Fréttablaðið - 01.04.2016, Side 16

Fréttablaðið - 01.04.2016, Side 16
Tekjur á mánuði2 Hækka Óbreyttir Lækka Samtals Hækka Óbreyttir Lækka Samtals 0 - 100.000 10.589 29 3 10.621 99,7% 0,3% 0,0% 100,0% 100.001 - 200.000 9.156 0 370 9.526 96,1% 0,0% 3,9% 100,0% 200.001 - 300.000 4.266 0 549 4.815 88,6% 0,0% 11,4% 100,0% 300.001 - 400.000 1.888 0 657 2.545 74,2% 0,0% 25,8% 100,0% 400.001 - 500.000 26 0 1.222 1.248 2,1% 0,0% 97,9% 100,0% Meira en 500.000 0 0 1.405 1.405 0,0% 0,0% 100,0% 100,0% Samtals 25.925 29 4.206 30.160 86,0% 0,1% 13,9% 100,0% Fjöldi Hlutfall ✿ Ellilífeyrir Tryggingastofnunar Fjöldi lífeyrisþega eftir tekjubilum sem hækka eða lækka skv. tillögum nefndarinnar1 1 Miðað er við þá ellilífeyrisþega sem eiga rétt á fullum bótum skv. reglunni um 40 ára búsetu á landinu 2 Til tekna telst lífeyrir úr lífeyrissjóðum, fjármagnstekjur, atvinnutekjur og aðrar skattskyldar tekjur Heimild: Tryggingastofnun Hannes G. Sigurðsson sat í nefnd um endurskoðun almannatrygg- ingalaga Nefnd um endurskoðun a l m a n n a t r yg g i n g a l a g a skilaði tillögum sínum í febrúar 2016. Nefndin var skipuð 20 fulltrúum frá stjórnmálaflokk­ unum og hagsmunaaðilum. Sam­ staða náðist í nefndinni um megin­ útlínur nýs kerfis. Nefndin leggur til að tillögur hennar taki gildi strax 1. janúar 2017. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja fram frumvarp sem verði að lögum á þessu þingi og er unnið að því í velferðarráðuneytinu. Mikilvægustu tillögurnar lúta að breyttu lífeyriskerfi og upptöku starfsgetumats í stað núgildandi örorkumats. Hér verður gerð grein fyrir áhrifum tillagnanna á ellilíf­ eyrisþega. Núverandi kerfi allt of flókið Lífeyriskerfið, þ.e. bætur almanna­ trygginga, er svo flókið að fáir skilja það til fulls. Flækjustigið styður þó ekki meginmarkmiðið um að styrkja einkum þá sem lakast standa. Bótakerfið hefur þróast tilviljanakennt með áratuga búta­ saumi stjórnvalda. Flækjurnar fel­ ast í greiðslu fimm tegunda lífeyris sem hver um sig hefur mismunandi frítekjumörk og skerðingarhlut­ föll gagnvart tekjum. Skerðingar­ hlutföllin eru mismunandi eftir eðli tekna, þ.e. lífeyris úr lífeyris­ sjóðum, fjármagnstekna, atvinnu­ tekna eða annarra skattskyldra tekna. Heildarendurskoðun er því brýn og þessi tímamótatilraun til heildarendurskoðunar almanna­ trygginga má ekki renna út í sand­ inn vegna ólíkra sjónarmiða um einstakar útfærslur. Tillögurnar um lífeyrinn Nefndin leggur til að almanna­ tryggingar greiði eina tegund líf­ eyris til elli­ og örorkulífeyrisþega sem komi í stað grunnlífeyris, tekjutryggingar og framfærsluupp­ bótar. Þessi lífeyrir lækki um 45% af tekjum viðkomandi og verði án frítekjumarka sem verði lögð niður. Markmiðið er að einfalda bóta­ kerfið og festa í sessi þá lágmarks­ fjárhæð sem framfærsluuppbót tryggir þeim sem hafa lægstu tekj­ urnar. Áskorunum mætt vegna öldrunar þjóðarinnar Tillögur nefndarinnar munu hafa í för með sér mikinn kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á komandi árum enda munu lífeyrisgreiðslur hækka til langflestra lífeyrisþega. Tillög­ urnar munu einnig skila fjárhags­ legum ábata og mæta áskorunum sem öldrun þjóðarinnar og aukin tíðni skertrar starfsorku fólks á vinnualdri hafa í för með sér. Þann ávinning er erfitt að meta til fjár, Nýtt lífeyriskerfi Bótakerfið hefur þróast til- viljanakennt með áratuga bútasaumi stjórnvalda. en auðveldara er að meta kostnað ríkissjóðs vegna breytts bótakerfis. Samkvæmt mati Talnakönnunar hf. fyrir nefndina í október 2014 