Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.2008, Síða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 16. APRlL 2008 Fákus DV SJÓNVARPSÞÍÐINGAR í BRENNIDEPLI Frá Leiðarljósi til L'elisir - fjölbreytt flóra sjónvarpsþýðinga er yfirskrift hádegisspjalls Bandalags þýðenda og túlka og Þýðingaseturs Háskóla Islands í dag. Þátttakendur í spjallinu eru ELLERT SIGURBJÖRNSSON, NANNA GUNNARSDÓTTIR og ANNA HINRIKSDÚTTIR sem öll i langa reynslu af þýðingum. Spjalliðferfram (stofu 311 í Árnagarði og hefst kl. 12.15. Lightsonthe I Iigliway á Organ Hljómsveitin Lights on the Highway heldur tónleika á skemmtistaðnum Organ í kvöld kl. 21. Strákamir hafa ekki látið mikið á sér kræla upp á síökastið en hafa verið að vinna að annarri plötu sveitarinnar. Upptökur hefjast í byrjun júní og kemur platan út í haust. Tónleikarnir í kvöld eru einu tónleikamir sem fyrirhugaðir em hjá strákunum áður en upptökur hefjast. Þeir ætla að spila talsvert af nýju efiii í bland við efni af fyrstu plötunni, og fyrir þá sem ekki eiga gripinn er platan aftur fáanleg eftir að hafa selst upp í fyrstu útgáfu. Hvers virði er ég? Nýr gamanleikur úr smiðju Bjarna Hauks Þórssonar og Sig- urðar Sigurjónssonar, Hvers virði er ég?, hóf göngu sína í Saln- um í Kópavogi í gær og er næsta sýning í kvöld. Bjarni Haukur kryfur í þessari sýningu fjármál- in á íslandi í dag. I grátbroslegri leit að því sem skiptír okkur í raun og vem máli hlífir hann engum, hvorki mógúlum né fjár- vana aumingjum eða sjálfum sér. Bjarni Haukur og Siggi Sig- urjóns stóðu einnig að sýning- unni Pabbanum sem sýndur var við feikilegar vinsældir í fýrra og hittiðfyrra á íslandi og víðar á Norðurlöndunum. Miðasala er á ymidi.is. Gæðablóð og pabbahljómsveit Tónleikar verða haldnir á skemmti- staðnum Dómó við Þingholtsstrætí í kvöld. Þar koma fram söngkonurn- ar Heiðrún Hallgrímsdóttír ásamt hljómsveitinni Gæðablóð og Mar- grét Guðrúnardóttir ásamt Hljóm- sveitinni hans pabba. Enn fremur mun Birna Þórðardóttir lesa eigin ljóð við undirleik Hilmars Arnar Hilmarssonar. Gæðablóð skipa auk Heiðrúnar þeir Kormákur Braga- son, Magnús Einarsson og Tómas Tómasson. Bandið hans pabba sam- anstendur af þeim Ásgeiri Óskars- syni, Björgvini Gíslasyni og Tómasi Tómassyni. Tónleikamir hefjast kl. 21.15 og húsið opnað kl. 20. A BLEIKUM HOSUM Hafnarfjarðarleikhúsið er skemmti- legt leikhús. Og þá er ég auðvitað að tala um húsið sjálft, rýmið sem eitt sinn mun hafa verið biffeiðaverkstæði, hýsti um tíma byggðasafn Fjarðarins, en er nú leikhús. Þetta er breytilegt rými, sveigjanlegt (flexibelt) eins og það er stundum kallað: hægt að koma sætum áhorfenda ogleiksvæðunum fyrir á ýmsa vegu, fitja upp á nýjungum og gera tilraunir með afstöðu sviðs til salar. Að þessu sinni hefur verið búin til „arena", það er hringsvið í miðjum sainum, en áhorfendur sitja á pöllum í heilhring umhverfis. Leikendur koma inn og ganga út eftír göngum á milli áhorfendastúknanna. Þessi skipan er gamalþekkt í leiksögunni, þó hún sjáist ekki oft hérlendis; flestir tengja hana sjálfsagt sirkusnum. Það sem vaktí strax athygli mína á sýningu leikhópsins Opið út, sem frumsýndi þarna leik sinn Mamma mamma síðast liðið föstudagskvöld, var hversu góð hlutföllin voru á milli sviðs og salar. Það var vítt um leikrýmið og gangana inn