Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 7 Taxtabreytingar minnka bilið Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir nýgerða kjarasamninga minnka ávinning atvinnurekenda af að ráða til sín starfsmenn á lakari kjörum. síðustu kjaraviðræðum. „Þá er minni ávinningur fyrir atvinnu- rekendur að ráða til sín starfs- menn á lægri launum. Taxta- hækkanir milda þessa þróun ef til samdráttar kemur og minnk- ar bilið milli þeirra tekjuháu og þeirra tekjulágu. Þá ber að geta þess að ef Helguvík kemur, eins og allt bendir til að verði, verð- ur það töluverð innspýting íyrir okkur hér," segir Vilhjálmur. Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsa- vfloir og nágrennis, efast um að starfsmönnum í hærri tekju- þrepum verði sagt upp í bygg- ingariðnaði frekar en þeim lægri ef kemur til samdráttar. Hann segist frekar óttast að ráðning- arkjörum sem menn hafi um- fram gildandi kjarasamninga verði sagt upp, sem muni leiða af sér almenna launalækkun á þenslusvæðum þar sem mik- ið hefur verið um yfirborganir. „Það er mikfl niðursveifla í at- vinnulífinu og er full ástæða til að hafa áhyggjur. Auk þess að nú er að mestu lokið við stór- framkvæmdir hefur niðurskurð- ur í aflaheimildum verið mikill. Eitt sem gæti virkað sem mót- vægi við þessu er að menn taki ákvörðun um að byggja álver á Bakka við Húsavík í hvelli," segir Aðalsteinn. Ágústa Eir Gunnarsdóttir, varaformaður Blindrafélagsins, vonar að leiðsöguhundum fyrir blinda fjölgi en nú eru aðeins tveir slíkir á landinu. Fjórar til fimm milljónir króna kostar að þjálfa slíkan hund. Blindrafélagið vill að hundarnir verði flokkaðir sem hjálp- artæki, svo Tryggingastofmm geti tekið þátt í kostnaði. FYRIR LEIÐSOGUHUND BALDURGUÐMUNDSSON bladamadur skrifar: „Það kostar fjórar eða fimm millj- ónir að þjálfa leiðsöguhund. Ef þeir verða flokkaðir sem hjálpartæid mun Tryggingastofnun vonandi borga hluta kostnaðarins tfl ffambúðar," segir Ágústa Eir Gunnarsdóttir, vara- formaður Blindrafélagsins. Dýrleif Skjóldal, varaþingmaður vinstri-grænna, spurði heilbrigðis- ráðherra á Aiþingi hvort til stæði að leiðsöguhundar fýrir blinda og dauf- blinda yrðu flokkaðir sem hjálpar- tæki en ekld sem gæludýr. Fjórir hundar í þjálfun Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra segist í svari sínu ætla að skoða málið af fullri alvöru í samstarfi við Blindrafélagið. Þá segir hann að samningur sem ráðuneytið gerði við Blindrafélagið í fýrra geri ráð fýrir því að fjórir leiðsöguhund- ar séu væntanlegir til landsins í sum- ar. Þeir eru nú í þjálfun í Noregi, þar sem löng hefð er fýrir þjálfun slflo:a hunda. Þar í landi séu þeir flokkaðir sem hjálpartæki. Hafa margsannað gildi sitt Ágústa Eir fagnar svari ráðherra. „Mér finnst frábært að ráðherra ætli að skoða málið af fullri alvöru. Það hefur ekki verið gert hingað til, kannski vegna þess að hér hafa ein- ungis verið tveir starfandi leiðsögu- hundar. Þetta er skref í rétta átt," seg- ir hún en bætir við að þessir hundar hafi margsannað gildi sitt í öðrum löndum. „Leiðsöguhundur er sér- þjálfaður til að sneiða hjá hindrun- um í umferðinni. Hann passar upp á að eigandinn rekist eldd á hluti umhverfinu, finnur bekki og lætur vita ef tröppur eru í veginum. Þótt oft myndist sterk tilfinningatengsl milli hunds og manns veit hundurinn að um leið og vinnubeislið hefur verið sett á hann er hann í vinnu og það þýðir ekkert að sm'kja aukaklapp eða -bita," segir hún. Fimm milljónirfyrir leiðsöguhund Fimm umsóknir bárust í íýrra þegar hundamir, sem nú eru í Nor- egi, stóðu blindum Islendingum til boða. Þeir sem vilja fá hund þurfa að standast ýmsar kröfur. „Sá sem sækir um þarf að vera fær í því að komast á milli staða með hvítan staf. Hund- urinn ratar ekki heldur sneiðir hjá hindrunum og varar við hættum. Þú Friðgeir Jóhannesson ásamt leiðsögu- hundi sínum, í maí í fyrra Við undirritun samnings um styrk heilbrigðisráðuneytisins til þjálfunarog kaupa áfimm leiðsöguhundum. Þó að oft myndist sterk tilfinningatengsl milli hunds og manns veit hundurinn að um leið og vinnubeisiið hefur ver- ið sett á hann er hann í vinnu og það þýðir ekk- ert að sníkja aukaklapp getur ekld beðið hann að fara með þig út í búð. Sá blindi þarf að rata og geta spjarað sig einn. Þá eru heldur ekki allir í aðstöðu til að fá hund, til dæmis vegna húsreglna í fjölbýlis- húsum," segir Ágústa. Hundamir fjórir sem verið er að þjálfa em væntanlegir til eigenda sinna í byijun september. Ágústa segir að vanþekldng hafi hingað til staðið í vegi fýrir því að fleiri hund- ar hafi fengist hingað til lands en að fjölmargir blindir einstaklingar gætu nýtt sér aðstoð þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.