Fréttablaðið - 01.04.2016, Síða 41
Háskólakórinn, Kammerkór háskól-
ans í Erfurt og Sinfóníuhljómsveit
unga fólksins frumflytja hér á landi
Lofsöng Mendelssohns á tónleikum
í Langholtskirkju kl. 20 í kvöld og
tónleikarnir verða svo endurteknir
á morgun, laugardag, kl. 17. Þetta er
sinfónískt verk, stórt í sniðum, og
frumflutningur þess því að sönnu
talsverð tíðindi. Á tónleikunum
verður einnig fluttur píanókons-
ert nr. 21 eftir Wolfgang Amadeus
Mozart, stundum kallaður „Elvira
Madigan“, en einleikari er Guðrún
Dalía Salómonsdóttir. Stjórnandi á
tónleikunum er Gunnsteinn Ólafs-
son og hann segir að það sé saga að
segja frá því hvernig þetta viðamikla
verkefni kom til.
„Það er með ólíkindum hvernig
þetta allt saman æxlaðist. Þannig
var að við Pétur Már bróðir minn og
fjölskyldur okkar og vinafólk fórum
í gönguferð fyrir tveimur árum aust-
ur í Víkur í grennd við Borgarfjörð
eystri og þar um slóðir. Við komum
í skála í Breiðuvík og komum okkur
þar fyrir þegar að kemur þýskur
hópur. Þau spyrja hvort þau geti
fengið að gista í skálanum því gist-
ingin þeirra á Borgarfirði hafi brugð-
ist og það var auðvitað allt í góðu
með það. Svo erum við að syngja
þarna saman um kvöldið, syngja
raddað reyndar, og þá kemur þarna
Þjóðverji úr þessum hópi og spurði
hvernig standi á því að við kynnum
að syngja í röddum. Ég sagði honum
að við værum nú kórfólk og að sjálf-
ur væri ég kórstjóri Háskólakórsins.
Hann sýndi þessu mikinn áhuga og
sagði svo: „Ég syng í karlakór í Erfurt
og mér finnst að við ættum að láta
kórana hittast.“
Ég verð að játa að ég átti nú ekki
von á að heyra frá honum aftur en
hann var vart kominn til Þýskalands
þegar hann skrifaði mér og sagði að
hann væri kominn á fullt með að
skipuleggja komu Háskólakórsins
til Þýskalands en að karlakórinn
hans hafi guggnað á verkefninu.
Hann hafi því tekið til þess ráðs að
fá háskólakórinn í Erfurt til liðs við
sig. Þau fengu svo þýskan styrk fyrir
okkur og úr varð að við fórum þang-
að síðastliðið sumar og héldum tón-
leika fyrir fullum sal og kórinn þar
söng aðeins með okkur og nú eru
þau að endurgjalda heimsóknina.“
Gunnsteinn segir að Lofsöngur
Mend elssohns sé gríðarmikið verk,
samið fyrir þrjá einsöngvara, kór og
hljómsveit.
„Málið er að það þarf helst mjög
stór kór að syngja þetta og við
erum um sjötíu til áttatíu manns
sem syngjum þetta núna auk ein-
söngvaranna sem eru þau Erla
Björg Káradóttir sópran, Sigríður
Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og
Egill Árni Pálsson tenór. Svo er Sin-
fóníuhljómsveit unga fólksins með
okkur en hún er reyndar tónlistar-
hópur Reykjavíkur í ár og fékk veg-
legan styrk frá borginni af því tilefni.
Á tónleikunum verður einnig fluttur
píanókonsertinn frægi Elvira Madig-
an eftir Mozart og það gerir Guðrún
Dalía Salómonsdóttir og gerir það
alveg ótrúlega glæsilega. Það er svo-
lítið síðan Guðrún Dalía lauk námi
frá Þýskalandi og hún er að kenna
hérna á Íslandi núna en hefur ekki
leikið áður með hljómsveit sem
er hreint út sagt með ólíkindum
því hún er svo frábær píanóleikari.
Einn af okkar allra bestu píanistum
af yngri kynslóðinni.
Þetta er gríðarlega gaman, mikil
orka í öllu þessu unga tónlistarfólki
og gaman fyrir mig sem stjórnanda
að fá þennan hóp í hendurnar. Ég
treysti því líka að tónleikagestir
komi til með að njóta stundarinnar.“
magnus@frettabladid.is
Syngjandi bræður í Breiðuvík
Tveir háskólakórar, sinfóníuhljómsveit, þrír einsöngvarar og
einleikur á píanó á tónleikum í Langholtskirkju í kvöld.
MáLið er að það
þarf heLsT Mjög
sTór kór að syngja þeTTa og
við eruM uM sjöTíu TiL
áTTaTíu Manns
Gunnsteinn Ólafsson að stjórna æfingu tveggja háskólakóra og Sinfóniuhljómsveitar æskunnar.