í það, án þess að úr yrði of mikið gímald; hver áhorfendastúka hæfilega margmenn og hæfilega há, svo að enginn þurfti að troðast langt inn í bekki og fjarlægðir ekki of miklar fyrir þá sem sitja efst og aftast. A meðan á sýningu stendur veit maður af hinum áhorfendunum í hálfrökkrinu, án þess að þeir séu ofan í manni og dragi til sín of mikla athygli, eins og gerist tíl dæmis í Kommúnunni í Borgarleikhúsinu. Ég minnist þess vart að hafa séð jafn vel heppnað arenu-leikhús hér á landi; það væri gaman ef þessi skipan væri nýtt oftar. Sýningin Mamma mamma er sannkallað kvennageim, meira að segja bara einn kall sem fékk að vera með í framkallinu. Það eru þær Þórey Sigþórsdóttir, María Ellingsen, Birgitta Birgisdóttir og Magnea B. Valdimarsdóttír, sem standa á sviðinu, en að baki þeim standa nokkrar ágætar konur (og tveir eða þrír kallar) með leikstjórann Charlotte Böving ffemsta í flokki. Æ, æ, enn ein kvennasýningin með háði og spéi um hinar gömlu og grónu klisjur, stóð miðaldra gagnrýnandi (karlkyns) sig að því að hugsa, þegar hann gekk í salinn og leit augum bleikt hringsvið girt bleikum silkiböndum, því að hér ræður bleiki liturinn ríkjum, einnig í leikskránni og ullarsokíamum sem áhorfendum var boðið að klæðast áður en þeir gengu til sæta sinna. Og þó illt sé ffá að segja: sumir hegðuðu sér eins og óþekkir krakkar, sögðu bara nei við móðurlegar leikdísirnar, sem tóku við þeim af mestu blíðu í dyrunum, og heimtuðu að fá að vaða inn á sínum skítugu skóm. Og hvað gerir ekki mamma, leyfir hún manni ekki allt, æi jú - eða flest, skulum við segja! Missást mér að það væru aðallega miðaldra kallar sem væru með þetta múður? Þó var örugglega stórum þægilegra að vera í bleiku sokkunum. Eftír sýninguna rakst ég raunar á kollega minn (kvenkyns) í örtröðinni frammi og þá var hún búin MAMMAMAMMA ★★★■* Leikhópurinn Opifi út f samvinnu vifi Hafnarfjarfiarleikhúslfi HANDRIT: Leikhópurinn LEIKSTJÓRI: Charlotte Böving ÚTLIT SÝNINGAR: Ólöf Nordal og Þórunn María Jónsdóttir TÓNLIST: Ólöf Arnalds LJÓSAHÖNNUN: Garðar Borgþórsson & LEIKHUSDOMUR að týna skótauinu sínu ... Vona bara hún hafi fúndið það og ekki þurft að típla heim á bleikum hosum. Textinn er í leikskrá sagður höfundarverk leikhópsins sem mér finnst nú, sannast sagna, aldrei lofa góðu. Ég verð víst að fá að vera svo gamaldags að trúa því að leikhúsið sé best komið í höndum höfundar, eins höfundar, sem fær þá lofið jafnt sem lastíð. En þá er ég vitaskuld kominn í andstöðu við þá hugmyndafræði sem klárlega liggur að baki sýningunni og leikstjóri útskýrir mjög vel bæði í leikskrá og á heimasíðu hennar. Meginhugsunin er sú að allir þátttakendur eigi að leggja sitt af mörkum sem leiðir til þess að sýningin verður eins konar „blönduð dagskrá" (hugtak sem var notað í öðru samhengi hér á árum áður), samsetningur meira eða minna sjálfstæðra atriða sem í þessu tílviki fjalla um mismunandi hliðar meðgöngu og móðurhlutverks, samskiptí mæðra og bama, einkum þó - eðlilega - mæðra og dætra. Þetta er heilmikið „teater"; söngur og tónlist gegna stóru hlutverki og sum númerin, t.d. söngur sem María Ellingsen syngur yfir ungabami snemma í sýningunni, ættu skilið að rata út fýrir veggi leikhússins. Maður saknar þess kannski að hafa ekki einhvem skýrari þráð til að tengja atriðin saman, en