Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Page 15
DV BRÚÐKAUP MIÐVIKUDAGUR 16. APRlL 2008 15 Brúðkaupstímabilið lengist Talið berst að sumrinu sem er tíminn sem flestir velja að gifta sig á. „Hvað varðar tímasetningu á brúðkaupum tek ég eftir því í mínu starfi að það er aukning á brúðkaupum í maí og september. Aður röðuðust brúðkaupin mikið á júm', júlí og ágúst en mér finnst það allt vera að breytast. Það er yndislegt að gifta sig í maí þegar náttúran er að vakna til lífsins eða í haustlitum septembermánaðar. Það er nú oft þannig að íslendingar eru úti um allt yfir hásumarið og það getur markað gestalistann verulega. Ég tek líka eftir því að fólk leggur mikið í undirbúning að brúðkaupsathöfninni sjálfri í samstarfi við prestinn og tónlistarfólkið. Það er einnig orðið mjög sjaldgæft að brúðkaupsgestir komi bara í veisluna en ekki athöfnina sjálfa, það er mjög jákvæð breyting. Einnig eru sálmar miklu oftar á topp tíu listanum við þessar athafnir. Það þakka ég ekki síst tónlistarfólki dagsins í dag sem hefur verið að færa sálmana með nýjum hætti til þjóðarinnar, eins og Gunnar Gunnarsson, Sigurður Flosason, Ragnheiður Gröndal, Ellen Kristjáns, Egill Ólafsson og fleiri góðir," segir Jóna Hrönn að lokum sem sjálf kemur til með að gifta mörg Séra Jóna Hrönn Bolladóttir spjallaði við blaða- mann DV um brúðkaup og breyttar hefðir. „Þegar ég hittí brúðhjón til að undirbúa brúðkaupsathöfnina og umræðan snýst um hefðir og siði, bendi ég alltaf á að það eru tengslin sem skipta fyrst og fremst máli en ekki hefðirnar. Þetta kemur til dæmis oft upp þegar kemur að því að velja sér svaramann. Hefðin er sú að feður hafi það hlutverk. Faðir brúðarinnar leiðir dóttur sína upp að altarinu, en það er rjúfanlegt, auðvit- að. Eðlilegast væri í mínum huga að brúðhjón leiddust inn," segir Jóna um hefðirnar. „Ákvörðun um sambúð og hjónaband er þeirra. Nú eru sem betur fer ekki brúðir gefnar og greiddur heimamundur, heldur koma tveir jafningjar til kirkjunnar til að bera fram heit sín ffammi fyrir Guði og mönnum. Núna er það þannig að fólk þekkir ekki endilega til uppruna hefðanna og setur aðra merkingu í hlutina." Breyttar hefðir Jóna Hrönn segir það æ algengara að brúðhjón velji góða vini sem svaramenn frekar en foreldra eða systkin. „Það kemur líka fyrir að brúður komi gangandi inn með börnum sínum sem hafa náð sjálfræðisaldri. Mín skoðun er nú sú að fólk eigi ekki að bíða svo lengi með að gifta sig að börnin þeirra séu orðin nánast fullorðin, en svo geta þetta auðvitað verið börn af fyrra sambandi. Ef velja á foreldri sem svaramann er alveg jafneðlilegt að mæðurnar gegni því hlutverki og feður. Það er líka alveg sjálfsagt ef það er erfitt að gera upp á milli að báðir foreldrar séu svaramenn. Það hefur komið fyrir í samsettum fjölskyldum að brúðurin hafi átt erfitt með að gera upp á milli blóðföður og fósturföður. Þá hef ég lagt til að þeir séu báðir svaramenn," segir Jóna um breyttar hefðir. Dómkirkjan er gríðarlega vinsæl yfir sumartímann og laugardagar þéttbókaðir: ; Fimm Dómkirkjan í Reykjavík Er vinsæl vegna glæsileika og staðsetningar. - aráeinumde „Það er mjög mikið bókað hjá okkur og nánast full ir Ástbjörn Egilsson, kirkjuhaldari Dómkirkjunnar „Það eru alltaf einhverjar tilfærslur og breytingar á dagsetningum þannig að eitthvað losnar en það er ekki mikið." Dómkirkjan, sem stendur í miðbæ Reykjavíkur við Austurvöll, hefur verið ein allra vinsælasta kirkja landsins þegar kemur að giftingum og er ekkert lát þar á. Þegar mest lætur eru fjórar til fimm giftingar á dag. „Flestallir laugardagar eru uppbókaðir. Við erum jafnvel með nokkra daga þar sem eru fjögur eða fimm brúðkaup á sama degi," segir Ástbjörn en þá byrjar dagskráin skömmu eftir hádegi. „Við erum þá með eitt klukkan hálftvö, svo þrjú, hálffimm, sex og jafn- vel hálfátta." Ástbjörn segir að lítið sé um brúðkaup á virkum dög- um en föstudagar taki kipp yfir hásumartímann. Aðspurður hvað kosti að leigja kirkjuna segir Ástbjörn það vera á bilinu 30 til 35 þúsund krónur. „Presturinn tekur um 12.000, organistinn eitthvað svipað og kirkjan kostar 6.000 krónur. Þetta er svona lágmarkspakkinn." asgeir®dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.