Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008
Ættfræði DV
TIL
HAMINGJU
EVÍEÐ
AFMÆUÐ
AIM»1ISI!V1!\ DAGSINS
30 Ara afmæli
■ Teresa Maria Kowalska Lághoiti io, Stykkishólmur
■ Catalina Mikue Ncogo Akurvöllum ), HafnarfjörBur
• Ólafur Rúnarsson Gilsbakka 29b, Hvolsvöllur
■ Pavol Comba Lækjargötu 10,Siglufjöröur
m Stefán Bjarmar Stefánsson Lokastig l, Dalvlk
• Drifa Bjarnadóttir Alfkonuhvarfi 53, Kópavogur
m Guðrún Elisabet Pétursdóttir Hvannakri6, GarOabær
■ Telma Björk Birkisdóttir Fossvegi is.Siglutjöröur
m Sigrlður Heiðar Flúðaseli9l,Reykjavlk
m Arnar Geir Helgason Borgarhrauni 13, Hveragerði
m Konráð Davíð Þorvaldsson Hallakri i, Garðabær
40 ÁRA AFMÆLI
■ Bozena Piekarska Asparfelliá, Reykjavlk
m Adam Mazurek Túngötu 23,Sandgerði
m Snezana Sabo Þórufelli8, Reykjavlk
■ Steindór Ingi Kjellberg Túngötu i3,Suðureyri
m Marfa Guðrnundsd. Glgja Nönnustlg i3,Hafnarfjörður
m Emil Þór Kristjánsson Nýbýlav Nýja Lundi, Kópavogur
m Erla Björnsdóttir Norðurgötu iSa.Akureyri
m Gréta Björnsdóttir Rauðagerði58, Reykjavlk
50 Ara afmæli
■ Irena Halina Narebska Hátúni6, Reykjavik
m GunnarTryggvason Strandgötu 19b,Akureyri
m Bjarney Linda Ingvarsdóttir Hæðargerði21, Reyðarfjörður
■ Helga Guðrún Guðjónsdóttir Heiðarbrún 13, Hveragerði
m Hilmar Magni Gunnarsson Gunnarsbraut 38, Reykjavlk
m Sólveig Björnsdóttir Hálsaseli 45, Reykjavlk
m Ingibjörg Ólafsdóttir Lækjamótum, Borgarnes
m Sigrún Hólm Fellsseli, Húsavlk
m Erna Björk Hjaltadóttir Sléttahrauni 12, Hafnarfjörður
60 ÁRA AFMÆLI
■ Zejnije Haziri Eyrarholti 18, Hafnarfjörður
■ Sesselja Inga Guðnadóttir Jöldugróf9, Reykjavík
m Sigrún Garðarsdóttir Lækjamóti, Húsavik
m Sigriður J Aradóttir Suðurhólum 20, Reykjavlk
m Hjördís Bára Sigurðardóttir Laxárdai i, Selfoss
m Einar Æ Jóhannesson Álfaskeiði 74, Hafnarfjörður
■ Hermann Níelsson Birkiteigi8, Reykjanesbær
m Guðmunda Hafdís Jónsdóttir Bjólfsgötu 6, Seyðisfjörður
m Guðrún Adda Maríusdóttir Smáraflöt3, Akranes
m Guðrún Sveinsdóttir Tjarnarbraut 19, Hafnarljörður
m Sólrún ólafsdóttir Sigtúni8, Patreksfjörður
m Margrét Ólafsdóttir Sléttuvegi 7, Reykjavlk
70 ÁRA AFMÆLI
■ Örn Árnason Tjarnargötu 40, Reykjanesbær
m Jón Benediktsson Skaftafelli2 Freysn, Fagurhólsmýri
m Vilhelmína Sigurðardóttir Melateigi39,Akureyri
m Sigurður R Björgvinsson Lyngholti 12,Akureyri
75 ÁRA AFMÆLI
■ Bjarney Guðjónsdóttir Hraunbæ 132, Reykjavlk
m Svava Gísladóttir Bárugranda 11, Reykjavlk
m Þór Vignir Steingrimsson Arahólum 2, Reykjavik
m Kjartan J Hjartarson Hraunvangi 7, Hafnarfjörður
80 ÁRA AFMÆLI
■ Guðnýlngibjörg Hjartardóttir Kóngsbakka lo.Reykjavik
85 ÁRA AFMÆLI
■ Páll Beck Stigahllð 20, Reykjavlk
m Stefán Axelsson Jórsölum 5, Kópavogur
m Ragnar Þ Guðrnundsson Kaplaskjólsvegi89, Reykjavlk
ÞORVALDUR SVEINN
GUÐBJÖRNSS0N
KNATTSPYRNUMAÐUR OG AUGLÝSINGASTJÓRI
Þorvaldur fæddist á Ólafsfirði og ólst þar
upp. Hann var í Barnaskóla Ólafsfjarðar,
stundaði nám við MA og lauk þaðan stúd-
entsprófi 1999. Þá stundaði hann nám við
HA og laukþaðan viðskiptaffæðiprófi 2002.
