Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Side 2
Vikublað 27.–29. janúar 20152 Fréttir Þ að, að hóta því að birta myndina, er andlegt ofbeldi,“ segir Hrafnhildur Ragnars- dóttir, stjórnarkona í Kven- réttindafélagi Íslands og verk- efnastýra verkefnis á vegum félagsins sem á að berjast fyrir lagasetningu um hefndarklám. DV hefur að undan- förnu fjallað mikið um hefndarklám og afleiðingar þess. Rætt hefur verið við þolendur, ungar konur, sem hafa orðið fyrir því að myndir af þeim fara í dreifingu á vefnum. Konurnar hafa allar lýst því hversu erfitt það er að vita til þess að myndir af þeim séu notaðar til að klekkja á þeim eða að þeim sé hótað því. Kvenréttindafélag Íslands fékk á dögunum styrki frá Reykjavíkur- borg og Hlaðvarpanum til að rann- saka hefndarklám. Hrafnhildur segir að markmið félagsins sé að stuðla að því að sett verði lagasetning sem ger- ir hefndarklám refsivert og til að gefa lögreglunni verkfæri til að bregðast við óleyfilegum myndbirtingum á veraldarvefnum. „Mörgum finnst þetta kannski ekki alvarlegt, fyrr en einhver sem þeir þekkja lenda í þessu. Eða þeir sjálfir,“ segir Hrafnhildur og segir mikilvægt að hefja forvarnastarf. „Það þarf að fræða fólk um skaðsemi hefndarkláms og að koma því í skiln- ing um hversu alvarlegar afleiðingar það getur haft – fyrir fórnarlambið.“ Vantar lagasetningu „Það skortir lagasetningu um ná- kvæmlega þetta. Það er það sem við ætlum að gera með þessu verkefni, að knýja hana fram. Það verði gert ólög- legt og refsivert að dreifa myndefni af manneskju án hennar samþykkis,“ segir hún, en líkt og DV hefur greint frá eru engin lög sem beina sjónum sínum sérstaklega að hefndarklámi, en ríkissaksóknari hefur stuðst sér- staklega við tvö lagaákvæði þegar kemur að málum sem þessu, annars vegar lögum um ærumeiðingar og friðhelgi einkalífsins og hins vegar brotum gegn blygðunarsemi. Björt framtíð hefur lagt fram lagafrum- varp sem beint er sérstaklega gegn hefndarklámi, en enn er óvíst hvort það kemst í gegnum þingið á þessu ári. Hrafnhildur segir þetta vera mikil- vægt skref í því að takast á við ofbeldi gegn konum. „Hefndarklám er enn ein aðferðin við að stjórna hegðun kvenna og skerta frelsi þeirra. Menn beita þessu ef konur hafna þeim eða hætta með þeim. Líka ef þær virðast kannski vera ánægðar án þeirra. Það er ekki bara það að þeir birti myndirnar, held- ur hóta þeir að birta þær, sem er and- legt ofbeldi og kúgun. Þegar þeir hafa svo birt myndirnar er það ekkert ann- að en kynferðislegt ofbeldi.“ Skortur á jafnrétti Hrafnhildur segir að myndbirtingar sem þessar eigi rætur sínar að rekja til skorts á jafnrétti og jafnréttisumræðu. „Við þurfum hugarfarsbreytingu. Þarna spila staðalmyndirnar líka inn í. Við þurfum að hætta að líta á kon- ur sem annars flokks manneskjur og bara sem kroppa. Þetta er hluti af stóru myndinni, þegar konur eru sett- ar skör lægra,“ segir hún. Forvarna- fræðslu og jafnréttisfræðslu þurfi að efla til að breyta hugarfarinu strax hjá ungu fólki. „Það sem við þyrftum að ná fram með forvarnafræðslu er að hætta að kenna fórnarlömbunum um. Konum er oft kennt um að hafa tekið myndirnar eða leyft myndatök- una. Fórnarlömb kynferðisofbeldis eru að stærstum hluta konur og hið sama á við varðandi hefndarklámið. Þetta er í rauninni sama spurningin: „af hverju varstu í stuttu pilsi?“ og „af hverju tókstu þessa mynd?“. Spurn- ingin ætti auðvitað að vera: „Af hverju beitti gerandinn ofbeldinu?“,“ segir Hrafnhildur og bendir á að það sé á allan hátt óeðlilegt að setja þolanda ofbeldis í þau spor að leita svara hjá sjálfum sér. „Þetta er púsl af sömu myndinni,“ segir hún. Segja frá „Við þurfum hugarfarsbreytingu að því leyti en líka þegar kemur að því að segja frá hver það var sem beitti of- beldinu. Við höfum opnað á það að þolendur ofbeldis stígi fram og segi sögu sína, en það vantar mikið upp á þegar kemur að þeim sem beita of- beldinu,“ segir hún. Konurnar sem DV hefur rætt við um hefndarklám hafa allar óttast mjög við að nafn- greina ofbeldismennina eða að stíga fram undir nafni. Þær hafa allar lýst því að þær óttist hefndaraðgerðir, meiðyrðamál og það að almenningur byrji að leita að myndunum af þeim á netinu. Þær óttast að afleiðingarnar verði jafnvel mun verri. „Þær sem verða fyrir þessu, svona mynddreifingum, upplifa það jafnvel að ofan á niðurlæginguna þá eru þær baktalaðar og þeim jafnvel útskúfað. Sá sem dreifir því verður sjaldnast fyr- ir slíku. Eru þetta skilaboðin sem við viljum senda ungu fólki? Að það megi koma svona fram við stelpur?