Fréttablaðið - 01.04.2016, Side 8
Föstudagsviðtalið
Barnavörur
Bleyjur
Þetta snertir okkur að sjálf-sögðu. Ég hef stundum upplifað að fólk haldi að við séum vélar, við erum það ekki, við erum fólk. Rætin
umfjöllun hefur djúp áhrif á okkur,“
Hafa þurft að þola hótanir og árásir
Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, segir Íslendinga fara offari í gagnrýni sinni á stofnunina og hafa ráðist að starfs-
mönnum hennar. Hún segist bundin lögum. Vilji íslensk þjóð breytingar verði þær að verða á Alþingi. Útlendingamálin eiga ekki hug
hennar allan, Kristín hefur mikinn áhuga á geimnum og er með gráðu í flug- og geimrétti auk þess að hafa farið í alþjóðlegan geimskóla.
Kristín hefur mikinn áhuga á geimnum og lærði á sínum tíma flug- og geimrétt og gekk í alþjóðlegan geimháskóla. Fréttablaðið/Vilhelm
segir Kristín Völundardóttir, forstjóri
Útlendingastofnunar.
Stofnunin hefur verið harðlega
gagnrýnd, meðal annars fyrir að taka
ómannúðlegar ákvarðanir í málum
hælisleitenda og flóttafólks. Kristín er
ósammála gagnrýninni og segir það
taka á starfsfólkið að sitja undir slíku.
Því hafi verið hótað og jafnvel veist að
því. „Því miður er það svo að það koma
hótanir. Við höfum ákveðið verklag
hjá okkur, bæði til að gæta okkar og
viðskiptavina okkar,“ segir hún. Það
hefur verið veist að starfsmönnum.
Starfsmenn hafa þurft áfallahjálp
„Tilvikið sem ég man eftir var frekar
óhugnanlegt. Það var fyrir utan
heimili starfsmanns. Það hefur verið
veist að starfsmönnum fyrir utan
heimili þeirra. Í báðum tilfellum var
um Íslendinga að ræða. Útlendingar,
hælisleitendur og flóttamenn eru frið-
samt fólk upp til hópa. Mér hefur þótt
það vera landinn sem hefur tapað sér
í orðum og gjörðum.“
Kristín segir góðan anda ríkja þrátt
fyrir gagnrýni og úlfúð gagnvart stofn-
uninni.
„Við erum samrýnd og þetta þéttir
okkur. Ég læt engan hanga ef það
kemur eitthvað upp á sem er særandi.
Þegar það er umræða sem beinist að
einstökum stafsmönnum þá komum
við saman og ræðum málin. Við
höfum líka kallað til sérfræðinga,
við höfum þurft að fá áfallahjálp,.
Við reynum að svara fyrir okkur þegar
við getum. Fólk kemur fram með
ýmislegt sem er misjafnlega rétt og
við getum ekki svarað því,“ segir hún.
„Ég hef líka haft samband við
ákveðna einstaklinga og beðið þá
um að hafa hemil á sér.“ Hún segir
að í þeim tilvikum hafi viðkomandi
heimfært niðurstöður stofnunarinnar
á ákveðna starfsmenn. „Það þykir mér
mjög óviðeigandi. Vilji fólk vera með
gagnrýni þá er auðvitað æskilegast
að hún sé uppbyggileg og beinist að
stofnuninni en ekki starfsmönnum.“
Í umræðunni hefur því verið fleygt
að ákvarðanir stofnunarinnar virðist
oft stýrast af því hvort fjallað sé um
málin í fjölmiðlum eða farið sé af stað
með undirskriftasafnanir. Hún segir
það ekki vera rétt.
„Þegar kemur að þeim sem sækja
um vernd þá er heill kafli sem er til-
einkaður aðstæðum sem þar geta fallið
undir. Við beitum þeim ákvæðum sem
þar eru.
Ég held það sé víðtækur misskiln-
ingur að það er ekki það sama að vera
flóttamaður og efnahagslegur hælis-
leitandi í leit að betra lífi. Það er alveg
skýrt í okkar löggjöf að ef þú átt hvorki
til hnífs né skeiðar þá færð þú ekki
vernd sem flóttamaður.