Bækur
Einn af okkur – saga um
samfélag
HHHHH
Åsne Seierstad
Þýðing: Sveinn Guðmarsson
Fjöldi síðna: 571
Útgefandi: Mál og menning
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja
Hvernig verða skrímsli til? Hvaða
ábyrgð berum við á og gagnvart
hvert öðru? Hvað er að tilheyra sam-
félagi?
Bókin Einn af okkur snertir á
þessum grundvallarspurningum
um það hvað það þýðir að tilheyra
samfélagi og hversu hættulegt það
getur reynst að útiloka fólk frá þeim
möguleika. Hún segir frá atburðum
sem eru flestum í fersku minni,
þegar Anders Behring Breivik drap
sjötíu og sjö einstaklinga með köldu
blóði, flesta undir tvítugu, fyrst með
sprengjuárásum í Ósló og svo með
skotvopnum á ungliðaþingi Verka-
mannaflokksins á hjartalaga eyjunni
Útey þann 22. júlí 2011.
Bókin er unnin með aðferðum
rannsóknarblaðamennskunnar og
byggð á beinhörðum staðreyndum,
lögregluskýrslum og yfirheyrslum
og öllu því sem hægt var að komast
yfir til að lýsa uppvexti og lífi Anders
Bering Breivik frá fæðingu og nánast
til dagsins í dag. Hún lýsir aðdrag-
anda, undirbúningi og eftirköstum
árásanna í smáatriðum, en líka þrá
einstaklings eftir því að tilheyra
einhverjum eða einhverju sem að
lokum leiddi til örvæntingarfyllstu
aðgerða til að vera, ef ekki elskaður
og dáður, þá að minnsta
kosti sýnilegur.
Bókin segir líka sögu
nokkurra þeirra sem létu
lífið fyrir hendi Breiviks
og saga þeirra er ekki
síður mikilvæg fyrir
okkur sem lesendur.
Þau voru nefnilega líka
ein af okkur, tilheyrðu
sama samfélagi þó
þau væru úr ólíkum
áttum og þjóðernum. Lýsingar á
atburðum í samtímasögu Noregs
og þeim samfélagsbreytingum sem
meðal annars hafa orðið eftir að
þar varð fjölmenningarsamfélag
eru áhugaverðar, sem og lýsingar á
þeim vandamálum sem komu upp
hjá yfirvöldum í Noregi þegar taka
þurfti afstöðu til þess hvernig átti
að lögsækja og dæma í máli sem
átti sér engin fordæmi. Hvernig
átti að lýsa morðunum við réttar-
höldin þegar aðstandendur sátu í
salnum? Hvar átti að draga línuna í
ákærum þegar auk hinna sjötíu og
sjö eru margir tugir sem munu bera
líkamlega áverka það sem eftir er?
Og síðast en ekki síst: hvernig átti að
taka afstöðu til þess hvort Breivik er
geðveikur eða ekki? Hvernig bregst
samfélag við þegar nánast hið versta
hefur gerst? Og þá má ekki gleyma
nákvæmum lýsingum á atburða-
rásinni 22. júlí 2011, lýsingum sem
er nánast óbærilegt að lesa en þó
svo nauðsynlegt að þekkja, bæði
af virðingu fyrir þeim sem létu líf
sitt en ekki síður til að setja
verknaðinn í samhengi
við einstaklinginn. Og það
er gríðarlega mikilvægt að
muna og gleyma aldrei að
sá sem gerðist brotlegur við
grundvallarmennskuna í
Útey var ekki framandi, kom
ekki að utan þó hann aðlagað-
ist ekki samfélaginu. Hann var
einn af okkur.
Åsne Seierstadt hefur unnið
þrekvirki við ritun þessarar
bókar, þrekvirki sem á sér vart
hliðstæðu. Bókin er spennandi,
fræðandi og rígheldur í lesandann
en samt svo óhugnanleg og sorgleg
og hræðileg að lesturinn er á köflum
mjög erfiður. Þýðing Sveins Guð-
marssonar er vel unnin, hnökralaus
og truflar aldrei flæðið í textanum
sem er mikilvægt þegar um svona
bók er að ræða.
Þetta er bók sem breytir fólki,
breytir því hvernig við hugsum um
samferðafólk okkar. Vonandi gerir
þessi frásögn okkur færari í því að
búa til betra samfélag.
Brynhildur Björnsdóttir
NiðurStaða: Ótrúlega mögnuð og
merkileg bók, sorgleg, óhugnanleg og
hræðileg en samt ómögulegt að leggja
hana frá sér. Bók sem breytir fólki.
Skrímsli verður til
M E N N i N g ∙ F r É t t a B L a ð i ð 29F Ö S t u D a g u r 1 . a p r í L 2 0 1 6
0
1
-0
4
-2
0
1
6
0
4
:0
2
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
8
E
C
-5
B
E
8
1
8
E
C
-5
A
A
C
1
8
E
C
-5
9
7
0
1
8
E
C
-5
8
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
8
s
_
3
1
_
3
_
2
0
1
6
C
M
Y
K