Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2008, Blaðsíða 30
•.30 FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2008
Slöast en ekki slst DV
BÓKSTAFLega
„Nú ætti einhver
að láta reyna
á ábyrgð
þeirra,
sem halda
úti vefsíð-
um, þar sem
nafnleysingjar
vega ao samborgurum
sínum með dónaskap og
óhróðri."
■ Björn Bjarnason, dómsmálaráö-
herra, á bloggsíðu sinni f kjölfar
dóms f máli Ómars R. Valdimarssonar
gegn bloggaranum Gauki Úlfarssyni.
„Það er mjög góð stemn-
ing hérna. Allavega miklu
betri heldur en ef það
væru bara kellingar að
vinna hérna."
■ Halli í Botnleöju, i
viðtali við DV, um
stemninguna á
leikskólanum
Hörðuvöllum
þar sem starfa sjö
karlfóstrur.
.f*
„Ég skil ekkert í þessu."
■ Rebekka Kolbeinsdótt-
ir söngkona
Merzedes Club, í
Morgunblaðinu,
um Eurobands-
fárið allt saman.
„Þetta er
svolítið eins
og að fá pípara í vinnu,
ræða ekkert við hann um
greiðslu og borga honum
svo ekki krónu.
■ Magni Ásgeirsson
f Morgunblaðinu.
Tónlistarmenn sem
sungu inn á
Laugardagslaga-
safndiskinn, fá
margir hverjir
ekki krónu
borgaða.
„Vandi fyigir
vegsemd nverri o
ábyrgð fylgir því að eiga
glás af monní-
peningum.
■ Birna Þórðardótt-
ir f 24 stund-um
um óskir Björgólfs
Guðmundssonar
um að leigja
Hallargaröinn.
„Stundum er ágætt að
hafa karlana með til að
halda á pokunum íyrir
okkur!"
■ Ragnheiður Guðftnna fegurðardís f
24 stundum, en hún er fararstjóri í
lífsstfls- og heilsunámsskeiðum
Siggu Dóru f Orlando.
SLARKFÆR í DÖNSKU
EINSOG MARGIR
A/IAÐUR
DAGSINS
Hvað drífur þig áfram?
„Gríðarlegur metnaður."
Hverjir eru helstu styrkleikar og
veikleikar þfnir?
„Styrkleikinn er samviskusemi
en veikleikinn gemr verið of mikil
kröfuharka."
Hvað gerir þú hjá Kaupþingi?
„Það er ekki til íslenskt heiti yfir
það. Ég vinn á verkefnastofu sam-
stæðurnar."
Hvar myndir þú vilja búa ef ekki
á íslandi?
„Ég gæti vel hugsað mér að búa í
Þýskalandi eða jafnvel á Italíu."
Með hverjum heldur þú í enska
fótboltanum?
„Ég held með Chelsea og hef gert
það síðan 1968. í þá daga voru það
Peter Bonetti og Peter Osgood sem
heilluðu mig."
Með hverjum heldur þú í þýska
handboltanum?
„Ég ber miklar taugar til Gumm-
ersbach sem helgast af öllum íslend-
ingunum sem starfa þar. Róbert, Al-
ffeð, Sverre og Guðjón Valur."
Hvernig slakar þú á?
„f faðmi fjölskyldunnar."
Hvaða tungumál talar þú?
„Fyrir utan íslensku tala ég þýsku
og ensku. Svo er ég slarkfær í dönsku
eins og margir aðrir."
Hefðir þú valið EM-hópinn
öðruvísi?
„Nei, ég myndi ekki segja það."
Hvort henta æfingaleikir gegn
Spáni eða Frakkland íslandi
betur?
„Þau eru búin að bjóða okkur æf-
ingaleiki og ég held að það henti okk-
ur vel að fá Frakka. Frakkarnir era
með gott lið og sérstaklega góða vöm.
Það væri mjög krefjandi verkeftii að
spila við þá og er góður mælikvarði á
hvar okkar lið stendur. Það má samt
segja um bæði Frakka og Spánveija."
Hverjar verða helstu áherslu-
breytingarnar í leik liðsins?
„Þær verða nokkrar sem snúa að
öllum þáttum leiksins. Ég er svona
að byrja að skoða þetta ofan í grann-
inn og það verða breytingar á flestum
sviðum. Það er samt eðlilegt þegar
nýr maður tekur við því með nýjum
mönnum koma nýjar áheyrslur."
