Fréttablaðið - 01.04.2016, Síða 24

Fréttablaðið - 01.04.2016, Síða 24
KjúKlinganúðlur með wasabi-sósu 800 g kjúklingakjöt (ég nota úrbeinuð læri) 2 dl sojasósa 2 dl sweet chili sósa 200 g núðlur 1 rautt chili 1 agúrka 1 rauð paprika 2 stilkar vorlaukur Kóríander Límóna Salt og pipar Wasabi-hnetur Blandið sojasósu og sweet chili sós­ unni saman. Leggið kjúklingakjötið í eldfast mót og hellið sósunum yfir. Gott er að leyfa kjúklingnum að marinerast í 1–2 klst. Þess þarf ekki en kjúkling­ urinn verður bragðbetri. Kryddið til með salti og pipar. Eldið kjúklinginn við 180°C í 25–30 mínútur. Skerið agúrku, papriku og vorlauk mjög smátt. Sjóðið núðlurnar samkvæmt leið­ beiningum á pakkanum. Skerið kjúklinginn í munnbita þegar hann er klár og blandið honum saman við núðlurnar og grænmetið. Það ætti að vera sósa í fatinu sem er frábær út á núðlurnar. Berið núðlurnar fram með kórí­ ander, límónu, bragðmikilli wasabi­ sósu og hnetum. bragðmikil sósa með wasabi og límónu 1 dós sýrður rjómi 10% t.d. frá MS 3-4 msk. majónes Wasabi-paste, magn eftir smekk Safinn úr hálfri límónu 1 tsk. hunang Salt og pipar Blandið öllu saman í skál, best er að byrja að setja minna en meira af wasabi þar sem það er afar sterkt. Gott er að geyma sósuna í kæli í 30 mínútur áður en hún er borin fram. Það gildir með allar kaldar sósur. Hægelduð svínarif með bragðmiKilli sósu og æðislegt Hrásalat Klístruð og ómótstæðileg rif Svínarif 1 tsk. Bezt á allt kryddblanda 1 tsk. paprika 1 tsk. cumin-krydd 1 tsk. kanill 1 dl hoisin-sósa 1 dl sojasósa 1 msk. hunang Salt og pipar ½ rautt chili 1 stilkur vorlaukur 1 hvítlauksrif 1 msk. ferskt nýrifið engifer 1 dl púðursykur Saxið chili og vorlauk, blandið öllum hráefnum saman í skál og leggið svínarif í form. Hellið sósunni yfir og geymið í kæli. Best er að leyfa framandi og freistandi Matur undir taílenskum áhrifum var í aðalhlutverki í matreiðsluþætti Evu Laufeyjar Hermannsdóttur í gær. Kjúklinganúðluréttur með grænmeti og bragðmikilli sósu, klístruð og ómótstæðileg rif og marengs-pavlova. Pavlova með ástaraldin- og mangósósu. Girnileg rif með bragðmikilli sósu og hrásalati. kjötinu að liggja í sósunni í nokkr­ ar klukkustundir. Pakkið kjötinu inn í álpappír og bakið við 110°C í 2,5­3 klukkustundir. Eftir þann tíma still­ ið þið ofninn á grillhita og opnið ál­ pappírinn, steikið kjötið á þeim hita í 10­15 mínútur. Dreifið ristuðum sesamfræjum yfir kjötið áður en þið berið það fram. ferskt hrásalat ½ höfuð rauðkál ½ höfuð hvítkál ½ rautt chili-aldin 2 stilkar vorlaukur Safi úr hálfri límónu Safi úr hálfri appelsínu Handfylli kóríander Salt Skerið grænmetið smátt og bland­ ið saman í skál. Kreistið safann úr límónu og appelsínu yfir salatið og kryddið til með salti og pipar. Gott er að leyfa salatinu að standa í hálf­ tíma í kæli áður en þið berið það fram. Pavlova með ástaraldin- og mangósósu Marengsbotn 6 stk. eggjahvítur 300 g sykur 1 ½ tsk. mataredik 1 tsk. vanilla-extrakt eða -dropar Salt á hnífsoddi Þeytið eggjahvítur með salti, bætið sykri saman við í þremur skömmtum og þeytið vel á milli. Bætið ediki og vanilludropum saman við þegar marengsinn er orðinn stífur. Teiknið hring á bökunarpappír, u.þ.b. 24 cm í þvermál, og smyrj­ ið marengs á pappírinn. Bakið marengsinn við 100°C í 90 mín. Slökkvið á ofninum, opnið hurð­ ina og látið marengsinn kólna í alla vega 3 klst. í ofninum ef þið hafið tíma til. Krem 1 dós kókosmjólk (frosin) Frystið kókosmjólkina í 40­60 mín­ útur. Setjið hana síðan í skál og þeytið þar til áferðin verður rjóma­ kennd. Dreifið kreminu vel yfir kök­ una og setjið vel af ástaraldinsós­ unni yfir og skreytið með ferskum berjum. ástaraldin- og mangósósa 4 ástaraldin Safi úr hálfri appelsínu 2-3 tsk. flórsykur 1 mangó Skafið kjötið úr ástaraldininu og setjið í pott ásamt appelsínusafa og flórsykri. Leyfið sósunni að ná suðu og hrærið vel í. Skerið mangóið í litla teninga og bætið út í sósuna. Kælið sósuna vel og hellið svo yfir kökuna. Matargleði Eva Laufey Hermannsdóttir Kjúklinganúðluréttur með grænmeti og bragðmikilli sósu. KJÓLL VERÐ: 8.490 KR SUNDFÖT Í MIKLU ÚRVALI ÞÚ GETUR LÍKA SKOÐAÐ ÚRVALIÐ OG PANTAÐ Á CURVY.IS Sendum frítt hvert á land sem er OPNUNARTÍMAR Í VERSLUN CURVY AÐ FÁKAFENI 9 ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 11-18 LAUGARDAGA FRÁ KL. 11-16 Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is 1 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r6 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l 0 1 -0 4 -2 0 1 6 0 4 :0 2 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 8 E C -3 E 4 8 1 8 E C -3 D 0 C 1 8 E C -3 B D 0 1 8 E C -3 A 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 3 1 _ 3 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.