Í rauninni hafa þau dæmi sem hafa
komið upp og farið hátt í fjölmiðlum
einmitt snúið að þessu, fólk er ekki
að flýja ógnarstjórnir eða ofsóknir og
áreiti heldur vill það sækja sér betra líf.
Við höfum enga heimild til þess að láta
tilfinningar ráða í okkar niðurstöðum.
Ef það væri svo að við hlypum til af
því að fólk er sympatískt þá erum við
komin á það svæði sem í fræðunum
heitir valdníðsla. Þá erum við farin að
vega og meta fólk á allt öðrum forsend-
um en lög setja okkur fyrirmæli um.“
Á síðasta ári sendi Útlendingastofnun
barn úr landi sem var ekki hugað
líf vegna ástands heilbrigðiskerfis
Albaníu. Í huga margra var það kornið
sem fyllti mælinn. Fólk virðist ekki taka
undir þessa hörðu útlendingastefnu
sem hefur verið uppi. Hvað finnst þér
sjálfri?
„Stefna útlendingalaga er ekkert
hörð. Það er innbyggt í okkar laga-
ákvæði að fólk sem sækir um vernd á
grundvelli heilbrigðisástæðna fær ekki
stöðu flóttamanns. Það getur fengið
dvalarleyfi af mannúðarástæðum.
Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að
vera til staðar. Að heilbrigðisþjónusta
í heimalandi sé ekki til staðar er eitt af
þeim. Á heimasíðu Útlendingastofn-
unar var sett skjal þar sem kemur
fram að heilbrigðisþjónustan er til
staðar. Þetta er mikið tilfinningamál.
Fólk verður líka að gera sér grein fyrir
því að við erum ekki að afgreiða einn
ein stakling, heldur alla. Ef við förum á
svig við lögin í einu máli, þá eigum við
að gæta jafnræðis og fara á svig í öllum
málum.“
Mættu lögin þá vera mannúðlegri?
„Ef það er vilji þjóðar að á Ísland
verði opið heilbrigðiskerfi fyrir alla
Evrópu eða alla þriðja ríkis borgara,
þá er það ákvörðun sem þarf að taka
á Alþingi. Við erum aldrei að ræða
um eitt mál. Að sjálfsögðu veitum við
fólki leyfi ef það á rétt á því. Það er ekki
vilji okkar eða einbeitt stefna að vera
vond.“
erfitt að neita fólki um betra líf
Er ekki erfitt að neita fólki um að skapa
sér betra líf?„Jú, það er alltaf erfitt.
Þegar það eru börn og fjölskyldur þá
er þetta enn viðkvæmara. En þetta er
það hlutverk sem við höfum. “
Hvers vegna erum við að vísa fjöl-
skyldum í burtu sem vilja vinna þegar
við erum að flytja inn verkafólk til
vinnu? „Við stýrum ekkert hverjir fara
inn á vinnumarkaðinn. Landið er opið
ef þú ert sérfræðingur og fyrirtæki þarf
sérfræðing. Það er frekar auðsótt mál
að fá slíkt leyfi. Skortur á almennu
vinnuafli – þar er á brattann að sækja.
Það er velferðarráðuneytisins og
Vinnumálastofnunar að marka stefnu.
Þeir sem koma í hælisleit til Íslands
að ákveðnum skilyrðum uppfylltum
geta fengið bráðabirgðaleyfi og þá
atvinnuleyfi. Hins vegar er það alveg
rétt að fái þeir synjun á öllum stigum
og ber að fara heim þá fá þeir ekki
að halda áfram í þeirri vinnu án þess
að fara úr landi. Þá byrja hinar hefð-
bundnu reglur á Íslandi að gilda.“
Smíðaði geimfar
Kristín lauk embættisprófi í lögfræði
frá Háskóla Íslands árið 1992 og tók ↣
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Viktoría
Hermannsdóttir
viktoria@frettabladid.is
1 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð
0
1
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
C
-5
B
E
8
1
8
E
C
-5
A
A
C
1
8
E
C
-5
9
7
0
1
8
E
C
-5
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K