Kópavogsblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 12
KÓPAVOGSBLAÐINU lék for-
vitni á að vita hvernig formenn
knattspyrnudeilda Breiðabliks
væru stemmdir fyrir leikinn,
og leitaði því eftir svörum nokk-
urra spurninga hjá þeim.
Spurningar eru:
1) Hversu mikilvægt er það fyrir
Kópavogsbæ að eiga tvö lið í efstu
deild karla í knattspyrnu, Lands-
bankadeildinni, þ.e. Breiðablik og
HK?
2) Hefur gengi þíns félags verið
samkvæmt þeim væntingum sem
þú gerðir persónulega í vor áður
en mótið hófst? Ef svo er ekki,
hvað telurðu að valdi?
3) Eru innibyrðis leikir Breiða-
bliks og HK í sumar að þínu mati
mikilvægstu leikir félagsins í deild-
inni? Ef svo er, hvaða leikir koma
þar í kjölfarið?
Einar Kristján Jónsson,
formaður knattspyrnudeildar
Breiðabliks:
1. “Það er erfitt að svara því
hversu mikilvægt það er, en mik-
ilvægt er það. Í ár eru tíu lið í
deildinni, næsta ár verða þau orð-
in 12. Að Kópavogur eigi tvö af
þessum tíu er vitaskuld merki um
hversu burðugt og blómstrandi
bæjar--félagið er. Gott íþróttalíf er
eitt helsta merkið um gott og heil-
næmt samfélag sem sýnir hvað
í íbúunum býr. Að ná árangri í
íþróttum er því mikilvægt fyrir
Kópavog og ekki skemmir fyrir að
um er að ræða knattspyrnu sem
er ein allra vinsælasta íþrótt allra
tíma.
Íbúafjöldi Kópavogs er samt
undir tíu prósentum af íbúafjölda
landsins og því hlýtur það að telj-
ast gott að vera með einn fimmta
hluta liðanna í deildinni. Kópa-
vogsbúar mega vera stoltir yfir
því. Það sýnir hversu vel hefur
verið hlúð að knattspyrnu í bæjar-
félaginu. Félögin hafa sjálf hugað
vel að starfi sínu og bæjaryfirvöld
og einkaaðilar hafa einnig lagt
hönd á plóg. Í knattspyrnu reyna
menn fyrst og fremst að uppskera
titla og að vera í fremstu röð. Tvö
lið í efstu deild er góð uppskera,
næsta skref er að vinna titla í
efstu deild karla fyrir Kópavogs-
búa. Á það setur Breiðablik stefn-
una, titla í efstu deild karla.”
2. “Ég gerði mér vitaskuld vonir
um fleiri sigra í þeim umferðum
sem búnar eru. Hins vegar hafa
þetta verið erfiðari mótherjar en
þeir sem eftir eru að margra mati.
Árangur Breiðabliks í Lengju-
bikarnum var mjög góður fram
að þessum eina tapleik sem olli
því að Breiðablik datt úr keppni.
Liðið tapaði fyrsta leiknum þrátt
fyrir að hafa verið betri aðilinn
og síðan höfum við rakað inn jafn-
teflum. Liðið hefur líka verið að
spila vel og það gerir mann sátt-
ari við árangurinn. Við höfum alla
burði til að landa mörgum sigr-
um í sumar enda hefur liðið sýnt
að það getur sigrað öll lið í deild-
inni. Breiðablik skoraði grimmt í
Lengjubikarnum en mörkin hafa
látið kræla á sér eftir að Íslands-
mótið fór af stað. En það hefur
verið umrætt hve vel liðið hefur
spilað. Það sem hefur því einkum
vantað upp á er að koma boltan-
um inn í netið, það hefur vantað
herslumuninn. En í ljósi þess hve
vel liðið hefur verið að spila og
hefur aðeins tapað einum leik er
ég bjartsýnn og tel að engar stór-
ar skýringar sé að finna á því að
ekki hefur gengið betur.”
3. “Ég get ekki sagt að þeir séu
mikilvægustu leikir félagsins í
deildinni. Allir leikirnir eru mikil-
vægir. Fyrir mótið settum við okk-
ur há markmið, við ætlum okkur
að vera í toppbaráttunni, og þá er
vitaskuld lagt upp með að sigra
sem flesta leiki og tapa sem fæst-
um. Þá er mikilvægt að ná stigum
af sterkari liðunum en ég álít alla
leiki mikilvæga og þrjú mikilvæg
stig eru í boði í hverjum leik. Hins
vegar er það spurning um stolt að
vinna nágrannana í HK. Vitaskuld
hugsa menn öðruvísi þegar um
er að ræða nágrannaslagi. Þá er
sigurviljinn oft sterkari og tapið
sárara.”
Halldór Valdimarsson,
formaður knattspyrnudeildar
HK:
1. “Gott gengi íbúa hvers bæjar-
félags hlýtur að vera samfélaginu
mikilvægt. Það á við í íþróttum
jafnt sem öðrum þáttum mann-
lífsins. Íþróttafélög í Kópavogi
eiga keppnisfólk í fremstu röð í
mörgum íþróttagreinum. HK og
Breiðablik eiga afreksfólk í hand-
knattleik, blaki og frjálsum íþrótt-
um, jafnframt knattspyrnunni og
önnur íþróttafélög láta verulega
að sér kveða bæði á landsvísu
og jafnvel alþjóðavettvangi. Þessi
árangur staðfestir að fjárfesting í
uppbyggingu íþróttamála er arð-
vænleg og hlýtur að vera stjórn-
völdum hvatning. Jafnframt vekur
þetta athygli á Kópavogi sem bæj-
arfélagi þar sem árangri er náð
og það er vel. Við erum stolt af
bænum okkar, á hverju sem geng-
ur í íþróttunum, en það sakar
aldrei að fá aukreitis farveg fyrir
stoltið.”
2. “Gengi félagsins í Landsbanka-
deildinni hefur fyllilega náð vænt-
ingum mínum til þessa. Hópurinn
hefur skilað hverjum leik þannig
að við erum stolt af. Sigrarnir hafa
verið verðskuldaðir og í töpuðum
leikjum hefur verið barist fram á
síðustu mínútu. Um meira getur
enginn beðið.”
2. “Innbyrðis leikir HK og
Breiðabliks eru alltaf mikilvægir.
Mér er hins vegar ómögulegt að
raða deildarleikjum í einhverja
mikilvægisröð. Mikilvægasti leik-
ur deildarinnar hlýtur á hverjum
tíma að vera næsti leikur, því það
má aldrei neitt skyggja á yfirstand-
andi verkefni. Ég býst hins vegar
við því að margir HK-ingar séu
mér sammála um að viðureignir
þessara tveggja félaga séu þær
skemmtilegustu. Það er alltaf svo í
systkinahópi að innbyrðis keppni
er skemmtilegri en að slást við
ókunnuga.”
FJÖLMENNUM
Á VÖLLINN
KÓPAVOGSBÚAR
Mikilvægustu leikir sumarins?
4
Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks skrifar undir samning vegna Lands-
bankadeildarinnar þegar Landsbankadeildin var kynnt í vor. Björgólfur Guðmundsson, stjórnarformaður
Landsbankans er viðstaddur.
.............. og það gerði líka Halldór Valdimarsson, formaður knattspyrnudeildar HK.