Fréttablaðið - 01.04.2016, Side 10
visir.is Viðtalið má hlusta á
í lengri útgáfu á Vísi, í hlaðvarpinu
Föstudagsviðtalið.
eftir það óvanalega stefnu í námi.
Hún ákvað að fara út og læra flug- og
geimrétt við McGill University í Quebec
í Kanada árið 1994 og lauk þaðan gráðu.
„Þetta var skemmtilegur tími þegar
ég lagði land undir fót og var þarna í
tvö ár og lærði allt um geiminn.
Ég átti ekki von á að komast inn,
þeim þótti merkilegt að þarna væri
kona frá Íslandi og það hjálpaði mér.“
Kristín hélt áfram að bæta við þekk-
ingu sína á geimnum og fór í alþjóð-
legan geimháskóla þar sem stór hópur
vísindamanna vann saman að því
verkefni að smíða geimfar.
„Þetta var sumarnám og var stór-
kostlegur tími. Þarna var fólk alls
staðar að úr heiminum með ólíkan
bakgrunn. Okkar hlutverk þetta sumar
var að smíða geimfar.“
Þegar Kristín kom heim úr námi
starfaði hún fyrst hjá Sýslumanninum
í Kópavogi. Hún hefur einnig starfað
hjá Ríkislögreglustjóra og árið 2006 var
hún ráðin sýslumaður á Hólmavík. Ári
seinna varð hún sýslumaður á Ísafirði
og lögreglustjóri Vestfjarða.
Hún segist hafa lært mikið af dvöl-
inni fyrir vestan. „Ef ég hefði ekki
farið vestur þá hefði ég ekki verið í
stakk búin að taka við Útlendinga-
stofnun. Það tekur til dæmis á að
sinna almannavarnamálum. Það er
ákveðið ástand sem skapast frá sept-
ember til júní fyrir vestan. Það voru
oft heilu andvökunæturnar þegar það
var slæmt veður. Starf lögreglustjóra á
Vestfjörðum er mjög vanmetið hvað
þetta varðar.“
Málafjöldi hjá Útlendingastofnun
hefur aukist hratt. Hvaða mistökum
hefur stofnunin lært af síðasta árið?
„Við afgreiðum ekkert öll mál rétt,
þó að það sé í flestum tilvikum. Til þess
er kæruleiðin. Ef fólk er ekki sammála
niðurstöðu kærunefndar, þá er dóm-
stólaleiðin. Svo er það umboðsmaður
Alþingis. Hann er virkur,“ segir Kristín
og vísar í það að umboðsmaður skoðar
nú málsmeðferð albanskrar fjölskyldu
með veikt barn. „Það er eðlilegt og
rétt.“
Það sem Kristínu finnst mestur lær-
dómur felast í var mál sem kom upp í
fyrra og sneri að grun um málamynda-
hjónaband. Starfsmenn Landspítalans
tilkynntu grun sinn til Útlendinga-
stofnunar sem tilkynnti það áleiðis
til lögreglu. Grunurinn reyndist ekki
réttur. Útlendingastofnun braut
lög um persónuvernd og meðferð
persónu upplýsinga.
„Þetta var skýrt dæmi um að regl-
urnar eru ekki til staðar. Mansal er
mjög leynt og þeir sem fyrst og fremst
gætu orðið varir við mansal eru ekki
Útlendingastofnun eða lögreglan,
það er félagslega kerfið. Það verður að
vera löggjöf hér til staðar sem heim-
ilar þessum aðilum að tala saman. Að
sjálfsögðu á að vera eitthvert reglu-
verk. Svo kom líka í ljós í þessu máli
að jafnvel sú upplýsingaöflun sem við
sendum áfram til lögreglu var óheimil
samkvæmt persónuvernd. Þá klóraði
ég mér örlítið í hausnum og hugs-
aði, þetta eru stofnanirnar sem eiga
að vinna saman gegn mansali, og ég
tek það fram að það var ekki mansal
í þessu máli. En skýr lærdómur að
lögin okkar og reglurnar eru ekki þess
eðlis að við getum tekið á mansali með
dugandi hætti.“
Vantar húsnæði
Flóttamönnum hefur fjölgað mikið og
það liggur fyrir að umsóknum um hæli
muni fjölga mikið hérlendis. Hverjar
eru helstu áskoranir Útlendingastofn-
unar á næstu mánuðum? „Það eru
mörg áskorunarefni en í mínum huga
eru húsnæðismál fyrir þá sem eru að
sækja um vernd brýnust. Við erum í
vandræðum þar. Ég vona að það verði
ekki þannig að við fáum hvergi inni
fyrir okkar skjólstæðinga.“
Starfsmönnum hefur fjölgað hjá
Útlendingastofnun og með því hefur
tekist að stytta málsmeðferðartíma.
