Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkið FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 29 MEISTARAKOKICUR GENGURTIL LIÐSVIÐ BANKA Landsliðskokkurinn Alfreð Ómar er metnaðargjarn í mötuneytinu. Alfreð Ómar, meðlimur í landsliði matreiðslumanna, tók nýverið við stöðu yfirmanns mötuneyta og veislueld- húsa Kaupþings. Á dögunum æfði landsliðið sig í þessu glæsieldhúsi og eldaði kvöldverð fyrir fjörutíu og fimm gesti Kaupþings sem voru að vonum himinlifandi með matinn. „Þessi atvinnuauglýsing hljómaði mjög spennandi. Það sem Kaupþing ætlaði að fara að gera var að fara nýj- ar leiðir í þessum mötuneytisgeira og nýtískuvæða mötu- neytið hjá sér," segir matreiðslumeistarinn Alffeð Ómar Alfreðsson. Alfreð er meðlimur í landsliði matreiðslu- manna og hefúr síðustu árin starfað að mestu leyti á Grillinu á Hótel Sögu. Nú hefur hann hins vegar tekið við mötuneyti Kaupþings og fregnir DV herma að starfsfólk bankans sé yfir sig ánægt með hádegisverðinn sinn þessa dagana. „Ég er yfirmaður mötuneyta og veislueldhúsa Kaup- þings. Ég sé þannig ekki bara um hádegisverðinn held- ur sjáum við núna sjálfir um veislurnar sem hingað til hafa verið aðkeyptar inn í húsið. Við erum með gríðarleg- an metnað þar og maturinn þarf auðvitað að vera bara í samræmi við það sem gerist á markaðnum." En hvað bauð Alfreð svo upp á í matinn í gær? „Við vorum með pönnusteiktan karfa í salthnetu- og lime- hjúp. Svo vorum við með hýðiskartöflur með karfan- um. Eins og ég lít á þetta eru mötuneytisgestimir bara viðskiptavinir og það vinnur mikið af ungu fólki hérna í bankanum og gerir miklar kröfur. Ég reyni að halda mig á þessum léttu nótum með hollan mat og innleiða í mat- reiðsluna hérna þessi nýju krydd og brögð sem ég þekki úr minni vinnu." Eins og gefur að skilja er mikil kvöldvinna hjá mat- reiðslumönnum sem starfa á veitingastöðum og því hljótaþað að vera mikilviðbrigði fyrir Alfreð að verakom- inn í dagvinnu og komast loksins í bíó á kvöldin. „Það er talað um stöku kvöld- og helgarvinnu héma lfka en það er nú bara svona eftir þörfum." Aðspurður hvort launin hjá Kaupþingi hafi ekki heillað þegar Alfreð sótti um stöðuna svarar hann hlæjandi: „Ja, launin em náttúrulega trúnað- armál en ég er alveg sáttur. Það sem aðallega heillar mig er hvað þetta er spennandi starfsvettvangur með skemmti- legu samstarfsfólki og fyrsta flokks starfsumhverfi. Ég vil meina að þetta sé flottasta eldhúsið á íslandi." Þar sem Alfreð er eins og áður sagði meðlimur í lands- liði matreiðslumanna var brugðið á það ráð á dögunum að æfa landsliðið með því að elda kvöldverð fýrir fjömtíu og fimm gesti Kaupþings í þessu flotta eldhúsi. „Við erum að æfa okkur núna fyrir ólympíuleikana sem fram fara í Þýskalandi í haust. Við tókum æfingu héma í mötuneyt- inu í heitu réttunum og það heppnaðist gríðarlega vel og það var mikil ánægja," segir mötuneytismeistarinn Alfr eð að lokum. krista@dv.is MÍNUS LOFUÐÍ ROCKSOUND Fjórða breiðskífa íslensku rokk- hljómsveitarinnar Mínuss, Great Northern Whalekill, kemur út í Evrópu á mánudaginn hjá út- gáfúfýrirtækinu Little Indian. Að svo búnu heldur hljómsveit- in í tónleikaferð um England og Skotland í lok mars. f apríl er einnig fyrirhugað frekara tón- leikahald í Evrópu og einnig hér á landi. Rokktímaritið Rocksound birti mjög jákvæðan dóm um plötuna og fær hún 8 af 10 mögulegum í einkunn. f dómi ú'maritsins segir meðal annars: „Mínus er mun meira en hin hefðbundna há- vaðahljómsveit. Að skapa tónlist sem er aðgengileg en sem býr að sama skapi yfir dýpt er ekki auð- velt verk. En Mínus heldur áfr am að takast það frábærlega." SKÁKAR ASTRÓPÍU Brúðguminn, mynd Baltasars Kor- máks, hefur skákað tekjuhæstu mynd síðasta árs hér heima. Það var ævintýragamanmyndin Astró- pía eftir Gunnar B. Guðmundsson en hún þénaði 45.582.020 krónur. Brúðguminn hefur hins vegar þénað 48.609.540 krónur samkvæmt nýj- ustu tölum frá Smáís og því líklegt að myndin verði sú tekjuhæsta í lok árs ef miðað er við árið í fýrra. Þrátt fýrir hærri aðsóknartekjur hafa fleiri séð Astrópíu eða 46.285 manns. 44.685 manns hafa séð Brúðgumann og geta skýringarnar á tekjumismunin- um verið ýmsar. Svo sem boðssýn- n ingar, tveir fýrir einn tilboð og annað í þeim dúr. Einn þekktasti blaðasölumaöur íslands varð sjötugur í gær: BLAÐASALIHEIÐRAÐUR 1991 Auðunn með DV þann 9. júlí árið 1991. Einn þekktasti blaðasölumað- ur fslands, Auðunn Gestsson, varð sjötugur í gær og af því tilefni heim- sótti hann ritstjómarskrifstofur DV. Auðunn seldi DV um áratugaskeið, meðal annars í miðborg Reykjavík- ur, með framúrskarandi árangri. Auðunn er án nokkurs vafa einn allrabesti vinur blaðsins en hann segist helst ekki geta byrjað daginn án þess að glugga í blaðið yfir kaffi- bolla. Auðunn fékk góðar móttökur hjá starísfólki DV og færðu þeir Reynir Traustason og Jón Trausti Reynisson, ritstjórar blaðsins, hon- um heiðursviðurkenningu fyrir vel unnin störf í gegnum tíðina. Auð- unn fékk einnig konfektkassa að gjöf og sagði Reynir Traustason að hann gæti notið hans með morg- unkaffinu, á meðan hann gluggaði í blaðið. Auðunn hefúr staðið með blað- inu í gegnum þykkt og þunnt og staðið úti í öllum veðrum úl að selja blaðið. Hann kveðst vera ánægður með DV og segist ekld taka annað í mál en að borga áskriftina sam- viskusamlega um hver mánaða- mót. Auðuni eru færðar þakkir frá ritstjóm DV um leið og honum er óskað innilega til hamingju með sjötugsafmælið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.