Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 16. APRlL 2008
BRl'JÐKAUP DV
f*U
ApaíClr
m
fwmi.
%■ * r i
Saw? f
# V »
iseíí& ■•' J
Ragnliildur Fjeldsted
blómasali í Daiis á rósum á Baldurs-
, hér
heima og erlendis. Hún leggur mikla áherslu á að vinna út frá
væntingum og óskum brúðhjónanna, enda sé bmðkaupsdag-
urmn og undirbúningur í)Tir hann draumur margra brúða.
uri
Ragnhildur segir það mikilvægt hlutverk að
skilja þann draum og útfæra hugmyndir sam-
kvæmt væntingum og óskum brúðhjónanna.
1 nýlegu brúðarblaði Nýs Lífs gaf Ragnhildur
lesendum nokkur ráð varðandi brúðarvönd-
inn og skreytingar í salnum.
„Auðvitað er tíska í blómaskreytingum og
brúðarvöndum eins og öðru en mikilvægt er
að hver brúður sé í takt við sjálfa sig og sínar
væntingar. Snúið ykkur til blómasala sem gefur
skýra mynd af kostnaði og bendir í hreinskilni
á hvað má missa sig og hvað á að leggja áherslu
á.
Finnið blóm sem mikið framboð er af þeg-
ar brúðkaupið er haldið. Þau blóm eru bæði
ferskust og á hagstæðasta verðinu. Best er að
kanna með góðum fyrirvara hvort blómin
sem brúðurin óskar eftir séu fáanleg á þeim
tíma sem brúðkaupið fer fram. Bóndarós er til
dæmis aðeins fáanleg átta vikur á ári og er dýr
bæði í byrjun og lok tímabilsins. Callaliljan er
líka ífekar dýr en verðið á henni og orkídeum
fer eftir framboði á hverjum tíma.
íslenskar rósir eru fallegar og fáanlegar all-
an ársins hring. Islenskir rósabændur eru dug-
legir að kynna sér nýjungar og fylgja hinum
ýmsu tískustraumum þannig að íslensku rós-
irnar eru á heimsmælikvarða, bæði hvað varð-
ar lögun, liti og endingu rósanna. Síðan má
nota önnur blóm með.
Notið stórar, tignarlegar skreytingar sem
tekið er eftir, frekar en margar litlar. Sumir
blómasalar, eins og Ragnhildur, lána vasa íyrir
stórar skreytingar án sérstaks gjalds, það sparar
bæði peninga og fyrirhöfn. „Þær þurfa ekki að
vera margar til að gera salinn svo glæsilegan að
tekið verði eftir því og fólk kalli váááá. Borðin
er svo hægt að skreyta með sprittkertum,
kubbakertum og einu blómaknippi í lágum
vasa. Hægt er að útfæra það á ótal vegu.
Ef kirkjan er falleg og hlýleg, eins og þær
eru flestar, þarf ekki endilega að skreyta hana
eða kirkjubekkina. Þó er alltaf fallegt að setja
kerti í glugga kirkjunnar, sérstaklega að hausti
og vetri til. Það er nokkuð sem hægt er að biðja
vini og fjölskyldu um að gera. Ef kirkjan er
skreytt, er best að nota skreytingar sem hægt
er að nota áfram í veislunni á eftir. Hafið gott
ilmkerti og örfá blóm inni á snyrtingu og einnig
er smart að hafa þar hársprei, myntu og helstu
nauðsynjar til snyrtingar."
Heiðar Jónsson, sem er þjóðinni kunnugur undir starfsheit-
inu snyrtir, hefur tekið við ritstjórn á heimasíðunni brudurin.is.
Vefnum var áður stýrt af söngkonunni Guðbjörgu Magnúsdóttur
en hún stofnaði vefinn fýrir meira en fjórum árum en hann hefur
notið mikilla vinsælda ffá fysta degi.
„Nú er komið að vissum tímamótum," segir Heiðar sem segist
njóta sín afar vel í sttu'finu.
Breytt og meiri tækni, auknar kröfur neytenda, meira
vöruframboð, fleiri þjónustuaðilar kalla á virkari og meira lifandi
vefsíður segir í tilkynningu Heiðars um breytingarnar á síðunni.
Að sögn Heiðars er síðan í stöðugri vinnslu og er stefnan að geta
boðið upp á allar upplýsingar sem við koma brúðkaupum og
undirbúningi þeina á síðunni.
„Aðalmarkmið brudurin.is verður eftir sem áður að aðstoða
alla sem eru að fara að gifta sig, aðstandendur þeirra og vini.
Hún nýtist um leið öllum þeim sem eru að stofna eða endumýja
heimili, halda veislur, kaupa gjafir eða hafa bara áhuga á tísku,
hönnun og rómantík," segir Heiðar að lokum kolbrun@dv.is