STARFSFERILL
Á námsárunum var Þorvaldur í fisk-
vinnslu, vann á bæjarskrifstofunum á Ólafs-
firði og afgreiddi í byggingavöruversluninni
Valberg á Ólafsfirði.
Eftir námið hóf Þorvaldur störf hjá út-
gáfufyrirtækinu Extra.is sem nú er auk þess
sjónvarpsstöð og heitir N4 og er hann aug-
lýsingastjóri dagskrárblaðsins, N4 Extra.
Þorvaldur hóf að æfa knattspyrnu með
Leiftri er hann var sex ára, æfði síðan og
keppti með Leiftri í öllum aldursflokkum,
lék með meistarflokki Leifturs til 2002 og
með sameiginlegu liði Leifturs - Dalvíkur
sumarið 2002, lék með meistaraflokki KA
2003-2007, og leikur nú aftur með Leiftri KS.
Þorvaldur var valinn besti knattspyrnumað-
ur KA 2007.
Þorvaldur leikur auk þess golf af kappi
þegar tími gefst.
FJÖLSKYLDA
Kona Þorvalds er Björk Óladóttir, f. 5.10.
1981, leikskólakennari á Akureyri. Hún
er dóttir Óla Hjálmars Ingólfssonar, bæj-
arstarfsmanns á Ólafsfirði, og Snjólaug-
ar Kristinsdóttur sem starfar við eldhúsið á
Hornbrekku, dvalarheimili aldraðra á Ólafs-
firði.
Dóttir Þorvalds og Bjarkar er Embla Þor-
valdsdóttir, f. 31.7. 2007.
Systur Þorvalds eru Magnea Guðbjörns-
dóttir, f. 22.2. 1970, starfrækir hárgreiðslu-
stofu á Ólafsfirði; Þuríður Guðmundsdóttir,
f. 29. 1968, leikskólakennari á Ólafsfirði.
Foreldrar Þorvalds eru Guðbjörn Jakobs-
son, f. 29.8. 1944, verslunarmaður við bygg-
ingavöruverslunina Valberg á Ólafsfirði, og
Þóra Þorvaldsdóttir, f. 5.3.1950, starfsmaður
við Hornbrekku á Ólafsfirði.
ÆTT
Guðbjörn er sonur Jakobs, sjómanns á
Ólafsfirði Einarssonar, sjómanns þar Jóns-
sonar. Móðir Jakobs var Steinþóra Þorsteins-
dóttir.
Móðir Guðbjörns var Magnea Stefáns-
dóttir, smiðs á Siglufirði og síðar á Ólafsfirði
Sigurðssonar.
Þóra er systir Þorsteins sparisjóðsstjóra.
