Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008
Fréttir DV
Menn greinir á um hvaö gerist þegar hægist
um í framkvæmdum á íslandi. Ýmsir óttast
aö hugsanlegar uppsagnir komi frekar niöur
á iönaðarmönnum í hærri tekjuþrepum en
þeim lægri. Þorbjörn Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri Samiönar, segist gera kröfu til
íslenskra iðnfyrirtækja um aö þau sýni fé-
lagslega ábyrgð og segi ekki upp réttindafólki.
Árni Jóhannsson hjá Samtökum iönaöarins
segir framkvæmdainnspýtingu hins opinbera
á þessu ári koma í veg fyrir verulegan sam-
drátt í byggingariðnaði.
RÓBERT HLYNUR BALDURSSON
bladcimadur skrifar: robert&dvjs
Árni Jóhannsson hjá Samtökum
iðnaðarins óttast ekki að til koll-
steypu komi í byggingariðnaði á
fyrri hluta þessa árs, nú þegar sér
fýrir endann á ýmsum stórfram-
kvæmdum á íslandi. Hann segir
framkvæmdainnspýtingu hins op-
inbera verða til þess að takmarka
hugsanlegan samdrátt í atvinnulíf-
inu.
Fyrirhugað er að framkvæmda-
fé opinberra aðila verði aukið um
25 milljarða á þessu ári miðað
við það síðasta. Þar af vega fram-
kvæmdir hjá Vegagerðinni, Fram-
kvæmdasýslu ríkisins og Orkuveitu
Reykjavíkur þungt. Mörg sveitarfé-
lög landsins leggja mun meira fjár-
magn í framkvæmdir nú en áður og
má þar nefna að fýrirhugaðar ffam-
kvæmdir Hafnarfjarðarkaupstaðar
á þessu ári eru þær mestu ffá upp-
hafi, eða um 6,5 milljarðar króna.
Sömu sögu má segja um fleiri sveit-
arfélög.
Framkvæmdagleðina má einnig
sjá hjá opinberum fyrirtækjum og
stofnunum. Sem dæmi má nefna að
hjá Orkuveitu Reykjavíkur er áætlað
að fr amkvæmdakostnaður verði um
12,5 milljörðum króna meiri nú en
árið áður. Hjá Vegagerðinni verður
aukið við framkvæmdir sem nemur
rúmum 12 milljörðum króna.
í ljósi þessa segir Ámi að sam-
drátturinn verði ekki eins harkaleg-
ur fýrir byggingariðnaðinn og ella
hefði orðið. Þrátt fýrir það eru ýms-
ir aðilar á byggingarmarkaði sem
velta því fyrir sér hvaða áhrif enda-
lok stórframkvæmda muni hafa í
för með sér. Auk þess hefur nokk-
uð hægt á íbúðamarkaði og eru
bankarnir farnir að takmarka út-
lán til fasteignakaupenda verulega.
Vangaveltur eru uppi um að há-
launafólki verði fyrr sagt upp en lág-
launafólki í iðnaðinum.
Dýrt lánsfé
Þorbjörn Guðmundsson, ffarn-
kvæmdastjóri Samiðnar, segist ekld
hafa orðið var við uppsagnir í bygg-
ingariðnaðinum ffam að þessu, en
menn óttist þó vissulega hvað muni
gerast í ffamhaldinu. „Lánsfé er
mjög dýrt á íslandi sem kemur niður
á byggingariðnaðinum ef horft er til
lengri tíma. Ef kemur til niðursveiflu
mun hún að öllum líkindum eiga
sér stað með skörpum hætti og við
gerum þá kröfu til atvinnurekenda
að segja ekki upp réttindamönnum
vegna þess að það kann að reynast
ódýrara," segir Þorbjörn.
Samkvæmt áætlun Samtaka
iðnaðarins voru hátt í 16 þúsund
manns starfandi í byggingariðnaði
á fslandi á síðasta ári, en þeir voru
STARFSMENN f BYGGINGARIÐNAÐIOG MANNVIRKJAGERÐ
ifS ~ — - Ét
20000
15000 -
10000 ■
5000 -
••
Helmild: Hagstofa (slands
í kringum tíu þúsund fyrir tíu árum.
Þar af hafa þúsundir manna starf-
að við stórffamkvæmdir undan-
farin ár, þá einkum og sér í lagi við
smíði Kárahnjúkavirkjunar og ál-
vers við Reyðarfjörð. Þar er um að
ræða starfsmenn sem eru að stór-
um hluta af erlendu bergi brom-
ir og hafa þeir oft og tíðum starfað
við lélegri kjör en gengur og gerist
í byggingarvinnu á fslandi. Þá eru
erlendir starfsmenn í byggingar-
vinnu á höfuðborgarsvæðinu einn-
ig margir.
Kjarasamningar brúa bilið
Vilhjálmur Birgisson, formaður
Verkalýðsfélags Akraness, nefnir í
þessu sambandi hversu mikilvægt
það var að hækka lágmarkstaxta í
FJOLDI
SEM BYI
AÐ BYGGJ
4000 r
3000
2000
1000
0L
r
* *
00 o\
o o
o o
rs ín
Heimild: Hagstofa (slands
* Samkvæmt spá fjármálaráðuneytlsins
Odour Ramases Paul efast um framgang friðarviöræðna í Keníu:
Bíður enn eftir pólitísku hæli
Kraumar undir niðri
Paul segirfriðarviðræðurnar í
Keníu hafa skilað lltlu og þær eigl
enn langtíland.
Odour Rameses Paul, stjómmála-
fræðingur frá Keníu sem búsettur er
hér á landi, hefur sótt um pólitískt
hæli vegna ástandsins í heimalandi
sínu. Hann segist ekki bjartsýnn á
framhald friðarviðræðna í Keníu.
Undanfarið hefur hópur í forsvari
Kofi Annans, fyrrverandi aðalritara
Sameinuðu þjóðanna, verið í milli-
göngu fyrir sáttaumleitanir stríðandi
fylkinga í landinu. Þrátt fyrir opin-
berar yfirlýsingar viðræðuaðila um
að sátt hafi náðst um meginmarkmið
friðarviðræðnanna segir Paul ekk-
ert hafa gengið frekar í þeim efnum.
„Svo virðist sem ríkisstjómin sé ein-
ungis að kaupa sér tíma," segir Paul.
Vikur eða mánuðir geta liðið þar
til Paul fær svör við beiðni sinni um
pólitískt hæli. Paul segir að ríkis-
stjóm Keníu hafi enn ekkert gefið í
skyn um að hún komi til móts við til-
lögur stjórnarandstöðunnar, en þær
miðist meðal annars að því að veita
þingi landsins meira vægi gegn for-
setanum og að sett verði á laggirnar
embætti forsætísráðherra. Paul seg-
ir lögreglu- og hermenn enn beita
ofbeldi gegn andstæðingum stjórn- K
arinnar, en þar sé að miklu leyti um L
ungtfólkaðræða. SjálfumhefurPaul I
verið ráðlagt að hringja ekki heim tíl
fjölskyldunnar sinnar í Keníu vegna
gmnsemda um að símar hennar
gætu verið hleraðir. robenhb@dv.ii