Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Blaðsíða 17
f
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 17
DV Sport
EKKINÓCU GflTT
Steven Gerrard, fyrirliði Liver-
pool, segir félagið vera fast í
sömu sporum og 1 fyrra. Þrátt
fyrir að allar aðstæður innan
liðsins séu eins og best verður á
kosið telur Gerrard að hugarfarið
þurfi að breytast svo liðið verði sig-
ursælt á ný. Þó liðið vinni Meistara-
deildina bjargi það ekki tímabilinu.
VIÐARGUÐJONSSON
blcidamadur skrifar:
Steven Gerrard, helsta stjarna Liver-
pool, er orðinn þreyttur á slæmu gengi
liðsins og segir hann að jafrivel þó lið-
ið sigri í meistaradeildinni dugi það
ekki til þess að bjarga leiktímabilinu.
Liverpool er sem stendur í fimmta sæti
ensku úrvalsdeildarinnar og á litla sem
enga möguleika á því að vinna enska
meistaratitilinn.
„Þú vinnur enga bikara með því að
lenda í öðru sætí. Hvað þá fjórða sæti,"
segir Gerrard. Ég held að áhorfendur
liðsins verði alls ekki sáttir með fjórða
sætið. Við þurfúm að bæta okkur mik-
ið og jafnvel þó við náum fjórða sætinu
bjargar það engu á leiktíðinni," segir
Gerrard, en Liverpool er sem stendur í
fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar,
þremur stigum á eftir grönnum sínum
í Everton.
Sigur í meistaradeildinni bjargar
ekki leiktíðinni
Hann segir að jafnvel þó Liver-
pool vinni meistaradeildina breyti það
engu. „Ég ætla ekki að láta eins og sá
titill breyti nokkru. Við hugsum h'tið
um þann títil eins og er enda langt frá
því að við séum komnir í úrslitaleik-
■ _ u
mn.
Hann horfir nú helst til ensku úr-
valsdeildarinnar. „Ég er niðurbrotinn í
hvert skipti sem ég horfi á töfluna og sé
bilið á milli okkar og Arsenal auk lið-
anna í öðru og þriðja sæti.
Fyrir leiktíðina töldum við okkur
vera með nægilega gott lið til þess að
gera atlögu að meistaratitlinum. Við
vildum í það minnsta einn af þeim títl-
um sem eru í boði á Englandi. Ég hef
enn trú á því að við höfum nægilega
góðan hóp til þess að gera atlögu að
títlinum en það er ekki nóg."
Hann segist búinn að fá sig fúll-
saddan af tali um að á næstu leiktíð
muni hlutimir batna. Síðastí meist-
aratitill kom í hús árið 1990 og Gerr-
ard segir þörf á hugarfarsbreytingu hjá
öllum á Anfield. „Ég er orðinn þreytt-
ur á því að segja sömu hlutina aftur
og aftur. Við getum ekki alltaf talað
um næstu leiktíð. Við þurfum að láta
verkin tala á vellinum og fyrr eða síð-
ar þurfum við að vinna meistaratítil til
þess að geta breytt Liverpool í sigur-
sælt félag á ný.
Nú er ég 27 ára og ég vil ekki enn
að vera tala um næstu leiktíð þegar ég
verð 32 ára.
Við erum með völlinn, áhorfend-
uma, leikmennina og þjálfarann til
þess að keppa um meistaratítilinn. En
það er erfitt að sannfæra alla um að við
séum með nægilega gott lið til að vinna
þegar þú ert úr baráttunni um meist-
aratitílinn í byrjun janúar á hverju ári.
Helsta verkefrii okkar eins og stendur
er að ná fjórða sætinu í baráttunni við
Villa, Everton og Manchester City."
Væntingarnar eru forréttindi
Gerrard segir leikmenn liðsins
sannfærða um að þeir getír gert mun
betur og ætli sér að enda leiktíðina vel.
„Hlutirnir eru í okkar höndum og sem
betur fer náðum við góðum úrslitum
gegn Inter í meistaradeildinni. Okk-
ur langar að ná fjórða sætínu og vinna
meistaradeildina á ný. Það myndi ekki
kallast frábær árangur, en það myndi
bjarga heilmiklu úr þessu. Þetta em
kröfumar sem þú þarft að lifa við sem
Liverpool-leikmaður. Væntingamar
eru forréttindi sem fylgja því að klæð-
ast treyjunni.
