Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008 Sport PV Mikil uppbygging á sér stað í gamla stórveldinu FH í handbolta. Liðið hefur verið í kjall- aranum undanfarin ár en eftir sigur á Selfossi síðastliðinn sunnudag er liðið komið með annan fótinn uppi í efstu deild. FH-liðið samanstendur af leikmönnum sem eru aldir upp hjá FH og gegn Selfossi voru allir leikmenn og þjálfarar FH-ingar frá byrjun ferils síns. EKKITJALDAÐTIL EINNAR NÆTUR ÍÞRÓTTAMOLAR ALVESTELUR SIG ÞURFA AÐ FARA Ðaniel Alves leikmaður Sevilla telur sig þurfa að fara til sterkara llðs til þess að halda áfram að bæta leik sinn. Hann ætlar hins vegar ekki að biðja um að fara frá félginu þar sem hannvillekki vera til vandræða. Real Madrid, Barcelona, Chel- sea og Liverpool “ eru öll sögö hafa hugáþvíaðfá kappann til liðs vlð sig en Sevilla hefur gefið það (skyn aö það muni ekki selja hann ódýrt. Chelsea reyndi að kaupa Alves (sumar en Sevilla vildi ekki selja kappann þrátt fyrir að boðið sé talið hafa verið (kringum 30 milljónir punda eða tæpir 4 milljarðar króna.„Það eina sem ég er viss um er að ég mun þurfa að yflrgefa Sevilla einhvern daginn," segir Alves. BENITEZ STENDUR VIÐ STÓRU ORÐIN Rafa Benitez, stjóri Liverpool, gaf það (skyn fyrir skömmu að hann hygðist spila meira á sömu leikmönnunum í stað þess að skipta leikjunum á milli margra. Benitez gerði einungis eina breytingu á liði sínu þegar Liverpool lagði Middlesbrough um liðna helgi frá þv( (leiknum á móti Inter í Melstaradeild- inni.„Ég býst viö þv( að þetta sé það sem koma skal. Auðvitað fer það eftir leikmönnunum og hvernig þeir bregöast við auknu álagi," segir Benitez. Liverpool á nú ( harðri baráttu um fjórða sætið ( deildinni.„Everton er að spila af miklu sjálfstrausti og vann góðan sigur á mánudaginn. Hins vegar er mikið eftir af tlmabilinu og ég er ekki viss um aö baráttan um fjóröa sætið nái fram ( lokaleik," segir Benitez. millerAförum Roy Keane, stjóri Sunderland, hefur sett Liam Miller, mlðjumann liðsins, á sölulista. Miller, sem er 27 ára, kom til Sunderland frá Manchester United ( ágúst 2006 en núna er hanná förum. Glugginn er lokaður sem stendur og þv( geturSunderland ekki selt Millerfyrr en í sumar. Þrátt fyrir það getur Millerfarið á láni úttlmabil til liða ( neðri deildunum á Englandl. Þessi fyrrverandi leikmaður Celtic hefur leikið yfir 50 leiki með Sunderland og skoraö (þeim þrjú mörk. ÆTLAR FLAMINI AÐ SKRIFA UNDIR7 Vangaveltur eru uppi um framtíð Mathieus Flamini, miðjumanns ( Arsenal, þar sem hann á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við Lúndúnaliðið. Flamini voru boðin um 50 þúsund pund, um 6,5 milljónir Islenkra króna, ( vikulaun en eins og stendurer hann með 20 þúsund pund ( vikulaun. Samningur Flaminis rennur út (sumar og nú þegar mega lið ræða við þennan 23 ára gamla leikmann. Hann hefur leikið mjög vel það sem af er leiktíð og Juventus er eitt þeirra liða sem þrálátlega eru orðuö við kappann. BECKHAM EKKI f FORMI David Beckham segist einfaldlega ekki vera tilbúinn fyrir næstu landsleiki Englands. Hann var ekki (hópi Englands gegn Sviss fyrr ( mánuðinum þv( hann var ekki ( leikformi og hann segist ekki enn vera kominn (form. Næsti leikur Englands er gegn Frakklandl sem er vináttuleikur ( undirbúningi fyrir Evrópumótið. BENEDIKT BOAS HINRIKSSON bladamaður skrifar: bennl@dv.is „Núna er það þannig að annar flokkur og niður í yngstu iðkendur karla meg- in eru gríðarlega sterkir. Þar eru all- ir flokkar mjög sterkir," sagði Þorgeir Amar Jónsson, formaður handknatt- leiksdeildar FH. FH hefur verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf svo eftir hefur verið tekið. Á móti Selfossi síðasta sunnudag í fyrstu deildinni var liðið aðeins skipað leikmönnum upp- öldum hjá FH og þjálfarar liðsins eru einnig FH-ingar. Liðið vann. „Þó nokkrir kvennaflokkar hjá okk- ur eru einnig efnilegir, þótt við séum nokkrum árum á eftir þar en það stendur til að bæta úr því. Meistara- flokkur karla er byggður upp á þess- um árgöngum. Við stigum stórt skref í átt að okkar markmiðum gegn Sel- fossi. Við erum með leikmenn sem hafa farið frá liðinu í skamman tíma en það var tekin stefria fyrir tímabilið að sækja frekar FH-inga en aðra leik- menn og það er að skila sér." Guðmundur Pedersen sneri aftur til FH eftir skamma dvöl hjá erkióvini FH, Haukum, Amar Freyr Teódórs- son kom aftur heim frá Stjörnunni og Sigursteinn Amdal kom einnig. Ann- ars er lið FH byggt upp í kringum gull- kynslóð félagsins, sem er jafhgömul og Spaugstofan, fædd 1989 og yngri. Það hefur skilað sér því FH-ingar eru efstir í fyrstu deildinni. Burðarmenn í meistaraflokki '90 árgangurinn í FH vann á Par- tille Cup sem er eitt sterkasta ungl- ingamót í handbolta í heiminum. Er því nema von að sú kynslóð sé nefnd í sömu andrá og þær kynslóðir Vals sem gerðu slíkt hið sama á árum áður. Dag- ur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson unnu Partille sem ungir guttar í Val og Snorri Steinn Guðjónsson fór fyrir '81 kynslóð Vals sem vann eftirminnileg- an sigur á Savehof-liðinu með sigur- marki Amars Friðgeirssonar. „Það er aiveg klárt mál að '89 og '90 árgangarnir hér í FH eru fyllilega á pari við þessa tvo árganga. Þeir sýna það bara í hvert sldpti sem þeir spila á alþjóðlegum vettvangi. Þeir hafa verið afgerandi hér innanlands og yfirburð- irnir mjög miklir, stundum það miklir að hópurinn fær ekki nóg klapp á bak- ið. En þegar þeir fara utan fá þeir verð- skuldaða athygli. Fyrir Partille Cup og Norden Cup tvö ár í röð sem er óop- inbert Norðurlandamót. Tveir þeirra eru lykilleikmenn í 20 ára landsliðinu, og kjarninn í 18 ára landsliðinu kemur frá FH, auk þess sem þeir eru í burðar- hlutverki í meistaraflokknum." Eins og sagan hefur sýnt verða tölu- verð afföll þegar leikmenn koma úr yngri flokkum og ganga upp í meist- araflokk. Valsmenn lentu í þessu með sína flokka og nú þegar hafa tveir hætt Frank Lampard, leikmaður Chel- sea, segir unga leikmenn hrokagikki sem ekki kunni gott að meta og beri enga virðingu fyrir eldri leikmönn- um. Sem ungur leikmaður hjá West Ham vandist Lampard á að pússa skó eldri leikmanna líkt og hefð er fyrir á Englandi en nú sé slíku ekki lengur að fagna. Hann segir slík verk kenna mönnum að bera virðingu fýr- ir öðrum. „Ég furða