“ spyr Hrafnhildur og bendir á að stundum er eins og myndirnar verði hálfgerðir verðlaunagripir; þegar þeim er dreift á milli til dæmis á vefsíðum þar sem menn keppast við að finna til mynd- irnar, deila þeim sín á milli og óska eftir myndum. Mikil pressa Lögin og forvarnirnar þurfa að haldast í hendur við breytta tíma, segir hún. „Í dag eiga allir snjallsíma með myndavél. Það geta allir tekið mynd- ir við öll tækifæri. Það er sérstaklega sterkt í unglingamenningu að deila miklu efni og myndum á samfélags- miðlum. Þar að auki sést þar pressan um að stúlkur setji sig í kynþokka- fullar stellingar. Það er sem sagt gerð krafa um að vera sexí, en svo eru þær „það er ekkert annað en kynferðislegt ofbeldi“ n Aðferð til að stjórna hegðun kvenna n Ætla að rannsaka hefndarklám n Berjast fyrir lögum sem banna það Ekkert nálgunarbann Á dögunum hafnaði Hæstiréttur því að sett yrði nálgunarbann á mann sem hefur viðurkennt að hafa sent nektarkynlífsmyndband, sem hann hefur undir höndum, til vinkonu og vinnufélaga fyrrverandi sam­ býliskonu sinnar og barnsmóður í janúar á þessu ári. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu taldi líklegt að maðurinn myndi halda áfram að áreita konuna og raska friðhelgi einkalífs hennar ef hann nyti fulls athafnafrelsis. Vildi lögreglan að maðurinn mætti ekki nálgast hana á almannafæri, sem nemur fimmtíu metra radíus frá staðsetningu konunnar hverju sinni, eða að hann setti sig í samband við hana á nokkurn hátt. Maðurinn er grunaður um líkamsárás á hendur konunni í júní síðastliðn­ um, þar sem hún segir hann meðal annars hafa hrint sér niður stiga þegar hún hélt á dóttur þeirra. Hann neitar sök. Manninum var í undirrétti gert að sæta sex mánaða nálgunarbanni en Hæstiréttur taldi ekkert benda til þess að maðurinn hefði beitt konuna ofbeldi frá því í sumar eða væri líklegur til þess að gera það aftur og felldi því úrskurðinn úr gildi. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Ofbeldi Hrafnhildur er stjórnarkona hjá Kvenréttinda­ félagi Íslands og er verkefnastýra í átaksverkefni félagsins gegn hefndarklámi. Mynd Sigtryggur Ari Eins og byssu- kúla inn um afturhlera Á dögunum lenti björgunar- sveitin Dagrenning á Hvolsvelli í því að krókur á bíl, sem verið var að draga lausan úr festu, gaf sig. Skaust hann inn um aftur- hlera björgunarsveitarbílsins, í gegnum bremsuljósið í rúðunni, braut hliðarrúðu og stöðvaðist svo á milli framsæta eftir að hafa lent á farþegasætinu. Frá þessu er greint á vefsíðu Landsbjargar. Þar segir að reynt bílafólk þekki svona atvik en við drátt á föstum bifreiðum myndist miklir kraftar og átak og því vissara að standa ekki of nálægt ef eitthvað slitnar eða gefur sig. Þetta er ekki eina slíka atvik- ið sem þessi sveit hefur lent í því hún á nú tvo bíla sem eru tjón- aðir eftir bíladrátt. Björgunar- sveitin vill því minna félagsfólk á að fara ávallt með gát við slíkar aðstæður. Apple-notendur gabbaðir Lögreglunni á höfuðborgarsvæð- inu berast reglulega tilkynningar um að reynt sé að gabba fólk á netinu. Á mánudag barst lögreglu fjöldi ábendinga um að Apple- notendur fengju tilkynningu um að þeir hefðu verslað á iTunes. Með tilkynningunni fengu þeir tengil til að smella á ef þeir höfðu ekki átt í þessum viðskiptum. Tengillinn vísaði hins vegar á falska síðu þar sem fólk var beðið að skrá sig. Ef fólk varð að þeim tilmælum fengu þjófarnir upplýs- ingar sem þeir gátu nýtt sér til að stela. „Við biðjum því fólk enn og aftur að vera á varðbergi gagnvart öllum slíkum sendingum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.