Þóra er dóttir Þorvalds, sparisjóðsstjóra á
Ólafsfirði Þorsteinssonar, útgerðarmanns á
Ólafsfirði Þorsteinssonar, bróður Jóns, stofn-
anda Odda á Akureyri, afa Sigurveigar Jóns-
dóttur leikkonu, og Þorsteins M. Jónssonar
framkvæmdastjóra, föður Jóns óperusöngv-
ara. Systir Þorsteins var Kristín, amma Krist-
ínar Jóhannesdóttur kvikmyndagerðarkonu.
Móðir Þorsteins útgerðarmanns var Sigur-
björg, systir Elínar Sesselju, móður Helgu,
veitingakonu í Röðli, og ömmu Baldvins
Tryggvasonar, fyrrv. sparisjóðsstjóra SPRON
í Reykjavík, föður Sveinbjarnar rithöfundar.
Sigurbjörg var dóttir Jóhannesar, b. á Horn-
brekku Skúlasonar, frá Víðimýri Jónssonar.
Móðir Þorvalds sparisjóðsstjóra var Snjó-
laug Sigurðardóttir.
Móðir Þóru var Sveinsína Jónsdóttir, b. á
Höfða og í Lónkoti í Skagafirði Sveinssonar,
b. í Miðmó Sigvaldasonar, b. á Höfða Jóns-
sonar. Móðir Jóns í Lónkoti var Þuríður Guð-
mundsdóttir, Bjarnasonar. Móðir Sveinsínu
var Ólöf Sölvadóttir, b. á Ytra-Hóli Sigurðs-
sonar, og Guðnýjar Herdísar Bjarnadóttur.
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir
SÁLFRÆÐINGUR (REYKJAVlK
Hulda lauk stúdents-
prófi frá MR 1988, BA-
prófi í sálfræði frá HÍ
1992, prófi í uppeldis-
og kennslufræði 1993,
embættisprófi í klínískri
sálfræði við Háskólann
í Árhúsum 2000 og sér-
fræðinámi í hugrænni
atferlismeðferð við End-
urmenntun HÍ 2005.
Með námi var Hulda
stjórnandi Útilífs og æv-
intýranámskeiða fyrir
böm, starfsmaður við
geðdeild Landspítalans
og leiðbeinandi við Vinnuskóla
Reykjavíkur. Hún var uppeldis-
fulltrúi við geðdeild Borgarspít-
ala 1993-94, stuðningsfulltrúi hjá
Dagvist bama 1994-95, aðstoðar-
forstöðumaður Sumarbúða skáta
á Úlfljótsvatni sumarið 1996
og forstöðumaður þar sumr-
in 1997, 1998 og 1999, kennari
við Kvennaskólann í Reykjavík
1995-97 og hefur verið sálftæð-
ingur hjá Ráðgjafar- og sálfræði-
þjónustu Skólaskrifstofu
Mosfellsbæjar frá 1999.
Hulda situr í stjórn
Bandalags íslenskra
skáta, er formaður Al-
þjóðaráðs, hefur ver-
ið fararstjóri á erlend
skátamót, var móts-
stjóri Landsmóts skáta
2005, hefur gegnt helstu
foringjastörfum skáta-
hreyfingarinnar, situr í
stjórn Umhyggju og er
formaður Félags sál-
fræðinga við skóla.
FJÖLSKYLDA
Systur Huldu em Oddný
Guðrún Guðmundsdóttir, f.
18.4. 1969, grunnskólakenn-
ari í Reykjavík; Birgitta Heiðrún
Guðmundsdóttir, f. 11.4. 1974,
deildarstjóri á leikskóla í Reykja-
vík.
Foreldrar Huldu em Guð-
mundur Pétursson, f. 26.6.1946,
bókari, og Elsa Jónsdóttir, f. 10.5.
1946, félagsliði.
Díana Rafnsdóttir
SKRIFSTOFUSTJÓRIOG BÓKARIHJÁ REKSTRARFÉLAGIKRINGLUNNAR
Díana fæddist í
Reykjavík og ólst upp
fyrstu árin í Vogun-
um. Hún var í Voga-
skóla, flutti síðan með
fjölskyldu sinni og var
síðan í Garðaskóla,
stundaði nám við Iðn-
skólann í Hafharfirði
og lauk sveinsprófi sem
hársnyrtir. Hún starf-
aði síðan á nokkrum
hárgreiðslustofum um
skeið.
