Fréttablaðið - 01.04.2016, Side 26
Eyðir í jakkaföt
Eftirlætis skór Jógvans eru kloss-
ar en klossar eru að hans sögn
táknrænt færeyskt fyrirbæri
og sérstaklega fyrir þá sem
eru frá Klakksvík. „Það
er sama með klossana og
peysuna, ég get gert hvað
sem er í þeim. Ég er til
dæmis búinn að vera
að flytja í þeim og fer
og sæki krakkana í
þeim. Konan mín
skammar mig stund-
um fyrir hvað ég get
verið hallærislegur, sér-
staklega ef ég fer í þeim
í Kringluna eða eitthvað
slíkt,“ segir Jógvan og
hlær.
Jógvan segist eiga
marga jakka sem hann
notar aðallega til að koma
fram í. „Það er eitt af fáu sem
ég eyði peningum í, bæði af
því ég er nískur og svo nenni
ég ekki að kaupa endalaust af
fötum. Í staðinn kaupi ég nokkra
dýra jakka eða jakkaföt sem ég á
lengi og eru alltaf flott. Ég á þá í
mörgum litum sem ég nota eftir til-
efnum.“
Armbönd, hringir, hálsmen
og ermahnappar er eitthvað sem
Jógvan notar við sum tækifæri.
Hann segist þó ekki nota skart-
ið lengur hversdags en hann hafi
gert það áður þegar hann starfaði
sem hárgreiðslumaður en hann er
lærður sem slíkur.
DægurlagapErlur í Salnum
„Þegar ég fer eitthvað út að
skemmta mér nota ég ekki sömu
föt og þegar ég fer á svið. Ég reyni
að halda fötunum aðskildum, bæði
til að spara lúkkið og líka af því
fötin eru nokkurs konar gríma
eða vinnugalli sem maður notar,“
segir Jógvan og nefnir að það sem
helst sé á dagskránni hjá honum á
næstunni séu tónleikar í Salnum
á föstudaginn eftir viku, þann 8.
apríl. „Við Friðrik Ómar verðum
með tónleika þar sem við rifjum
upp dásamlegar íslenskar og fær-
eyskar dægurlagaperlur af plöt-
unni okkar Vinalög sem við gáfum
út árið 2009. Í kjölfar plötunnar
héldum við svo marga tónleika sem
voru vel sóttir og ætlum að endur-
vekja þá stemningu á föstudaginn.“
Á kloSSum í
kringlunni
Söngvarinn góðkunni Jógvan Hansen segist
alltaf vera í eftirlætis peysunni og klossum
sem eru táknrænir fyrir Klakksvíkinga. Hann
leyfir lesendum að gægjast inn í skápinn sinn.
Klossana notar Jógvan mikið, hvort
sem hann er að sækja börnin sín í leik-
skólann eða á leið í Kringluna.
Jógvan á jakka í úrvali enda notar
hann þá aðallega þegar hann
kemur fram. Litavalið á jökkunum
fer svo eftir tilefni.
Jógvan notar skart við ýmis tækifæri.
í sKápinn
sKoðað
Jógvan Hansen tónlistarmanni
finnst gaman að spá í tísku en seg-
ist velja að fara klassíska leið í fata-
vali til að þurfa ekki alltaf að vera
að elta tískuna. „Ef tískan er allt-
af elt uppi þarf alltaf að vera að
spreða í hana. Þá kemur nísku-
elementið upp í mér eins og
Íslendingar kalla það
sem ég vil meina að sé
skynsemi,“ segir
hann og hlær
við.
Jógvan
leyfir lesend-
um að fá smá-
vegis innlit í klæða-
skápinn og dregur hér fram
það sem helst er í uppáhaldi.
Fyrst tiltekur söngvarinn peysu
sem hann segist varla fara úr því
hægt sé að nota hana við nán-
ast öll tilefni. „Ég átti peysu í 23
ár sem amma mín gaf mér og var
í miklu uppáhaldi hjá mér. Henni
fannst peysan hins vegar orðin
svo ljót að hún henti henni án míns
samþykkis og ég var ekki sátt-
ur. Svili minn gaf mér þá peysu
sem varð nýja uppáhaldspeysan
og ég er eiginlega alltaf í henni,
hvort sem ég er að veiða eða
versla, svo get
ég líka sofnað
í henni. Hún
er alltaf pass-
lega hlý og þétt
þannig að vindur-
inn fer ekki í gegn um
hana.“
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
- HÚSGÖGN OG FYLGIHLUTIR FYRIR HEIMILIĐ -
HENGIPOTTAR kr. 6.490 PETER STÓLL kr. 49.900 MOTTA 60x90 kr. 9.980
LEÐURSKEMILL kr. 49.400
CARMEN kr. 99.800
COUTURE KLUKKA kr. 13.900
kr. 14.450 / kr. 12.300
FLINGA TÍMARITAHILLUR
BETINA SKENKUR 200 CM kr. 131.000
SMILE LEÐURSÓFI 217 CM kr. 336.000
LUIGI SÓFI 276X162 CM kr. 316.300
STILLANLEGIR HNAKKAPÚÐAR
BIRGIT EIKARSKENKUR kr. 252.700OLAF BORÐSTOFUBORÐ 100x200/300 kr. 219.900
80 cm
kr. 9.900
160 cm
kr. 16.900
FRÁBÆRT ÚRVAL
AF PÚÐUM
BUTTERFLY
STÆKKUN
CUPID MARBLE kr. 17.800
OAK TRAY BORÐ 78X45 kr. 46.800 / 46X55 kr. 22.300
OMG kr. 34.650
WOODLAND kr. 24.300
COCO LJÓS kr. 22.400
Jógvan finnst gott að fara í þægilegu peysuna og klossana þegar hann kemur heim og notar hvort tveggja mikið. MYnD/sTEFán
1 . a p r í l 2 0 1 6 F Ö S T U D a G U r8 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ i ∙ l í F S S T í l l
0
1
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
E
C
-4
3
3
8
1
8
E
C
-4
1
F
C
1
8
E
C
-4
0
C
0
1
8
E
C
-3
F
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K