nær kostnaðarauki ríkissjóðs hámarki þremur árum eftir gildistöku til­ lagnanna og verður þá átta millj­ arðar króna en fer síðan lækkandi eftir það. Áhrif á núverandi ellilífeyrisþega Lífeyrissjóðir eru orðnir undir­ staðan í lífeyriskerfi landsmanna og almannatryggingar viðbótar­ stoð. Árið 2014 voru greiðslur líf­ eyrissjóða til ellilífeyrisþega tveir þriðju af heild eða 74 milljarðar króna en greiðslur TR 37 milljarðar. Hlutdeild lífeyrissjóðanna hefur vaxið hratt og mun verða á bilinu 80­90% þegar lífeyrissjóðakerfið verður fullþroska. Meðfylgjandi tafla sýnir áhrif til­ lagnanna á núverandi ellilífeyris­ þega eftir tekjum þeirra árið 2015. Ellilífeyrisgreiðslur TR hækka til 86% þeirra en lækka til 14%. Nánast allir ellilífeyrisþegar með tekjur undir 100.000 kr. á mánuði fá hærri greiðslur frá TR og lang­ flestir með tekjur á bilinu 100­300 þús. kr. á mánuði. Greiðslur TR til þeirra sem hafa tekjur yfir 400 þús. kr. munu lækka sem skýrist af afnámi reglu um að lífeyris­ sjóðstekjur skerði ekki ellilífeyri (grunnlífeyri) sem nú er tæplega 40.000 kr. á mánuði. Tillögur til framtíðar Tillögur nefndarinnar taka mið af því að lífeyrissjóðirnir eru grunn­ stoðin í lífeyriskerfi landsmanna. Nýtt lífeyriskerfi beinir stuðningi almannatrygginga markvissar til þeirra sem eiga lakastan rétt í líf­ eyrissjóðunum án þess að tekju­ tenging á milli kerfa sé óhófleg. Það er afar mikilvægt að tillög­ urnar nái fram að ganga í upp­ hafi næsta árs eins og stefnt er að, en koðni ekki niður í karpi um útfærsluatriði. Tækniskólinn, skóli atvinnu­lífsins, hefur frá því snemma á árinu 2015 unnið að stofn­ un nýrrar námsbrautar til þriggja ára stúdentsprófs fyrir góða náms­ menn, sem hefur hlotið nafnið K2 tækni­ og vísindaleiðin. Skipulag brautarinnar var unnið í samstarfi við Háskólann í Reykjavík. K2 er fyrir mjög duglega nemend­ ur sem útskrifast úr 10. bekk grunn­ skóla og hafa áhuga á háskólanámi í verk­ og tæknigreinum. Það er gert ráð fyrir að innrita 25  til 30 nemendur haustið 2016. K2 er ætlað að höfða til nemenda sem eru tilbúnir að stíga út fyrir boxið og takast á við krefjandi nám sem tengir saman hug og hönd. Sam­ starf Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík er mikils virði í þessu samhengi. Nafnið K2 Heiti námsbrautarinnar K2 vísar til næsthæsta fjallstinds heims sem þykir einkar erfiður viður­ eignar. Sem dæmi hljóta sex annir brautarinnar nöfn búða líkt og í fjallgöngu. Nemendur hefja nám í grunnbúðum, halda síðan í tækni­ búðir og þaðan í vísindabúðir, frum­ kvöðlabúðir og forritunarbúðir þar til tindinum er náð. Nemenda­ hópurinn verður í bekkjakerfi og er námið skipulagt sem lotunám þar sem þrjár lotur eru í hverri búð, t.d. í grunnbúðum, hver lota tekur u.þ.b. fimm vikur. Nemendur vinna svo lokaverkefni, í samstarfi við fyrir­ tæki úr atvinnulífinu, í ákveðnum búðum á námstímanum. Tilgangurinn að efla tækni og vísindanám K2 er skipulögð í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og leiðandi tæknifyrirtæki. Þannig er brautin sniðin að aðgangskröfum HR í tækni­ og verkfræðideild og tölv­ unarfræðideild. Markmiðið með K2 er fyrst og fremst að efla tækni­ og vísindanám á Íslandi með nánu samstarfi framhaldsskóla, háskóla og atvinnulífs. Samstarfið við atvinnulífið felst í því að gefa nemendum tækifæri til að takast á hendur raunveruleg verkefni undir leiðsögn sérfræðinga hjá samstarfs­ fyrirtækjum. HR gætir þess að inni­ hald og gæði námsins verði í sam­ ræmi við kröfur háskólans svo að nemendur með