Díana stundaði nám
í bókhaldi á árinu 2005.
Hún hóf síðan störf hjá Rekstr-
arfélagi Kringlunnar í ársbyrj-
un 2006, hefur unnið þar síðan,
verið þar í ýmsum störfum og
starfar nú sem skrifstofustjóri
og bókari þar.
FJÖLSKYLDA
Maður Díönu er Styrmir Þor-
gilsson, f. 9.5. 1979, sölumaður
hjáVífilsfelli.
Dóttir Styrmis er Hildur
Hrönn Styrmisdóttir, f.
13.12.2000.
Systkini Díönu eru
Sigurbjarni Rafnsson, f.
1971, kjötiðnaðarmað-
ur og slökkviliðsmaður,
búsettur á Sauðárkróki;
Guðný Rafnsdótt-
ir, f. 1971, starfsmað-
ur við efnalaug, bú-
sett í Reykjavík; Jónína
Rafnsdóttir, f. 1973,
skrifstofustjóri og bók-
ari, búsett í Hafnar-
firði; Björk Rafnsdóttir,
f. 1976, skrifstofukona,
búsett í Reykjavík; Jóhanna
Rafnsdóttir, f. 1986, nemi í
Reykjavík.
Foreldrar Díönu eru Rafn
Guðmundsson, f. 23.2. 1950,
lengst af bifreiðastjóri og nú bif-
reiðastjóri hjá Kaupþingi, og Jó-
hanna Pétursdóttir, f. 29.7.1949,
starfsmaður við seðlagreiningu
hjá Seðlabanka íslands.
Díana verður heima á afrnæl-
isdaginn með kaffi og með því.
Drífa Bjarnadóttir líffræðingur er þrítug í dag:
Silfurhjartað frá ömmu besta gjöfin
Ertu mikil afmælisstelpa? „Já, svona þegar
ég má vera að því. Ég ætla nú ekkert að halda
upp á það í dag en slæ upp smá veislu um
helgina. Ég er búin að fá pössun fýrir hjörð-
ina, en það kemur svo í ljós hvort maður fer
eitthvað á eftir."
Drífa á myndarlega fjölskyldu, þrjú börn
og mann. „Ég verð að viðurkenna að ég eyði
miklu meira púðri í að halda upp á afrnælin
þeirra en mitt eigið," segir hún.
Ætlarðu.að fá þér nýjan kjól fýrir afmælis-
veisluna? „Já, ég var að redda afinælisdress-
inu, svörtum einföldum kjól úr Zöru," segir
Drífa.
Sem barn hlakkaði hún alltaf mikið til af-
mælisdagsins. „Já, maður hlakkaði til þess í
að minnsta kosti hálft ár á undan," segir hún
og þar er ein gjöfin minnisstæðari en aðrar.
„Amma mín gaf mér einu sinni hálsmen
sem ég held mikið upp á, lítið silfurhjarta
með steinum í. Mig var búið að langa í það
lengi, hún komst svo á snoðir um það og
keypti það handa mér," segir Drífa.
Veistu hvað þú færð frá manninum þín-
um. „Hann er alveg hugmyndalaus, en er að
reyna að fá mig til að segja sér hvað það á að
vera. Það er ekkert sem mig vantar, en skór
eru reyndar alltaf besta gjöfin, það er að segja
ef maður velur þá sjálfur."
Ertu mikil skókona? „Ég vil vera það, já.
Það er bara spurning hvað maður lætur eftir
sér. Maður á aldrei of mikið af skóm."
Er eitthvað sem þú varst búin að ákveða
að klára áður en þú yrðir þrítug?
„Já, ég ætlaði að klára barneignir fyrir þrí-
tugt og ég náði því. Svo er fullt af markmiðum
fram undan, en það eru kannski ekki endi-
lega tímamörk á þeim."
DV óskar Dríftt innilega til hamingju með
daginn.