæst glymur í tómri tunni, hvað áttu við? „Þau taka það til sín sem eiga." Hvert er uppáhalds Eurovision- lagið þitt? „Ho, ho, ho, we say hey, hey, hey." Hvenær var ákveðið að fá Pál Óskar inn í dæmið? „Við gerðum útgáfu á ensku, sem Ör- lygur Smári samdi textann við, prufu- texta sem var í raun demóið sem komst inn í keppnina. Svo fórum við að hlusta á það og vissum að þegar við kæmum í þriðja skiþti yrðum við Friðrik Ómar Hjörleifsson vann sinn sætasta sigur til þessa á laugardaginn. Hann undirbýr sig nú fyrir ferðina til Serbíu. Hver er maðurinn? „Friðrik Ómar Hjörleifsson, Öxndæl- ingur." Áttu stóra fjölskyldu? „Já, ég á þrjú systkini, sem eiga orðið fullt af börnum. Ég er orðinn ömmu- bróðir og ég veit ekki hvað." X Hefur þú búið erlendis? „Ekki ennþá, en það styttist í það." Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Öxnadalurinn." Hvað er það besta sem þú borðar? „Ætli ég verði ekki bara að segja pylsa með öllu á Bæjarins bestu." Hver er eftirminnilegasta bókin? „Einn dagur í einu, frá Al-anon." Hver er besta gjöf sem þú hefur fengið? „öll atkvæðin sem Eurobandið fékk á laugardagskvöldið." Af hverju ertu stoltastur? „Ég er stoltastur af því að hafa stofnað Eurobandið. Ætlunarverk okkar tókst og við höfum unnið að því hörðum höndum." Hvert er mesta prakkarastrikið? „Þau eru svo mörg, maður, ég er fer- lega stríðinn og hef það frá mömmu minni." að vera með nýtt. Palli vildi prófa að semja texta sem við leyfðum honum að gera. Okkur leist frábærlega á text- ann og þetta tókst vel upp." Bjóstu við því að sigra? „Þessi síðasta vika var mjög erfið. Ég var betur búinn undir það að vinna ekki, enda hef ég aldrei sigrað í svona keppni áður. Þetta er sætasti sigur sem ég hef tekið þátt í." Hvernig verður undirbúningur- inn fyrir Serbíu? „Við erum öll að fara út að borða í kvöld á Domo og hittum svo forsvars- menn RÚV. Þetta er frábær hópur af fólki. Ég verð svo að heyra í Gillzen- egger til að fá hann til að taka okkur Regínu í gegn í ræktinni. Ég viður- kenni að þeir voru andskoti flottir." Hvað er fram undan? „Er að klára núna George Michael- sjóvið á Broadway, nokkrar sýningar eftir, en það hefur gengið í allan vetur. Svo er Eurobandið að gera plötu sem kemur út áður en við förum út. Við munum spila á klúbbum í Serbíu alla vikuna áður en við keppum. Við erum fyrsta hljómsveitin í sögu Eurovision sem syngur bara Eurovision-lög." Hver er draumurinn? „Draumurinn væri að vera hamingju- samur alltaf."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.