Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 9

Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 9
að innflutningsverð hækki meira en gert var ráð fyr- ir. Þar ber fyrst að nefna eldsneytisverð sem hefur hækkað mikið eins og áður segir. Miðað við fram- virkt eldsneytisverð mun verðið haldast áfram hátt. Framvirkt verð hefur þó reynst misgóður mælikvarði á framtíðarþróun staðgreiðsluverðs. Spár um hrá- vöruverð á heimsmarkaði og verð iðnaðarvöru á heimsmarkaði benda einnig til þess að innflutt verð- bólga gæti aukist á komandi misserum. Slíkt mundi leiða til nokkru meiri verðbólgu á seinni hluta spátímabilsins en gert var ráð fyrir í síðustu verð- bólguspá. Undirliggjandi verðbólga tæplega 3% Kjarnavísitölurnar sem getið var um að ofan eru aðeins til hliðsjónar við mat á undirliggjandi verðbólgu. Að hve miklu leyti ástæða er til að horfa fram hjá ákveðnum verðhækkunum við mat á undir- liggjandi verðbólgu er hins vegar matsatriði hverju sinni. Sterk rök eru fyrir því að horfa fram hjá bein- um áhrifum hærra eldsneytisverðs, eins og gert er í kjarnavísitölunum. Ákveðin rök kunna einnig að vera fyrir því að líta fram hjá opinberum verð- hækkunum. Í ljósi þess að ekki vantar mikið á að verðlag opinberrar þjónustu hafi fylgt verðlagi þjónustu einkaaðila þegar horft er yfir átta ára tímabil gæti hægt á aðlögun á verði opinberrar þjónustu að verði annarrar þjónustu. Hvað sem því líður hefur verðlag opinberrar þjónustu þá sérstöðu að vera á valdi stjórnvalda. Fram hjá því verður þó ekki horft að launahækkanir opinberra starfsmanna, sem hafa verið nokkru meiri en á almennum vinnu- markaði, eiga hlut að máli og eru þáttur í verð- bólguferlinu. Þær kunna að auki að fela í sér nokk- urn verðbólguhvata. Því eru rök fyrir því að meta undirliggjandi verðbólgu meiri en hækkun kjarna- vísitölu 2, sem hefur hækkað um 2,6% sl. tólf mánuði. Loks er rétt að horfa framhjá skammtíma- áhrifum breytinga á íbúðalánakerfinu, sem námu tæplega 0,2 prósentum. Þegar tekið hefur verið tillit til ofangreinds má draga þá ályktun að undir- liggjandi verðbólga sé tæplega 3%. Verðbólguvæntingar hafa hækkað Verðbólguálag reiknað sem mismunur óverð- tryggðra ríkisskuldabréfa og verðtryggðra ríkisbréfa til þriggja ára hefur sveiflast á bilinu 2,8%-3,3% og verið að meðaltali í kringum 2,9% frá í júníbyrjun. Það er um hálfri prósentu meira en á fyrstu fimm mánuðum ársins þegar álagið var lengst af nálægt verðbólgumarkmiðinu. Nokkrar ástæður má nefna fyrir hækkun verðbólguálagsins og ber þar fyrst að nefna að vísitala neysluverðs hækkaði meira en greiningardeildir bankanna höfðu gert ráð fyrir, bæði í maí og júní. Vísitalan lækkaði reyndar í júlí meira en gert var ráð fyrir, en vegna þess að lækkunina má að mestu rekja til sumarútsölu fatnaðar, sem mun ganga til baka, virðist sem hún hafi ekki haft mikil áhrif á væntingar. Verðhækkun á eldsneyti hefur verið meiri er gert var ráð fyrir og ekki horfur á verulegri lækkun í bráð. Einnig hafa verð og væntingar um verð á iðnaðar- og hrávöru á heimsmarkaði hækkað. Á móti vegur að krónan hefur styrkst um rúmlega 1½% frá miðjum maí eins og áður hefur komið fram. Verðbólguvæntingar almennings til næstu tólf mánaða voru að meðaltali 4% í byrjun ágústmán- aðar en rúmlega 3% í maí. Þær hafa því hækkað nokkru meira en verðbólguálag ríkisskuldabréfa. Könnunin var gerð eftir að vísitala neysluverðs lækkaði meira en vænst var í júlí, sem ætla mætti að hafi dregið úr verðbólguvæntingum. Á móti vegur verðhækkun eldsneytis á þeim tíma sem könnunin var gerð. Miðgildi verðbólguvæntinga samkvæmt könnuninni var töluvert lægra en meðaltalið eða rúmlega 3%. Helmingur svarenda gerði ráð fyrir að verðbólga næstu tólf mánuði yrði innan við 3% en nokkuð stór hópur taldi að verðbólga að ári yrði mun meiri en 4% og þar með yfir efri þolmörkum verðbólgumarkmiðs. 8 PENINGAMÁL 2004/3 Verðbólguvæntingar 20041 Mynd 4 1. Verðbólguálag ríkisverðbréfa og væntingar skv. könnunum. Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur um verðbólguálag 5. janúar - 31. ágúst 2004 Jan. | Febr. | Mars | Apríl | Maí | Júní | Júlí | Ágúst 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 3,0 3,5 4,0 4,5 % Verðbólgu- væntingar almennings Verðbólgu- væntingar fyrirtækja Verðbólguálag ríkisbréfa: til 2 ára til 3 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.