Við eigum mikilvæga leiki á næst-
unni gegn Manchester United og Ars-
enal. Þó við getum ekki unnið deild-
ina viljum við vinna þessa leiki því það
myndi senda út sterk skilaboð fyrir
næstu leiktíð. Enginn gætí hunsað þau
úrslit, þau myndu fylgja okkur áfram
og veita mönnum sjálfstraust."
Gerrard segir vonbrigði að svona
hafi farið á leiktíðinni því sumir fjöl-
miðlar, sem illa er við Liverpool, njóti
þess að gagnrýna liðið. „Við emm auð-
velt skotmark sem stendur. Allt tal um
yfirtöku á félaginu auk slæmrar spila-
mennsku hefur áhrif á allt umhverfi
liðsins. Viðskipti eiga ekld erindi við
almenning en engu að síður eru þau
í fréttum á hverjum degi. Stíkt skaðar
alla sem eru viðriðnir félagið, frá toppi
til táar," segir Gerrard að lokum.
Vonbrigði Gerrard segir
ekki alltaf hægt að tala
um næstu leiktfð. Liöið
þurfi að láta verkin tala.
Hugsanlega heföi þurft aö taka fótinn af Eduardo ef ekki heföi komið til Gary Lewin:
BJARGAÐIFÆTIEDUARDOS
Eduardo da Silva hefði hugsan-
lega misst fótinn á laugardaginn hefði
sjúkraþjálfari Arsenal, Gary Lewin,
ekki áttað sig fljótt á aðstæðum. Þegar
Lewin kom inn á völlinn áttaði hann
sig á alvarleika málsins. Næstu 45 mín-
útur yrðu mikilvægar leikmanninum
því hann var í sjokki, umlaði á portú-
gölsku og það var mikil sýkingarhætta
því beinbrotið var opið.
Eduardo útskrifaðist í gær af sjúkra-
húsi en hann hélt upp á 25 ára afrnæli
sitt þar á mánudaginn. Lewin var fljót-
ur að biðja um sjúkrabíl þegar hann
kom inn á völlinn og farið var með
leikmanninn á Selly Oak-sjúkrahús-
ið þar sem hann gekkst undir aðgerð.
Sjúkrabílar eru eins og lög gera ráð fyr-
ir á Englandi á vellinum og voru því at-
vinnumenn komnir á staðinn á innan
við mínútu.
Lewin fór einnig í hlutverk sálfræð-
ings því hann notaði Gilberto sem
túlk og náði að róa Eduardo, allt fyrir
augum almennings, því leikurinn var
í beinni útsendingu. Þegar leikmenn
meiðast alvarlega utan föðurlands
síns kemur uppruninn yfirleitt fram og
þeir tala einungis móðurmál sitt. Slíkt
gerðist með Eduardo.
Eitt af vandamálunum sem sjúkra-
liðar og Lewin þurftu að eiga við var
líkamsstelling Eduardos. Þegar svo al-
varleg meiðsli eiga sér stað er best að
leikmenn tíggi á bakinu. Eduardo lá
á hliðinni og ekki var hægt að hreyfa
hann vegna þess að hann stífiiaði all-
ur upp. Lewin náði að styðja við möl-
brotinn fót Eduardos með hægri fæti,
koma honum upp á sjúkrabörur og
koma í veg fyrir sýkingu þrátt fyrir að
Eduardo lægi á hliðinni. Fjölmargar
skrúfur og plömr voru settar í fót Ed-
uardos í aðgerðinni og sólarhring eftír
hana var tilkynnt á heimasíðu Arsenal
að aðgerðin hefði heppnast vel.
Lewin hefur fengið mikið hrós fyr-
ir sinn þátt en raunum Eduardos er
hvergi nærri lokið þótt hann sé kom-
inn heim á ný. Eftir 10 daga verða
saumarnir teknir úr og fómrinn sett
í gifs í sex vikur. Þá fær hann hækjur
og að þremur mánuðum liðnum ættí
Eduardo að geta hafið endurhæfingu.
Þremur mánuðum eftir það getur
hann hugsanlega bytjað að hlaupa og
m'u mánuðum eftir að hann brotnaði,
eða í nóvember, er vonast til að hann
snúi aftur til æfinga. Arsenal-menn
eru sannfærðir um að Eduardo muni
leika á ný. Félaginu hafa borist tug-
ir þúsunda heillaskeyta víðs vegar að.
