Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Síða 15
PV Sport
FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 15
Fimmtudagur 28. febrúar 2008
Frumraun íslensku hnefaleikakapp-
anna lauk í fyrstu umferð undankeppni
ólympíuleikanna sem ffam fer í Abruzzi á
ftalíu um þessar mundir. Vilhjálmur Hern-
andez, þjálfari íslenska liðsins, var engu
að síður sáttur við árangurinn á mótinu og
telur reynsluna ómetanlega fyrir íslensk-
an hnefaleik. Skúli Ármannsson sem var
vonarstjarna íslenska liðsins reið ekki feit-
um hesti ffá mótinu. Vilhjálmur telur að
ástæðuna megi rekja til þess að hann hef-
ur aðeins keppt einn bardaga á tveimur
árum þar sem hann vantar æfingafélaga.
„Skúli var tiltölulega óskrifað blað og
þetta voru ákveðin vonbrigði því hann
getur mun betur en hann sýndi í bardag-
anum. Okkur vantar náttúrlega svo mikia
reynslu og Skúli hefur bara keppt einn bar-
daga á síðustu tveimur árum. Hann þarf að
fá betri æfingabúðir, því miður finnst eng-
inn til að keppa við hann á íslandi. Hann
æfir og æfir en það dugir skammt eitt og
sér.
Skúli var vonsvikinn því hann náði
ekki að fylgja því sem hann ætlaði að gera.
Hann hefur allt til brunns að bera, tæknin
er til staðar. Svo geta allir lent í erfiðleik-
um. Finni sem endaði í öðru sæti á Evr-
ópumótinu árið 2006 datt til að mynda úr
leik í fyrstu umferð sökum þess að hann
hafði ekld æfingafélaga heima fyrir."
Vilhjálmur er engu að síður mjög
ánægður með ferðina. „Þetta var gríðarleg
góð reynsla fyrir alla aðila. Öll dómgæsla
og aðbúnaður var til fyrirmyndar.
Eftir ferðina er gríðarlegur áhugi kom-
inn hjá strákunum. f dag höfum við fyigst
með frábærum bardögum. Slíkt hjáipar
strákunum til að læra hvernig á að berjast
á svona mótum.
Það sem kom mest á óvart var að sjá
hversu stórt í sniðum allt er. Það eru til að
mynda fimm dómarar sem sitja í kringum
hringinn. Svo er dæmt þannig að ef tveir
dómarar veita stig í einu með því að ýta á
tölvuhnapp fær boxarinn eitt stig," segir
Vilhjálmur að lokum.
vidar@dv.is
Vantaði reynslu Skúli Ármanns-
son hefur allt til brunns að bera en
vantar þó reynslu, segir þjálfinn
Vilhjálmur Hernandez.
uiiiMninnfW*
•MinnMi"****-
ÞRATT FYRIR AÐ ALLAR AÐSTÆÐUR INNAN LIÐSINS SEU EINS OG BEST VERÐUR A KOSIÐ TELUR STEVEN
GERRARD AÐ HUGARFARIÐ ÞURFI AÐ BREYTAST SVO LIVERPOOL VERÐI SIGURSÆLT Á NÝ. BLS. 17.
íslensku hnefaleikakapparnir féllu allir úr leik í fyrstu umferö i undankeppni ólympiuleikanna: