Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 10

Peningamál - 01.09.2004, Blaðsíða 10
PENINGAMÁL 2004/3 9 Sterk eftirspurn, nokkuð hátt gengi, viðskiptahalli og verðbólguvæntingar á uppleið fela í sér hættu Undirliggjandi verðbólga í grennd við 3% þyrfti í sjálfu sér ekki að vera áhyggjuefni ef jafnvægi ríkti í þjóðarbúskapnum að flestu leyti. Benda má á að ef áhrif hækkandi orku- og húsnæðisverðs eru frátalin er verðbólga undir verðbólgumarkmiði nú. Verð- bólgan er því enn sem komið er bundin við fáa þætti. Þá virðast launabreytingar í stórum dráttum vera í samræmi við verðbólgumarkmiðiðinu. Rétt er þó að hafa nokkra áhættuþætti í huga. Í fyrsta lagi kann húsnæðisverðbólga að vera leiðandi vísbending um verðbólgu sem fram undan er, líkt og gerðist árið 1999. Það kann þó að hamla gegn hækkun húsnæðis- verðs að framboð á íbúðarhúsnæði hefur aukist veru- lega, ólíkt aðstæðum árið 1999. Í öðru lagi er rétt að hafa í huga að vöxtur innlendrar eftirspurnar hefur verið firna mikill að undanförnu, eins og fjallað er um hér að neðan. Eftirspurnarþrýstingurinn hefur til þessa fremur birst í vaxandi viðskiptahalla en aukinni verðbólgu. Að því leyti svipar aðstæðum í ár til fram- vindunnar árið 1998. Vaxandi ójafnvægi í viðskiptum við útlönd felur í sér þá áhættu að þrýstingur verði á gengi krónunnar síðar, sérstaklega þegar haft er í huga að raungengið er líklega í hærra lagi um þessar mundir. Lækki gengi meðan eftirspurn er sterk geta verðbólguáhrifin verið sterkari en ella. Á hinn bóginn má nefna nokkur atriði sem ættu að hafa einhver jákvæð áhrif á næstunni. Dregið hef- ur úr fjárfestingu hins opinbera, sem ýtti undir eftir- spurn, einkum á síðari hluta sl. árs og í byrjun þessa. Einnig virðist spenna á vinnumarkaði vera á heildina litið minni en gera hefði mátt ráð fyrir í ljósi stór- framkvæmda sem hafnar eru, þótt stað- og starfs- greinabundinn skortur sé á vinnuafli. Horfur á að verðbólga verði minni í ár en meiri á seinni hluta 2005 og á árinu 2006 en spáð var í síðustu verðbólguspá Í síðustu verðbólguspá bankans, sem birt var í júníbyrjun, var gert ráð fyrir að verðbólga á öðrum ársfjórðungi yrði 3,3% og gekk það eftir. Það sem af er þriðja ársfjórðungi stefnir í að mæld verðbólga verði nokkru minni en spáð var í júní. Þá spáði Seðla- bankinn 4,0% hækkun frá sama ársfjórðungi í fyrra. Aftur ber að hafa í huga að fyrrgreind breyting á íbúðalánakerfinu hafði í för með sér eins skiptis lækkun á metnum fórnarkostnaði þess að búa í eigin húsnæði. Ekki var tekið tillit til þessara áhrifa í síðustu verðbólguspá, en þau námu 0,17% til lækk- unar vísitölunnar í júlí. Ef það hefði verið gert hefði litlu munað á spánni og mælingum. Á heildina litið virðist verðbólguspáin sem birt var í júní sl. gefa þokkalega góða mynd af verðbólgu- horfum til næstu tveggja ára. Á móti minni verðbólgu á seinni hluta þessa árs vegur að horfur eru á að hækkun innflutningsverðs og meiri framleiðslu- spenna en gert var ráð fyrir í síðustu spá geti leitt til meiri verðbólgu á síðari hluta spátímabilsins en spáð var. Framleiðsla og eftirspurn Hægir á efnahagsbata í Bandaríkjunum og innri vöxtur á evrusvæði enn veikburða Ytri skilyrði þjóðarbúsins hafa á heildina litið heldur batnað á útflutningshlið, en versnað á innflutnings- hlið. Efnahagsbati í viðskiptalöndunum heldur áfram, þótt hægt hafi á vextinum í Bandaríkjunum. Hækkun olíuverðs hefur undanfarna mánuði sett mark sitt á heimsbúskapinn, kynt undir verðbólgu og slegið á eftirspurn. Eftir kröftugan vöxt landsframleiðslu í Bandaríkjunum á fyrsta fjórðungi ársins hægði á hag- vexti á öðrum ársfjórðungi. Spár um hagvöxt á árinu hafa lækkað nokkuð. Álitamál er að hve miklu leyti er um að ræða tímabundna töf vegna hærra olíuverðs eða varanlegri þróun. Áhrif aukinna ríkisútgjalda fara einnig dvínandi og skammtímavextir hafa tekið að hækka. Í Japan olli hagvöxtur annars ársfjórðungs einnig vonbrigðum. Hagvöxtur á evrusvæði hefur enn ekki komist á flug þótt rofað hafi til í ársbyrjun. Verðbólguvæntingar og gengi krónunnar Mynd 5 1. Reiknað verðbólguálag ríkisverðbréfa. Heimild: Seðlabanki Íslands. Daglegar tölur 5. janúar - 31. ágúst 2004 Janúar |Febrúar| Mars | Apríl | Maí | Júní | Júlí | Ágúst 118 119 120 121 122 123 124 125 31. des. 1991 = 100 1,9 2,2 2,5 2,8 3,1 3,4 3,7 4,0 % Verðbólguvæntingar til 3 ára1 (hægri ás) Gengisvísitala (vinstri ás)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.