Hægt er að senda Eduardo skeyti á
heimasíðu félagsins. benni@dv.is
ÍÞRÓTTAMOLAR
FABREGASHEFURÞROSKAST
(mánaðarlegu tímariti Arsenal er
ungstirnið Cesc Fabregas (viðtali þar
sem hann
viðurkennirað
hafa áðurspilað
svolítið fyrir
sjálfan sig. Eftir
sjö mörk í fyrstu
níu leikjum
tímabilsins var
ekki um annað
rætt en hæfileika
pilts í deildinni
og segir Fabregas að honum hafi ekkert
leiðst það.„Ég hef þroskast mikið,
sérstaklega á þessu tímabili. Mér finnst
ég vera að skila mun meiri vinnu í
vörninni og er tilbúinn að vera partur af
liðsheildinni. Ég var mikið í því að sýna
hvað ég gæti til að sanna mig en nú er
því lokið," segir Fabregas (viðtalinu.
KEEGAN VILL PENING
Fyrstu dagar Kevins Keegan hjá
Newcastle hafa ekki gengið sem skyldi
og (raun langt því frá. Búist er við mikilli
tiltekt á leikmannahópi liðsins og er
Keegan fullviss um að eigandi liðsins,
Mike Ashley, eigi
eftiraðveita
honum þá
fjármuni sem
hannþarffsumar.
Hann segir þó að
það byggist mikið
á því hvort
honum takist að
rífa liðið upp í
töflunni og sýna
að með peningum geti hann gert
eitthvað við þetta lið.„Við höfum ekkert
sest niður og rætt þetta eitthvað
sérstaklega. Mér var lofað peningum til
leikmannakaupa þegarég kom hingaö
og ég býst ekki við neinu öðru en að við
það verði staðið," segir Keegan.
SAVAGE LÍKLEGA EKKI MEÐ UM
HELGINA
Svo virðist sem Robbie Savage verði ekki
með Derby (mikilvægum leik liðsins
gegn
Sunderland um
helgina. Paul
Jewell leist ekki
vel á Savage
þegar hann kom
inn á um slðustu
helgi og hafa
meiðsli sett stórt
strikí
reikninginn hjá
miðjumanninum óvinsæla eftirað hann
gekk í raöir Derby.„Savage er ekki búinn
að gera mikið. Það er eins og hann sé að
reyna of mikið en allavega kemur ekkert
út úr því. Hann hefur verið að spila tæpur
vegna meiðsla og ég held að þetta sé
komið á það stig að hann spilar ekki
afturfyrren hann eralheill," sagði Paul
Jewell, stjóri Derby.
DEFOE VILL VERÐA VlTASKYTTA
Framherjinn Jermain Defoe sem gekk til
liðs við Portsmouth frá Tottenham í
janúarsegistvera
tilbúinn að taka
vltspyrnur liðsins.
Portsmouth hefur
klúðrað tveimur
mikilvægum
vítaspyrnum á
leiktíðinni á
ögurstundu gegn
WestHamog
Liverpool. Með
því töpuðu þeir fjórum mikilvægum
stigum í baráttunni um Evrópusæti.
Defoe skoraði úr víti gegn Sunderland um
síðustu helgi.„Ég var fullur sjálfstrausts og
ákvað því að taka spyrnuna. Ég var búinn
að æfa þær mikið og hef verið að gera
það undanfarið," segir Defoe á heimasíðu
Portsmouth.
MELLBERG ÚTSKÝRIR FÉLAGASKIPTIN
Olof Mellberg gerði í janúar samning við
(talska stórliðið Juventus en á enn eftir
hálft ár af
samningislnum
við AstonWlla.
„Fyrr eða síðar
kemur að því að
tímabærtséfyrir
hvern sem er að
yfirgefa hvaða
félag sem er og
sá tími var núna
fyrirmig/'sagði
Mellberg um vistaskiptin. Svlinn knái
sagðist ekki geta sleppt því að fara til
Juventus.„Að spila fyrir svona stórt lið er
náttúrulega draumur hvers
knattspyrnumanns og möguleikinn á að
spila (meistaradelldinni kórónaði þetta
allt saman," segir Mellberg.