Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Blaðsíða 25
PV Sport
MIÐVIKUDAGUR 16. APRll 2008 25
Bof
Ferdinand aö skrifa undir
nýjan samning
Rio Ferdinanc•, varnarmaður
Manchester United, er við það að skrifa
undir nýjan samning við félagið til fimm
ára. Orðrómur
var uppi um að
Ferdinand væri á
leið til Barcelona
en alltslíkttal er
úr lausu lofti
gripiðefmarka
má nýjustu
fregnirfráOld
Trafford.
Samningur
Ferdinands verður ekkert slor en talið er
aðhannfáium130 þúsund pund á
viku, eða litlar 19 milljónir króna.
Ferdindan er 29 ára og verður því 34 ára
þegar samningur hans við Manchester
United rennur út.„Rio er mjög ánægður
hjá Manchester United. Hann vildi vera
lengur og þeir vildu hann áffam. Ég hef
trú á því að hann geti leikið lengur en
Paolo Maldini," segir Zahavi,
umboðsmaður Ferdinands.
Flamini að fara
Mathieu Flamini ersagðurefsturá
innkaupalista Bayern Munchen fyrir
sumarið en þetta gaf Uli Höness
ffamkvæmdarstjóri þýska stórveldisins i
skyn. Flamini
semer24ára
hefurekki enn
skrifað undir
nýjan samning
við Arsenal og
gætifariðfrá
félaginu á frjálsri
sölu í sumar.
Juventus lýsti
nýveriðyfir
áhuga á kappanum og Uli Höness segir
að standi til að styrkja miðsvæðið (
sumar og er talið að Flamini sé þeirra
fyrsti kostur en Höness vildi ekki nefria
nein nöfn.„Ég vil fá nýja stjömu á
miðjusvæðið og við erum alltaf með
augun opin fyrirgóðum leikmönnum
og þurfum ekki alltaf að eyða miklum
pening (þá," sagði Höness.
HK vann góðan útisigur, 22-25, á Val:
HKLAGÐIVAL
HK-ingar lögðu val í Vodafon-
ehöllinni 25-22. HK-ingar mættu
ákveðnari til leiks og ljóst frá upphafi
að liðið langaði meira í stigin tvö sem
í boði voru.
HK leiddi í hálfleik 11-8 og var
með frumkvæðið allan leikinn. Vals-
menn náðu að minnka muninn í 20-
19 en þá tóku HK-ingar leikhlé og
réðu ráðum sínum. Það virkaði vel
og á lokakaflanum voru Kópavogs-
búar sterkari.
Athygli vekur að Valsmenn skor-
uðu 22 mörk á heimavelli og góður
varnarleikur HK-manna var lykill-
inn að sigrinum. Valsmönnum virð-
ist ganga erfiðlega í sóknini um þess-
ar mundir en þeir skoruðu 23 mörk
í síðasta leik og lítið gekk í sókninni
í uppsettum leik. Flest mörk þeirra
komu eftir einstaklingsframtak eða
eftir harðaupphlaup. Hugsanlega
spilaði inn í að Baldvin Þorsteins-
son, Ernir Hrafn og Sigurð Eggerts-
son léku allir h'tið vegna meiðsla. Því
reiddi Óskar Bjami, þjálfari liðsins,
sig á yngri leikmenn sem gekk illa að
fóta sig á stóra sviðinu.
HK-menn spiluðu ágædega í
leiknum og sigur þeirra var aldrei í
mikilli hættu þótt Valsmönnum hafi
tekist að mimika muninn í eitt mark
undir lokin. Auk Egidijus Petkevicius
í markinu átti Ragnar Hjaltested fín-
an leik en hann skoraði 7 mörk.
Gunnar Magnússon, aðstoðar-
þjálfari HK, var sáttur í leikslok. „Við
vorum ákveðnir í því að koma til baka
eftir slæmt tap fyrir norðan. Auðvitað
erum við mjög sáttir með varnarleik-
inn hjá okkur að þessu sinni. Petja
varði vel í markinu og þegar vörnin
er góði erum við illviðráðanlegir.
