Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 60

Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 60
PENINGAMÁL 2004/3 59 leika, e.t.v. skýrast í maí 2001. Á svipuðum tíma birti Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn úttekt sína á íslensku fjármálakerfi og lýsti áhyggjum af styrk fjármála- kerfisins í ljósi gríðarlegs ójafnvægis í þjóðarbú- skapnum og tiltölulega veikburða bankakerfis að mati sérfræðinga sjóðsins. Sérfræðingarnir bentu á hraða lækkun er orðið gæti á gengi krónunnar og myndi veikja stöðu bankanna og valda þeim hættu. Á fyrri hluta þensluskeiðsins þegar útlán og erlendar lántökur uxu hvað hraðast, ekki síst erlend skammtímalán, lagði Seðlabankinn lausafjárkvöð á innlánsstofnanir. Tilgangurinn með því var að hemja vöxt erlendra lána og knýja á um lengri lánstíma þeirra. Önnur varúðarregla sem Seðlabankinn setur varðar gjaldeyrisjöfnuð bankanna. Hún takmarkar mjög möguleika þeirra til þess að taka beina gjaldeyrisáhættu. Til viðbótar þessum reglum getur Seðlabankinn leitast við að hafa áhrif á bankana með opinberum þrýstingi, t.d. í misserisskýrslum sínum um fjármálastöðugleika og með öðrum opinberum eða óopinberum yfirlýsingum og skilaboðum. Bank- inn hefur nýtt allar þessar leiðir með mismiklum árangri. Í samræmi við hefðbundið hlutverk slíks banka getur Seðlabanki Íslands veitt svokölluð lán til þrautavara ef innlendur banki lendir í lausafjár- erfiðleikum. Seðlabankinn hefur einnig byggt skipu- lega upp gjaldeyrisforða í því skyni að styrkja lausa- fjárstöðu hagkerfisins út á við. Aðlögun íslenska hagkerfisins eftir ofþenslu- skeiðið frá 1998 til 2001 var einkar átakalítil. Ég nefndi áður að verðbólga hefði farið undir verð- bólgumarkmið Seðlabankans síðla árs 2002. Við- skiptahalli sem nam 10% af vergri landsframleiðslu árið 2000 var horfinn með öllu árið 2002, útlána- vöxtur stöðvaðist, og ólíkt því sem gerðist sums staðar annars staðar á Norðurlöndum í upphafi síð- asta áratugar stóðu íslenskir bankar tiltölulega traustum fótum í lok aðlögunarinnar og hafa styrkt stöðu sína verulega síðan. Eflaust eru ýmsar skýringar á þessari fremur hagstæðu framvindu. Nefna mætti t.d. góð ytri skilyrði á aðlögunar- tímanum, aðhaldssama stefnu í ríkisfjármálum, skjótt hvarf viðskiptahallans við útlönd, snarpan við- snúning gengisins eftir að það var í lágmarki og hraða minnkun verðbólgunnar á árinu 2002. Á árinu 2003 fylgdi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eftir úttekt sinni frá 2001 og benti á hversu vel aðlögun íslenska hagkerfisins hefði tekist, mjög aukinn styrk fjármála- kerfisins og mikilvægar breytingar á lögum og reglum um fjármálastofnanir og eftirlit með þeim. Eins og ég hef þegar nefnt er stöðugleiki verðlags meginmarkmið peningastefnu Seðlabanka Íslands. Annað meginmarkmið er að stuðla að stöðugleika fjármálakerfisins. Í greiningu bankans á fjármála- stöðugleika er athygli beint að þjóðhagslegum þátt- um og styrk og stöðu fjármálakerfisins í heild. Bankinn vinnur að þessum meginmarkmiðum af miklum faglegum metnaði. Þessi tvö viðfangsefni styðja í raun hvort annað í starfi bankans og njóta þess hve starfsmenn bankans, er þeim sinna, eiga með sér nána samvinnu. Bæði viðfangsefnin hafa orðið til þess að Seðlabankinn lítur nú lengra fram á veg en ella við mat sitt á horfum í efnahags- og peningamálum og mótun stefnu sinnar. Það ætti að leiða til bættrar stjórnar efnahags- og peningamála. Enn er margt óskýrt um samspil verðstöðugleika og fjármálastöðugleika, en ég nefndi áður að traust fjármálakerfi væri forsenda efnahagsstöðugleika og peningastöðugleika og árangursríkrar peningastefnu og að slök efnahagsstefna gæti grafið undan stöndugum fjármálastofnunum. Frá því að frelsi var innleitt á innlendum fjármálamarkaði höfum við aldrei verið í þeirri stöðu að áhyggjur af framvindu sem varðar stöðu fjármálastofnana hafi haft bein áhrif á eða strítt gegn ákvörðunum í peningamálum. Mark- mið okkar er að koma í veg fyrir að til slíks komi. Hættan sem kann að hafa steðjað að fjármálakerfinu í lok síðasta þensluskeiðs hvarf vegna þess hve hratt tókst að koma á stöðugu verðlagi og ná innra og ytra jafnvægi í þjóðarbúinu. Ég endurtek að ég býð ykkur velkomin til þessarar ráðstefnu og vænti þess að dvöl ykkar hér verði ánægjuleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.