Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15.03.2016, Blaðsíða 1

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15.03.2016, Blaðsíða 1
Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar 3. tbl. 24. árg. nr. 660 15. mars 2016 Ritstjórn og umsjón útgáfu: Viktor Arnar Ingólfsson Ábyrgðarmaður: Gunnar Gunnarsson Prentun: Oddi Ósk um áskrift sendist til: Vegagerðin Framkvæmdafréttir Borgartúni 7 105 Reykjavík eða með tölvupósti til: askrift@vegagerdin.is Vegagerðin gefur út Framkvæmdafréttir til að kynna útboðs- framkvæmdir fyrir verktökum. Listi yfir fyrirhuguð útboð er birtur, greint er frá niðurstöðum útboða og einnig samningum. Auk þess er í blaðinu annað það fréttaefni sem verður til hjá stofn uninni og talið er að eigi erindi til verktaka og annarra les enda . Blaðið kemur út einu sinni í mánuði að jafnaði. Áskrifendur eru m.a. verktakar, verkfræðistofur, fjöl miðlar og áhugafólk. Áskrift er endurgjaldslaus. 3. tbl. /16 Vegagerðin auglýsir útboð sín á vefsíðunum Úboðsvefur.is og vegagerdin.is en ekki í þessu blaði. Verktakar eru minntir á að fylgjast vel með auglýsingum. Reynir Örn Viggósson frá Tæknivélum og Brynjar Sigurjónsson verkstjóri athuga kvörðun saltdreifara á athafnasvæði Vegagerðarinnar í Hafnarfirði. Rétt kvörðun er mikilvæg til þess að tryggja að dreifarinn skili tilætluðu saltmagni á flatareiningu vegar, í samræmi við leiðbeiningar vaktstöðvar um saltþörf á hverjum tíma, með hliðsjón af aðstæðum og veðurspá. Ljósmynd: Jóhann Skúlason. Frá Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Hér á eftir er gerð örstutt grein fyrir efni sjö rannsóknar- skýrslna. Finna má skýrslurnar í heild á www.vegagerdin.is undir „Upplýsingar og útgáfa / Rannsóknaskýrslur“ Skúfstyrkur sendinna jarðefna. Samanburður CPT mælinga og tilraunastofuprófa Ástgeir Rúnar Sigmarsson (meistaraprófsritgerð við HÍ), júní 2015 Sumir efniseiginleikar lausra jarðefna eru gjarnan mældir á sýnum sem tekin eru og send á rannsóknastofu. Talað er um að slík sýni séu „hreyfð“ þegar það þarf að endurbyggja þau á rannsóknastofunni til að reyna að endurskapa það ástand sem ríkir á upprunastaðnum í mörkinni. Slíkt er vandasamt og ekki sjálfgefið að það takist. Mikill kostur er ef hægt er að ákveða slíka efniseiginleika á staðnum, þar sem það er þá gert við raunaðstæður sem þar ríkja. CPT próf (Cone Penetration Test) er ein þeirra aðferða sem hægt er að nota til að meta efniseiginleika við raun- aðstæður. Í rannsóknaverkefninu voru niðurstöður mæl- inga efniseiginleika á rannsóknastofu bornar saman við nið ur stöður CPT mælinga á þremur stöðum, þar sem jarð efni voru mismunandi. Meðal annars var metið hvort reynslujöfnur, sem sýna samband CPT mælinga og við- komandi efniseiginleika hentuðu fyrir íslensk jarðefni. Í skýrslunni er farið yfir nokkra efniseiginleika (m.a. skúfstyrk og viðnámshorn) og greint frá hvernig hægt er að mæla þá á rannsóknastofu (m.a. með skúfprófi og

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.