flæðið var engu að síður mjög gott, ffaman af, og flest atriðin ágæt, fáein blátt áfram snjöll. Húmor og sársauki vegast á, alvaran og háðið, sem er nettílegt, enda - ugglaust - með sterku dönsku ívafi. Ég skal ekki að lengja mál mitt með því að tína til dæmi, ég hvet fólk bara til að drífa sig á leikinn og njóta hans sjálft. Og þó - ég má til með að segja ffá því að toppurinn fyrir minn smekk var hnefaleika- eða glímukeppnin (er það af því að ég er strákur?), einstaklega skemmtilegt dæmi um leikrænan kontrapunkt" sem ég útskýri ekki frekar. Sýningin er án hlés, sem er gott, en undir lokin dettur hún þó niður. Þar fjölgar eintölunum og þó þau séu yfirleitt vel flutt og hæfilega löng, þá em þau of mörg. Maður fær stundum á tilfinninguna að þátttakendum hafi fundist sér skylt að koma sem flestu að úr þeim reynsluheimi móðurinnar sem þær hafa kynnst á sjálfum sér og rannsakað í uppsemingarvinnunni. Þama var tíl dæmis móðirin sem eignast fatlað barn, móðirin sem ættleiðir útlent barn, móðirin sem fæðir dáið barn, móðirin sem er að deyja ung frá börnunum... þó allt eigi þetta athygli og umfjöllun skilið varð sýningin að lokum ofhlaðin. Hvað sagði ég ekki, að það þyrftí einn höfund, einn aðila sem, eftir að hafa hlýtt á góð ráð og ábendingar, tæki að lokum ákvarðanirnar, án þess að þurfa að leiðast út í óhóflegar málamiðlanir?! Það er hins vegar það góða við leiksýningar að þeim er alltaf hægt að breyta, svo lengi sem á annað borð er verið að sýna; það hefúr leikhúsið þó alltaf fram yfir bíóið, og ef einhver bæði mig um álit, myndi ég ráðleggja styttingar í þessum partí. Svo myndi kannski hjálpa til að dreifa aðeins meira úr eintölunum, þó ég þykist að vísu sjá ákveðinn tílgang í þeirri niðurskipan sem fylgt hefur verið. Sem táknmynd er móðirin þekkt stærð í trúarbrögðum og goðsögum heimsins og hún hefur fylgt listsköp- un mannsins frá upphafi. Móðirin gefur lífið og hlúir að lífinu; að því leytí liggur beint við að sjá í henni mynd guðdómsins sjálfs. Það að ala barn og taka ábyrgð á því á meðan það er ófært um að standa á eigin fótum, felur í sér vissa sjálfsfórn sem móðirin fær ekki alltaf miklar þakkir fýrir (reyndar inntakið í einu skemmtilegasta atriði sýningarinnar). En ef móðirin vill ekki sleppa takinu á afkvæmi sínu snýst hún í andhverfu sína og verður nánast lífshættuleg ófreskja sem hetjan - í módeh goðsögunnar - gemr þurft að sigrast á. Móðirin er því harla tvíbent fyrirbæri í bókmenntunum (bókmenntum karlanna?) og mýmörg dæmi um illar mæður sem vilja hefta viðgang afkvæmanna og koma þeim beinlínis fyrir kattamef - viljandi eða óviljandi. Ég læt eitt duga af því það er svo skýrt (og tengt höfundi sem sumir eru ekkert endilega fúsir að sjá í þessu ljósi): I Mutter Courage sýnir Brecht okkur hina stjómsömu, eigingjömu móður sem steypir afkvæmunum í glötun, í Kákasuska krítarhringnum, sem hann samdi nokkm síðar, birtist andhverfa hennar, móðirin sem á örlagastund er reiðubúin að fóma sjálfri sér fyrir hagsmuni bamsins. í Mamma mamma má ef til vill sjá stöku vísanir í þessa tvíklofrm móðurmynd, en annars er það hversdagsreynslan sem þar er meginviðmiðið og ekkert nema gott um það að segja, þegar úrvinnslan er jafnfersk og lífleg og raunin er. Jón Viöar Jónsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.