Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 Bílar DV Nýskráning ökutækja jókst mikið fyrstu fimmtíu og þrjá daga ársins: Mikil aukning var í nýskráningu ökutækja fyrstu fimmtíu og þrjá daga ársins í samanburði við sama tíma- bil í fyrra. Þetta kemur fram í saman- tekt Umferðarstofu um nýskráningar ökutækja. í kjölfar hlutabréfahruns hefur þó nokkurs samdráttar gætt í samfélaginu. Þessar fréttir koma því þó nokkuð á óvart. „Það kemur ef- laust einhverjum á óvart. Líka í ljósi þess að eldsneyti hefur hækkað," seg- ir Einar Magnús Magnússon, upplýs- ingafulltrúi Umferðarstofu. Einar segir að þótt þessar tölur komi einhverjum á óvart reki hann ákveðinn varnagla; þegar efnahags- kreppu gætir tekur það lengri tíma að hafa áhrif á neysluþætti á borð við kaup á ökutækjum. „Það þarf líka að horfa til þess að þó svo að bílar séu nýskráðir í janúar voru þeir pantaðir einhverjum mánuðum áður." Aðspurður segist Einar ekkert geta fullyrt um það hvort kaup á þessum bílum eigi eftir að ganga til baka nú þegar samdráttar gætír. „Umboðsað- ilar láta yfirleitt ekki nýskrá ökutæki nema hafa nafn á kaupanda. Annars þarf umboðsaðilinn að borga gjöld af ökutækinu." Skoda Oktavia Þessi er í þriðja sæti yfir vinsælustu nýskráninguna. SMS Bílasprautun og réttingar • Réttum og málum allar tegundir bíla • Við vinnum fyrir öll vátryggingarfélögin • Fjót og góð þjónusta • Útvegum bílaleigubíla • Yfír 20 ára reynsla CABAS Tjónamat Smlðshöfðl 12 • 110 Reykjavlk • bllasprautunsms@slmnet.ls • Slml 5671101 • GSM 868 8317Fax5671182 m • • 46,8% AUKNINGISOLU OKUTÆKJA AÐEINSVANTAR ATTATlU OG SEX ÖKUTÆKI UPP A AÐ NAÐ SÉ SÖGULEGU HAMARKI NÝSKRANINGA SEMVAR ARIÐ 2006 YFIR SAMATlMABIL.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.