Sigurinn er mikilvægur fyrir HK
því við gerum okkar besta að festa
klúbbinn í sessi sem eitt af bestu
liðum landsins. Auðvitað ætíum
við okkur að ná öðru sætinu og lík-
ur eru á því að við spilum úrslitaleik
við Fram um annað sætið í þarnæstu
umferð. Það verður hörkuleikur en
ég er bjartsýnn á framhaldið," segir
Gunnar Magnússon.
vidar@dv.is
Benitez á eftir Barry
Rafa Benitez, framkvæmdastjóri
Llverpool, er á höttunum eftir Gareth
Barry, leikmanni Aston Villa. Talið er að
Liverpool sé tilbúið að borga um 12
milljónir punda fýrir kappann. Ekki er
víst að upphæðin sé næg til þess að
freista Aston Villa til þess að selja hinn
27 ára gamla fyrirliða. Ekki er víst að
Benitez fái peninga frá stjóminni til þess
að kaupa Barry, en mikil átök hafa verið
innan hennar síðan fram kom að Rick
Parry hefði rætt við Jiirgen Klipsmann
í Bandaríkjunum seint á síðasta ári.
Martin O'Neill, framkvæmdastjóri
Aston Villa, hefur gefið það út að hann
vilji ekki láta Barry af hendi baráttulaust
og vill bjóða honum samning sem veitir
honum töluvert hærri vikulaun en þau
50 þúsund pund sem hann fær nú.
Ekki er enn allt búiö
Stephen Warnock leikmaður Blackburn
segir að Manchester United eigi ekki
öruggan sigur þegar liðin mætast á
Ewood Park
næstu helgi.
Manchester
Unitederígóðri
stöðu á toppi
deildarinnar
meðfimm
stigum meira en
Chelsea þegar
fjórir leikir eru
eftir.„Þeireru
ekki spenntir fýrir því að koma til okkar
og við höfum ekki verið góðir og erum
ósáttir með okkur. Oftast komum við
sterkarí til baka og vonandi gerist það á
laugardaginn og við munum eflaust
spila vel," sagöi Wamock.„Það geta allir
unnið alla (þessari deild og allir vita þaö.
Við munum ná stigum og við munum
tapa stigum í næstu leikjum og við
vitum það. Það eina sem við getum gert
er að vinna okkar vinnu og vonandi er
það nóg," sagði Wamock.
HAUKAR UNNU AKUREYRI29-27 OG HÉLDU PARTÍINU GANGANDI:
HAUKAR HÉLDU HAUS
Það var að litlu að keppa á Ásvöllum (gær þegar ný-
krýndir íslandsmeistarar Hauka mættu norðanmönn-
um frá Akureyri. Akureyringar höfðu tryggt áframhald-
andi veru sína í deildinni um siðustu helgi og var
leikurinn eftir því frekar daufur.
Fyrri leikir liðanna höfðu báðir endað með jafntefli,
27-27 fyrir norðan og 24-24 (Hafnarfirði. (bæði skiptin
jöfnuðu Haukar undir lokin. Fyrsti sigurinn, það var þó
eitthvað þarna undir niðri sem var þess virði að keppa
_ að.
Þegar lið tryggir sér (slandsmeistaratitil verður yfir-
I leitt spennufall í leikmannahópnum en það er ástæða
B fyrir að Aron Kristjánsson er af mörgum talinn einn
fremsti þjálfari landsins í dag, ef ekki sá fremsti.
Liðið stefndi hraðbyri að stórsigri og leiddi í hálfleik,
17-9. Eftir það var aldrei spurning hvorum megin sig-
urinn myndi lenda og slökuðu Haukamenn aðeins á
klónni. Það má ekki gegn baráttuglöðum norðan-
mönnum sem klóruðu í bakkann undir lokin en það
var of lítið og kom of seint. Haukar héldu haus og
lönduðu 29-27 sigri.
Gísli Jón Þórisson skoraði 7 mörk fyrir Hauka, Freyr
Brynjarsson 5 og Andri Stefan 4 en Aron leyfði kjúkl-
ingunum í liðinu að spreyta sig töluvert. Jónatan Þór
Magnússon gerði 6 mörk fyrir Akureyri og Hörður Fan-
nar Sigþórsson 5. benni@dv.is
Gísli Jón Þórisson Skoraði j
7 mörk í liði Hauka sem vann
þægilegan sigur á Akureyri.
