Fréttablaðið - 01.04.2016, Qupperneq 34
Í dag
18.40 QPR - Middlesbrough Sport
24.00 NBA: Hawks - Cavaliers Sport
iPhone 6 og allir vinir
hans á frábæru tilboði
Í tilefni af Kauphlaupi Smáralindar færð þú 20% afslátt
af iPhone 6 og öllum aukahlutum í sömu kaupum.
Gríptu tækifærið og græjaðu þig upp fyrir vorið.
Vodafone
Við tengjum þig
20%
afsláttur
Tilboðið gildir dagana 31.mars til 4.apríl.
Domino’s-deild karla
Stjarnan - Njarðvík 75-79
Stigahæstir: Al’lonzo Coleman 24/12 frák./6
stoðs., Justin Shouse 19/7 frák./8 stoðs.,
Tómas Þórður Hilmarsson 9/14 frák., Tómas
Heiðar Tómasson 9 - Jeremy Atkinson 20/10
frák., Haukur Helgi Pálsson 19/10 frák./8
stoðs., Oddur Rúnar Kristjánsson 13, Logi
Gunnarsson 11, Maciej Stanislav Baginski 8.
Njarðvík vann einvígið 3-2 og er komið í
undanúrslit eftir þrjá útisigra.
Undanúrslitaeinvígin
KR - Njarðvík
Hefst í DHL-höllinni á sunnudaginn
Haukar - Tindastóll
Hefst á Ásvöllum á mánudaginn
Olís-deild karla í handbolti
Afturelding - ÍBV 28-28
Markahæstir: Árni Bragi Eyjólfsson 8/4, Jó-
hann Gunnar Einarsson 6 - Theodór Sigur-
björnsson 10/2, Kári Kristjánsson 5, Andri
Heimir Friðrikss. 4, Agnar Smári Jónsson 4.
Fram - Akureyri 25-17
Markahæstir: Óðinn Þór Ríkharðsson 8/1,
Garðar B. Sigurjónsson 6/2, Þorgrímur Smári
Ólafsson 5 - Halldór Logi Árnason 6, Sigþór
Heimisson 3, Kristján Orri Jóhannsson 3/1.
FH - ÍR 30-27
Markahæstir: Einar Rafn Eiðsson 9, Ágúst
Birgisson 6, Gísli Þorgeir Kristjánsson 5 -
Arnar Freyr Guðmundsson 7, Davíð Georgs-
son 6, Jón Heiðar Gunnarsson 5.
Grótta - Víkingur 33-26
Liðin sem mætast í 8 liða
úrslitum úrslitakeppninnar
Haukar - Akureyri
Valur -Fram
Afturelding - FH
ÍBV - Grótta
Arnór einn Af frAmtíðAr-
stjörnum World soccer
Arnór ingvi traustason skoraði í
sigrinum á Grikkjum í fyrrakvöld
en hann var að skora í
öðrum landsleikn
um í röð og sitt
þriðja landsliðs
mark í aðeins sex
leikjum. World
soccer, eitt virtasta
knattspyrnutímarit
heims, hefur mikla trú á Keflvík
ingnum og í nýjasta tölublaði sínu
valdi World soccer þennan 22 ára
sókndjarfa miðjumann sem eina
af framtíðarstjörnunum í skand
inavíu. Arnór ingvi spilar með sví
þjóðarmeisturum norrköping og
hefði eflaust getað farið frá liðinu
í vetur en ef hann heldur áfram
á sömu braut og tryggir sér sæti í
emliði íslands ætti hann að geta
fengið spennandi tilboð í haust.
hanDbOlti „Ég er mjög stoltur. Þetta
er mikill heiður. Ég spilaði lengi
fyrir landsliðið og veit hvað þetta
landslið skiptir miklu máli,“ segir
Geir sveinsson, nýráðinn landsliðs
þjálfari karla til ársins 2018. óskar
Bjarni óskarsson verður aðstoðar
maður hans.
Geir tekur við starfinu af Aroni
Kristjánssyni sem hætti fyrir 70
dögum. Það tók Hsí drjúgan tíma
að finna arftaka hans en það hafðist
aðeins þremur dögum fyrir vináttu
landsleik gegn noregi.
til þess að Geir gæti tekið við
liðinu þurfti hann að gera starfs
lokasamning við magdeburg.
félagið sagði honum upp störfum í
desember en Geir var með samning
við félagið fram á sumar 2017.
HSÍ hringdi fyrir 18 dögum
„Ég var ekki á leiðinni að gera starfs
lokasamning er þetta mál kemur
upp. Ég ætlaði bara að sitja í magde
burg og láta þá borga mér hverja
einustu evru. Hsí hringir fyrir 18
dögum og þá fer ég að semja við
magdeburg og það tók þennan
tíma,“ segir Geir en um tíma var ekki
endilega útlit fyrir að samkomu
lag næðist svo hann gæti tekið við
landsliðinu.
„Ég var alveg undir það búinn að
Geir segist ekki hafa gengið
með þjálfarann í maganum
Geir Sveinsson vonast til þess að íslenska landsliðið spili skemmtilegan og árangursríkan handbolta undir
hans stjórn. Það var erfitt fyrir hann að ná starfslokum við Magdeburg til að geta tekið við landsliðinu.
