Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Síða 21
Hótel Rangá er lúxushótel, staðsett rétt utan við Hellu. Hótelið tók þátt í keppni á sjónvarpsstöðinni World GMTV árið 2007 og var af áhorfendum valið annað besta brúðkaupshótelið í heiminum það árið. Kirkjustaðurinn Oddi, sem er frægur sögustaður, er í aðeins fimm mínútna akstursfjarlægð frá hótelinu og er kirkjan þar afarfalleg. Á Hótel Rangá eru 37 herbergi. Auk þess býðst Forsetasvítan sem leigð er út til brúðhjóna. Svítan, sem er mjög glæsilega útbúin, býður upp á fagurt útsýni yfir Eystri-Rangá, Heklu og Sólheimajökul, svo eitthvað sé nefnt. Hornbaðker er í öllum herbergjum, auk þess sem heitir pottar fyrir utan hótelið standa gestum til boða. Starfsfólk Hótel Rangár er þekkt fyrir ríka þjónustulund. Þá er herbergisþjónusta til taks allan sólarhringinn. I sumar verður herbergjum hótelsins fjölgað um 14. Þar af verða tvær stórar og glæsilegar svítur og fimm junior-svítur, auk þess sem nýr salur verður tekinn í notkun. Hægt er að leigja allt hótelið ef óskað er eftir því en gestir eru hvattir til að gera slíkt með góðum fyrirvara, enda hótelið yfirleitt vel bókað. Prýðisaðstaða er fyrir hljómsveit og dans. Veitingarnará Hótel Rangá eru í sérflokki og ekkert til sparað. Sem dæmi þá er hægt að fá fimm rétta brúðkaupsmatseðil sem ákveðinn er í samvinnu við brúðhjónin í hvert skipti en auðvitað er komið til móts við óskir hvers og eins. I nánasta umhverfi hótelsins er afþreying af ýmsum toga. Má þarnefna útreiðatúra,jeppaferðir,veiði,snjósleðaferðirog göngutúra. Hótel Rangá er fyrsta íslenska hótelið sem hefur fengið inngöngu í samtökin Special Hotel ofthe World 2008. Sextíu og átta af bestu hótelum heimsins eru í þessum samtökum. HOTEL RANGA LUXþlRY HOTEL & DINING Suðurlandsvegur-851 Hella S(mi 487 5700 • Fax 5870570 hotelranga@hotelranga.is www.allseasonhotel.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.