Fram vann Stjörnuna 33-30 í Nl-deild karla í handbolta
í gærkvöld. Leikurinn skipti litlu sem engu máli og bar
keim af því. Stjarnan notaði ungviðið mikið í leiknum.
■ ->» < r-;- :.<í.~- '■ ■■.• ■
A - fík.
vLGRO
Skýjum ofar Guðjón Finnur
Drengsson skorar hér eitt af fjórum
mörkum sínum í gærkvöldi.
„Við nenntum þessu aðeins meira
en Stjarnan," sagði Björgvin Páll
Gústavsson, markyörður Fram, eftir
sigurleik sinna manna, 33-30, gegn
Stjörnunni í gær. Mótið er nú þeg-
ar búið og sást það bæði á mætingu
og áhuga áhorfenda sem og áhuga
leikmanna. „Núna er þetta spurning
um að halda stoltinu og klára mót-
ið með sóma fyrir félagið og stuðn-
ingsmennina. Það er frábært að sjá
einhverja nenna að mæta því við
eigum það ekki skilið fyrir síðustu
leiki," sagði Björgvin.
Eins og æfingaleikur til að
byrja með
Þeir 40 áhorfendur sem voru
mættir við upphaf leiksins í gær,
þar af 9 stuðningsmenn Stjörnunn-
ar, fengu ágætis upplifun um hvern-
ig ex að spila handboltaleik í efstu
deild. Svo steindautt var í húsinu að
hvert orð sem leikmenn og þjálfarar
sögðu heyrðist svo vel að áhorfend-
ur eru nú vel með á nótunum hvað
leikkerfið „17" þýðir hjá Fram.
Það voru þó heimamenn sem
reyndu að byggja upp smá stemn-
ingu innan síns liðs og fögnuðu
hverju marki af ákafa. Þetta skilaði
líka mun ákveðnari leik frá Fram
sem leiddi í hálfleik, 15-12.
Ungviðið inn á hjá Stjörnunni
Guðmundur Guðmundsson,
Daníel Einarsson, Bjarni Þórðar-
son og Hermann Björnsson eru ekki
þekktustu nöfnin í bransanum en
þessir ungu strákar spiluðu allir stór
hlutverk í Stjörnuliðinu í gærkvöld.
Sá síðastnefndi sýndi ágætis tilþrif
og skoraði 4 mörk. „Við erum núna
að nota þetta mót rétt. Leyfa ungu
strákunum að spila og fá reynslu í
úrvalsdeildinni. Hermann var fi'nn
þegar hann hafði tekið skrekkinn
úr sér," sagði Kristján Halldórsson,
þjálfari Stjörnunnar.
Fram var þó alltaf sterkara og
leiddi mest með 7 mörkum, 25-18,
og virtist ætía að landa auðveldum
sigri í höfn. Stjarnan kom þó til baka
undir lokin en munurinn var alltaf
of mikill fyrir gestina sem þurftu að
játa sig sigraða, 33-30.
„Á meðan það er smá líf í okkur
og karakter er ég sáttur" sagði Kristj-
án Halldórsson, þjálfari Stjörnunn-
ar, við DV eftir Ieikinn. „Við vildum
eitthvað í þessum leik og komum til
baka sem ég var ánægður með. Nú
er málið fyrir okkur að klára mótið
með sæmd," bætti Kristján við.
Björgvin Páll Gústavsson segir
mótið nú snúast um hvernig menn
mæta tilbúnir í leikina. „Nú fer þetta
eftir því hvort liðið nennir meira í
leikjunum. Stjarnan virðist hætt,
þess vegna tókum við þetta í dag.
Við getum samt ekki kennt Hauk-
unum um hvernig mótið hefur far-
ið því það er einfaldlega skandall
hversu auðvelt við hin liðin höfum
gert þeim þetta," sagði Björgvin.
tomas@dv.is