Geir Sveinsson fylgist hér með þegar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, kynnir hann sem nýjan landsliðsþjálfara á blaðamannafundi í gær. FRéTTABLAðið/ANToN
ég yrði að gefa landsliðið frá mér. Þó
svo ég sé tilbúinn að fórna ýmsu þá
var ég ekki tilbúinn að fórna allt of
miklu. Það var mikið í húfi fyrir mig
persónulega og um tíma hélt ég að
við myndum ekki ná saman.“
Geir var boðið starfið árið 2008 en
þáði það ekki þá. Hann segist ekki
hafa gengið með landsliðsþjálfarann
í maganum.
„Ég gekk ekki með landsliðs
þjálfarann í maganum rétt eins og
ég gekk ekki með það í maganum
að þjálfa í Bregenz. svo kom tæki
færi þar. svo kom annað tækifæri í
magde burg. svo leiðir eitt af öðru.
maður fær ekki alltaf tækifæri til
að þjálfa landsliðið og ég ákvað að
stökkva á það núna.“
Fyrsta stóra verkefnið í júní
fyrsta stóra verkefni Geirs með
liðið verður í júní er liðið spilar tvo
umspilsleiki við Portúgal um laust
sæti á Hm. Hann reiknar ekki með
miklum breytingum á liðinu fyrir
þá leiki.
„Það verður að koma í ljós hverjir
eru heilir og hverjir verða tilbúnir í
verkefnið af lífi og sál. Við munum
tefla fram því liði sem við teljum gefa
okkur mesta möguleikann á því að
koma okkur á Hm. Allt tal um breyt
ingar skiptir ekki máli núna. Aðal
atriðið er að komast inn á Hm.“
stór hluti landsliðsins er að kom
ast á aldur og kynslóðaskipti fram
undan. Hvernig vill Geir standa að
þessum kynslóðaskiptum?
„Ég held að þetta snúist um hverjir
það eru sem bíða. erum við að fara
að setja mann út bara af því að hann
er orðinn gamall? Þetta snýst um
hvað menn hafa að bjóða, sama
hversu gamlir þeir eru. Hafa þeir
eldmóðinn og eru tilbúnir að gefa
allt fyrir liðið? svo snýst þetta um
réttu blönduna. Hvað hentar liðinu
best. Það er samt ljóst að náttúruleg
endur nýjun þarf að eiga sér stað,“
segir Geir og bendir á að ísland
megi ekki lenda í því að stokka upp
of hratt og lenda í því sama og svíar
sem hurfu af sjónarsviðinu um tíma.
síðustu tvö stórmót hafa valdið
vonbrigðum hjá landsliðinu en hvað
finnst nýja þjálfaranum að helst
þurfi að laga í leik íslenska liðsins?
Sá margt gott í leik liðsins
„Ég sá margt gott í leik liðsins á
síðustu tveimur mótum. Auðvitað
var varnarleikurinn samt ekki nógu
góður. Það er hægt að gera betur þar.
svo snýst þetta um að ná því besta
út úr hverjum manni og einhverjir
voru að leika undir getu. Þetta þarf
ég að leggja áherslu á. Að ná hámarki
út úr hverjum og einum leikmanni,“
segir Geir en hvernig handbolta mun
landsliðið leika undir hans stjórn?
„Það verður tíminn að leiða í ljós.
Vonandi tekst mér að tryggja að við
spilum árangursríkan og skemmti
legan handbolta. Þetta er vinna og
allir verða að leggjast á eitt til að ná
árangri.“ henry@frettabladid.is
Ég var ekki á leið-
inni að gera starfs-
lokasamning er þetta mál
kemur upp.
Geir Sveinsson, nýr landsliðsþjálfari
fyrsti lAndsliðsHóPur
Geirs sVeinssonAr
Geir sveinsson tilkynnti sautján
manna hóp fyrir vináttulandsleik
ina á móti noregi í Þrándheimi:
Noregshópurinn hans Geirs:
Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson og
Björgvin Páll Gústavsson.
Aðrir leikmenn: Arnór Atlason, Arnór
Þór Gunnarsson, Ásgeir Örn Hallgríms-
son, Bjarki Már Elísson, Bjarki Már Gunn-
arsson, Guðmundur Hólmar Helgason,
Guðmundur Árni Ólafsson, Kári Kristján
Kristjánsson, Ólafur Andrés Guðmunds-
son, Róbert Gunnarsson, Rúnar Kárason,
Snorri Steinn Guðjónsson, Stefán Rafn
Sigurmannsson, Tandri Konráðsson og
Vignir Svavarsson.
Geir Sveinsson
Aldur: 52 ára
Þjálfaraferill:
1999-03: Valur
2010-11: Grótta
2011-12: Ísland U-21
2012-14: bregenz
2014-15: Magdeburg
1 . a p r Í l 2 0 1 6 F Ö S t U D a G U r22 S p O r t ∙ F r É t t a b l a ð i ð
sport
0
1
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
8
E
C
-5
2
0
8
1
8
E
C
-5
0
C
C
1
8
E
C
-4
F
9
0
1
8
E
C
-4
E
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K