Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15.03.2016, Blaðsíða 15

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 15.03.2016, Blaðsíða 15
15 Aðalgata á Siglufirði 1934, sjávarflóð. Einn maður ber annan á bakinu en móti kemur maður sem virðist bera heysátu. Myndina tók Árni Pálsson brúaverkfræðingur. Á vefnum siglfirdingur.is er þessi samantekt: Aðfaranótt fyrsta vetrardags, 27. október [1934], gekk mikið sjávarflóð og brim meðfram öllu Norðurlandi og olli miklu tjóni. Einna mest tjón varð á Siglufirði. „Sjávarflóðið var svo mikið að flæddi yfir nærri því alla eyrina. Gekk sjórinn inn í fjölda húsa svo fólk varð að flýja heimili sín í dauðans ofboði,“ segir í Morgunblaðinu 28. október. Svo hátt var flóðið að á Lækjargötunni „var vatnið mittisdjúpt“. „Í sumum húsum varð vatnið svo hátt að rúmstæði flutu upp,“ segir í Einherja 2. nóvember. Í Siglfirðingi segir 3. nóvember: „Braut sjórótið ásamt stórflóði meirihluta allra bryggja og söltunarpalla á austanverðri Eyrinni og víðar.“ Síðastliðið haust (2015) birtust myndir í fjölmiðlum frá svipuðu ástandi á Siglufirði en þá kom vatnið frá úrhellisrigningu og leysingum ofan við bæinn. Nýja myndin var tekin 17. ágúst 2015. Þá . . . . . . og nú

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.