Ætlar þú að vera duglegur að
mæta á ieiki f N1 -deildinni?
„Að sjálfsögðu. Ég hef fylgst bæri-
lega með fram að þessu en mun kapp-
kosta að fylgjast enn betur með núna.
Ég hef alltaf verið mjög opinn fyrir því
þegar ég vel landslið að gefa nýjum
mönnum tækifæri þannig að menn
úr deildinni héma heima eiga góðan
möguleika á að verða valdir."
Hvernig aðstoðarþjálfara vilt þú?
„Hann þarf að hafa brennandi
áhuga á handbolta og vera heiðar-
legur. Þekkingin er líka mikilvæg og
hann þarf að þekkja boltann vel. Það
væri ekkert verra ef hann væri algjör
andstæða við mig en ég legg áherslu á
faglega þáttinn."
Guðmundur Þórður
Guðmundsson
kom HSÍ til bjargar þegar hann
tók við stöðu landsliðsþjálfara
íslands í handbolta. Guðmundur
stýrir nú liðinu í annað skiptið og
gefur lítið fyrir það hvort hann sé
fyrsti, annar eða fimmti kostur í
starfið.
Hver er maðurinn?
„Hann er Reykvíkingur sem er
búinn að vera viðloðandi handbolta
síðan hann var fimm ára."
SANDKORN
■ íslenskir bókaútgefend-
ur dæla nú út nýjum kiljum
og öðram bókum af miklum
móð. Sjö af tíu mest seldu bók-
um vikunnar hjá Eymundssyni
og Máli og
menningu
era gefnar út
á þessu ári.
Mest selda
bók vikunn-
ar, Þúsund
bjartar sólir,
kom út í kilju
fyrir nokkr-
um dögum og að sögn Bryndís-
ar Loftsdóttur hjá Pennanum-
Eymundssyni þarf enga sérstaka
skyggnigáfu til að segja fyrir um
það að sú bók mun verða ein
af tíu mest seldu bókum þessa
árs. „Bróðir" hennar, Flugdreka-
hlauparinn, taki svo aftur kipp
enda sýningar á samnefndri
kvikmynd að hefjast.
■ Barinn við Laugaveg 22 er
þekktur fyrir nýstárlegar að-
ferðir í veitingarekstri. Til að
mynda var svokallað reykher-
bergi smíð-
að á efstu
hæð stað-
arins, sem
gerði allt
vitlaust fyrir
skemmstu.
Nú hefur
Barinn
bryddað
upp á því að sleppa að hafa
svokölluð glasabörn í vinnu,
sem sjá um að hrfeinsa óhrein
glös af borðum. Þéss í stað
býðst gestum staðarins að
safna fimm tómum glösum og
fá einn bjór að launum. Það er
naumast.
■ Síðastliðinn föstudag voru
haldnir hiphop-tónleikar í
félagsmiðstöðinni Árseli í Ar-
bænum. Tilgangur tónleik-
anna var að safna fyrir nýjum
græjum fyrir félagsmiðstöðina
og höfðu nokkrjr.hiphop-tón-
listarmenn úr Árbænum boðað
komu sína. Meðal þeirra var
rapparinn Birkir B í Forgott-
en Lores sem ætlaði að taka
nokkur lög með félaga sínum
í hljómsveitinni Örkum. Þeg-
ar Birkir komst hins vegar að
því að strákurinn sem stofnaði
Myspace-síðuna Félag gegn
Pólverjum myndi spila á sömu
tónleikum kærði hann sig ekki
um að mæta og afboðaði komu
sína.
„Við endur-
speglum
það sem er
að gerast
á götum
íslands, á
meðan Sig-
ur Rós til dæmis,
sýnir
ykkur hvað er að gerast
uppi á fjöllum."
■ Krummi i Mtnus I viðtali við
tímaritið Rocksound sem gaf nýjustu
plötu hljómsveitarinnar flottan dóm.
„Lítil eftirspurn eftir dýr-
um lánum."
lÁsgeir Jónsson
hjá Kaupþingi,
(Fbl. Það er
skritið, vilja
ekkiallirfá
alveg ofsalega
dýr lán?