stúdentspróf af K2 tækni­ og vísindaleið muni eiga greiða leið inn í krefjandi háskóla­ nám. Val grunnskólanema Almennt er viðurkennt að hallað hafi á verk­ og tækninám við val grunnskólanemenda á framhalds­ skólum. Tækniskólinn vill leggja sitt af mörkum til að efla nám ung­ menna í verk­ og tæknigreinum með því að gefa kost á öflugu og hagnýtu þriggja ára námi til stúd­ entsprófs. K2 tækni­ og vísindaleiðin gefur ungum nemendum kost á krefjandi námi tengdu vísindum og tækni. Námið byggir á krefjandi við­ fangsefnum, óhefðbundinni nálgun og tengingu við raunveruleg verk­ efni í samvinnu við atvinnulífið. Það reynir því ekki einvörðungu á hæfni nemenda til að muna, heldur á færni, sjálfstæði, sköpun og sam­ vinnu nemenda. Farmiðinn á tindinn Gert er ráð fyrir að nemendur K2 hefji námið með þriggja daga þjálfunarbúðum til að kynnast innbyrðis og efla tengsl sín á milli áður en haldið er í grunnbúðirnar. Í náminu verður mikil áhersla á nám í verkefnavinnu sem reynir bæði á sjálfstæð vinnubrögð og hópavinnu þar sem nemendur glíma sameigin­ lega við stærri verkefni. Við val nemenda í K2 verður horft til einkunna úr grunnskóla og er gert ráð fyrir lágmarkseinkunn B+ í íslensku, ensku og stærðfræði en einnig verður horft til annarra þátta sem styrkja einstaklinginn og gera hann hæfan til ferðalagsins á tindinn. Þeir nemendur sem sækja um þátttöku í ferðina verða teknir í viðtal áður en farmiðinn verður gefinn út. Nánari upplýsingar um K2 leið­ ina er að finna á heimasíðu Tækni­ skólans www.tskoli.is og skulu fyrirspurnir sendar á hbb@tskoli.is. Einstök áskorun í námi Kommuneqarfik Sermersooq Reykjavíkurborg Tórshavnar kommuna Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2016 Reykjavíkurborg er aðili að Vestnorræna höfuðborga- sjóði Færeyja, Grænlands og Íslands. Sjóðurinn hefur að markmiði að efla skilning og samstarf, m.a. á sviði menn- ingarmála, milli þessara borga, íbúa þeirra, samtaka og stjórnmálamanna og veita fjárstyrki til verkefna sem þjóna þessum markmiðum. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til verkefna sem tengjast samskiptum milli höfuðborganna og efla tengsl þeirra með einhverjum hætti, t.d. á sviði menningar, fræðslu eða íþrótta. Í umsókn skal lýsa fyrirhuguðum verkefnum ítarlega, fyrirkomulagi þeirra, tímasetningu og kostnaði. Umsókn skal beint til: Vestnorræni höfuðborgasjóður Nuuk, Reykjavíkur og Þórshafnar b.t. skrifstofu borgarstjóra og borgarritara Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Umsóknir berist eigi síðar en miðvikudaginn 1. júní 2016 og koma umsóknir sem síðar kunna að berast ekki til afgreiðslu. Umsóknum skal skila á umsóknareyðublöðum. Allar upplýsingar um sjóðinn er að finna á vef Reykjavíkurborgar: www.reykjavik.is/vestnorraeni Upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgarstjóra og borgar- ritara, Ráðhúsi Reykjavíkur, s: 411 4500. Stjórn sjóðsins mun afgreiða umsóknir í júní 2016. Reykjavík 30. mars 2016 Borgarritari Vestn i f orgasjóður Nuuk, r g Þórshafnar auglýsir fti t sóknum fyrir árið 2016 K2 er fyrir mjög duglega nemendur sem útskrifast úr 10. bekk grunnskóla og hafa áhuga á háskólanámi í verk- og tæknigreinum. Jón B. Stefánsson skólameistari 1 . a p r í L 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r16 S k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð 0 1 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E C -5 6 F 8 1 8 E C -5 5 B C 1 8 E C -5 4 8 0 1 8 E C -5 3 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.