„Við höfum fengið mikla krítík á máls-
meðferðartíma hjá okkur sem átti full-
komlega rétt á sér og ég tók undir það.
Það var vegna manneklu, við réðum
ekki við málafjöldann. Við náðum
niður málsmeðferðinni í sept.-okt.
2014, fórum að ná að afgreiða mál á
90 dögum. Okkur hefur tekist allt árið
2015 að halda þessum málsmeðferðar-
hraða.“
Hjá Útlendingastofnun eru þrjár
tegundir málsmeðferða. Dyflinnar-
reglugerðin, hefðbundin efnismeð-
ferð sem er 90 dagar og sérstök flýti-
meðferð sem tekur innan við tíu daga.
„Við erum búin að afgreiða eitthvað
í kringum 30 mál á tæpum 6-7 vikum,“
segir Kristín.
Einnig hefur verklagi verið breytt.
Fyrsta skýrslutaka er ekki lengur hjá
lögreglu heldur í Útlendingastofnun.
Eruð þið þá að færast í mannúðlegri
átt? „Það er ekki spurning. Fólk sem
hefur orðið fyrir ofsóknum og áreiti í
sínu heimaríki, hvort sem er af hálfu
hópa eða ríkisins, óttast oft yfirvöld.
Með því að hafa fyrsta viðtal við starfs-
mann á gólfi sem klæðist fötum eins og
ég og þú þá er það mín upplifun og von
að fólk upplifi það með öðrum hætti
heldur en ef lögregla tæki viðtölin.“
Hælisleitendum hefur fjölgað mikið.
„Frá áramótum hafa komið rúmlega
130 manns. Þetta eru þrír einstak-
lingar á hverjum tveimur dögum. Ef
við notum bara venjulega reiknireglu
þá munum við, ef þróunin verður eins
og hún er, fá yfir 530 umsækjendur í
ár. Ég held hins vegar að það sé algjör
vanáætlun. Mínar spár eru þær að við
fáum á bilinu 600-1.000 einstaklinga.“
Til þess að anna þessu hefur starfs-
mönnum verið fjölgað hjá embættinu.
„Stjórnvöld eru mjög meðvituð um
aðstæður og það er auðveldara að fá
fjármagn í málaflokkinn en áður. Þessi
mál eru í brennidepli í Evrópu og hér
líka. Það er enginn að sjá málaflokk-
inn fara. Að sjálfsögðu óska ég þess að
hægt væri að henda flóttamannasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna og öllum
ákvæðum um vernd af því að þau væru
óþörf. Því miður eru aðstæður í heim-
inum þannig að maður sér ekki alveg
fyrir endann á því hvernig þetta fer.“
Kristín segir misskilning ríkja um
fjölda dvalarleyfa sem eru veitt hér
á landi. „Það voru rúmlega 3.700
sem sóttu um dvalarleyfi í fyrra. Við
afgreiddum rúmlega 3.400 leyfi. Það
er misskilningur í samfélaginu að
við hleypum engum inn í landið og
stöndum alltaf á bremsunni. Bara tölur
í dvalarleyfisflokknum eru í algjörri
andstöðu við þessar fullyrðingar fólks.
Við veitum 95-98% umsóttra leyfa.“
Hún segir stærstu synjunarástæðuna
vera þá að fólk skili ekki gögnum.