mig oft á því hvernig er komið fyrir fótboltanum þegar horft er til ungra leikmanna. Allir hafa það of gott. Enginn þarf að pússa skó en þess í stað keyra þeir um á BMW. Stundum ganga þeir framhjá manni án þess að horfa í áttina til manns," segir Lampard um leið og hann furðar sig á hroka ungra leikmanna. „Ég sakna gömlu daganna þegar virðingin var meiri. Þá fóru krakkar úr '89 kynslóðinni. Þorgeir segir að þetta sé vissulega rétt en mesta vinn- an sé þó að baki. „Það má segja að við séum kannski komin yfir erfiðasta hjallann varðandi brottfall úr þessum árgöngum. Ástæðan fýrir því að ekki fleiri eru hættir er sú að þessir dreng- ir hafa fengið rosalega gott uppeldi, bæði hér í FH og heima hjá sér. Það á líka við í fótboltanum. Flestir af þess- um strákum eru líka í fótboltanum og eru miklir íþróttamenn." Þrennt sem skiptir máli „Það er þrennt sem hefur lát- ið þessa stráka halda hópinn. For- eldrahópurinn á bak við þessa stráka út og æfðu kannski tvisvar á dag í von um að feta í fótspor hetja sinna, það kom mér í það minnsta þangað sem ég er í dag," segir Lampard. Lampard er 29 ára en nokkr- ar vangaveltur eru uppi um framtíð kappans sem ku vera mjög ósáttur við brotthvarf Joses Mourinho. Juv- entus hefur þrálátlega verið orð- að við Lampard en hann hefur gef- ið það út að hann hafi ekki áhuga á því að ganga til liðs við „Gömlu kon- una" sem er sem stendur í þriðja sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar. Kappinn hefur einnig verið orðaður við Barce- lona en sögusagnir um að hann væri á leið þangað fengu byr undir báða vængi þegar hann sást skoða hús í borginni. Eins er kona hans spænsk og talið að hana langi að búa í heima- landinu að nýju. vidar@dv.is er virkilega þéttur. I mörg ár hafa þessir strákar notið umgjarðar sem þekkist yfirleitt ekki í yngri flokk- unum í handbolta. f úrslitaleikjum hjá þeim hafa verið í boði rútuferðir fyrir áhorfendur, bolir og fleira. Það er markviss markaðsseming inn- an hópsins. Annar þáttur er að sami þjálfarinn, Einar Andri Einarsson, þjálfaði þá í langan ti'ma og hugsaði mjög vel um þá, nánast frá því í sjötta flokki. Það var markviss stefna hjá fé- laginu og allt í föstum skorðum. Elvar Erlingsson, sem er þjálfari meistara- flokks núna, var yfirþjálfari á þess- um ti'ma og hann var með mjög heil- steypta mynd af hvernig átti að gera þetta. Hvað þeir ættu að læra í hverj- um flokki og svo framvegis. Það var í raun alltaf verið að ögra þeim og það hefur skilað sér alveg tvímælalaust. f þriðja lagi er að árangur innanlands hefur ekki verið nægur mælikvarði á þeirra getu. Þeir hafa alltaf fengið mikið af verkefnum utan landstein- anna. Ég held að þetta þrennt hafi skilað miklu, fyrir utan það að þeir eru allir miklir íþróttamenn. Þeir hafa alltafverið afburðamenn í handbolta og það sem þeir sýna að þeir kunni í íþróttinni er alveg á skjön við aldur þeirra. Það er ekki verið að tjalda til einnar nætur hjá okkur og ffamti'ðin er svo sannarlega björt." Frank Lampard segir unga leikmenn ekki bera virðingu fyrir neinu: Lampard skammar ungdóminn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.