Hefur íhugað að hætta
Til stendur að leggja fram frumvarp á
Alþingi að nýjum útlendingalögum.
Kristín segir það til bóta.
„Ég er fullmeðvituð um mismun-
andi skoðanir fólks á því hvernig
hlutirnir eiga að vera og það verður
gagnrýni úr báðum áttum. Einhverjir
munu segja að frumvarpið gangi allt
of skammt og aðrir að það gangi of
langt. Ég reyni að ganga hinn gullna
meðalveg þegar kemur að öllu.
Það eru að mínu mati engar for-
sendur til þess að Ísland opni landa-
mæri sín að umheiminum. Það þarf að
vera samhent átak fleiri ríkja til þess.
Það gætu orðið miklar afleiðingar ef
við færum af stað. Vonandi verður
heimurinn fyrr en síðar þannig að
það verði engin landamæri. Miðað
við ástandið í dag sé ég það ekki gerast
á minni ævi en það væri óskandi,“ segir
hún og tekur fram að hún sé mikil
áhugamanneskja um Star Trek. „Það
er skemmtileg hugmyndafræði hjá
þeim. Einn heimur og ein þjóð með
öllum þjóðarbrotum.“
Kristín hefur verið forstjóri Útlend-
ingastofnunar frá 2010. Hún viður-
kennir að í mesta stormviðrinu hafi
hún íhugað að hætta. „Þetta er mjög
erfitt á stundum og verst finnst mér
að takast á við það þegar starfsmenn
lenda í tannhjólinu. Það er erfitt að eiga
bæði við fjölmiðlafárið og sjá hversu
illa starfsfólki líður. Í mínum huga er
umræðan ekki rétt. Hún er persónu-
gerð. Við erum lýðræðisríki, það er
sannarlega tjáningarfrelsi á Íslandi en
fólk þarf að vera málefnalegt.“
Hún segir Útlendingastofnun vilja
starfa gegnsætt. Hún hafi í þeim til-
gangi leitað til Persónuverndar til
þess að fá úr því skorið hvort birta
megi úrskurði stofnunarinnar. Einn-
ig sé unnið að því að skjólstæðingar
stofnunarinnar geti skrifað undir þar
til gert eyðublað sem heimili Útlend-
ingastofnun að veita fjölmiðlum upp-
lýsingar um mál þeirra. „Að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum þá megum við
birta þessa úrskurði eða þessar ákvarð-
anir. Þegar við gerum það þá getur fólk
séð hvernig við erum að vinna, þetta
er líka ákveðið aðhald á okkur. Allt
sem við erum að gera í dag er til þess
að tryggja ákveðið gegnsæi og leiðrétta
þann skilning fólks sem það hefur á
stofnuninni. Við erum að reyna að
gera okkar besta til að fólk viti hvað
Útlendingastofnun er að gera.“
Starfsmenn stofnunarinnar hafa þurft að sitja undir hótunum og jafnvel hefur verið veist að þeim. Fréttablaðið/VilHelm
Vonandi verður
heimurinn fyrr en
síðar þannig að það verði
engin landamæri.
↣
1 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B l a ð i ð
Ergo veitir
umhverfisstyrk
sími 440 4400 > www.ergo.is
Umhverfissjóður Ergo auglýsir eftir
umsóknum um Umhverfisstyrk Ergo
Sjóðurinn úthlutar umhverfisstyrk að fjárhæð
500.000 kr. að jafnaði einu sinni til tvisvar
á ári til frumkvöðlaverkefna en markmið
sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og
þróunar á sviði umferðar- og umhverfismála.
Sendu inn þína hugmynd
Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um
styrkinn. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja
umsókninni ásamt skýringu á því hvernig
nýta eigi styrkinn.
Styrknum verður úthlutað á Degi jarðar
þann 22. apríl næstkomandi og frestur
til að senda inn umsóknir er til 15. apríl.
Öllum umsóknum verður svarað.
Kynntu þér málið nánar á ergo.is
0
1
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
C
-4
8
2
8
1
8
E
C
-4
6
E
C
1
8
E
C
-4
5
B
0
1
8
E
C
-4
4
7
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K