Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Side 10
Vikublað 27.–29. janúar 201510 Fréttir Lærdómur þjóðar n Lyktir lekamálsins eru ekki heilbrigðisvottorð n Fjalla um lærdóma sem draga má af málinu L ekamálið lét ekki mikið yfir sér þegar það hófst síðla árs 2013 með mótmæla- stöðu nokkurra einstaklinga vegna brottvísunar Tonys Omos úr landi. Þeir málavextir verða ekki raktir hér, en mótmæl- endur töldu þá þegar að margt væri athugavert við þær upplýs- ingar sem komið höfðu frá ráðu- neytinu. Málið vatt upp á sig. Smám saman fengu viðbrögð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, sjálfstætt líf sem endaði með því að umboðs- maður Alþingis tók frumkvæði og hóf rannsókn á afskiptum hennar af þeirri sakamálarannsókn sem hafin var gegn ráðuneyti hennar vegna lekans um Tony Omos. DV hefur hér í opnunni leit- að til nokkurra sérfræðinga sem fylgst hafa með framvindu máls- ins og fjallað hafa um stjórnmál, stjórnsýslu, spillingu og fleira í fræðilegu og lagalegu samhengi. Þau eru Jón Ólafsson, Jenný Stef- anía Jensdóttir, Sigurbjörg Sigur- geirsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Gísli Tryggvason og Gunnar Helgi Kristinsson. Jón veltir því upp hvort mál Hönnu Birnu sé undantekning eða dæmigerð í íslenskum stjórn- málum. Guðmundur telur víst að íslenska flokksræðinu hafi ver- ið greitt þungt högg í lekamálinu öllu. Jenný segir „varðturnana“ innan kerfisins, þar á meðal fjöl- miðla, afar þýðingarmikla. Sigur- björg veltir fyrir sér skaðanum af málinu öllu fyrir stjórnsýsluna og hvort til séu varnir fyrir hana gegn ráðherravaldinu. Gísli segir að innanríkisráðherrann hafi orðið uppvís að alvarlegri valdníðslu og brotum á lagareglum. Gunnar Helgi telur að takmarka verði stjórnsýsluvald ráðherra og enn séu fyrir margvíslegar brotalamir innan kerfisins. Öll reyna þau að bregðast við spurningunni um það hvort íslensk stjórnmál geti dregið einhverja lærdóma af lekamálinu öllu og skýrslu umboðsmanns Al- þingis. n – lekamálið er prófsteinn Jóhann Hauksson johannh@dv.is N iðurstaða umboðsmanns um að ráðherra hafi farið langt út fyrir starfssvið sitt og ítrekað sagt ósatt um málið bæði innan Alþingis, þing- flokksins og utan, er grafalvarleg og mun skapa víðtækt fordæmi innan stjórnsýslunnar allrar. Þegar spilling er mæld í þjóðfé- lögum er oft litið til innviða sam- félagsins og hversu sterkar og miklar varnir eru til staðar til að sporna gegn algengu og velþekktu spillingaratferli. Pólitísk afskipti af sjálfstæðum stofnunum sam- félagsins er eitt slíkt atferli. Eitt af hlutverkum þessara stofnana er að vera eins konar varðturnar gegn spillingu í samfélaginu. Um- boðsmaður Alþingis, Lögreglan, Ríkisendurskoðun, Ríkisskatt- stjóri og ýmsir aðrir eftirlitsaðilar gegna þannig mikilvægu hlutverki og nauðsynlegt að þeir séu varð- ir gegn pólitískum afskiptum svo sjálfstæði og hlutlægni í störfum og ákvörðunum sé tryggð. Fjöl- miðlar sem reka óháða og sjálf- stæða ritstjórnarstefnu eru önn- ur og gífurlega mikilvæg þyrping „varðturna“ gegn spillingu. Íslensk stjórnmál og allur al- menningur geta því á vissan hátt fagnað niðurstöðu málsins því allir varðturnarnir þrír; lögreglan, umboðsmaður og DV stóðust það þunga próf að verjast augljósum, einbeittum og yfirdrifnum póli- tískum afskiptum af rannsókn þessa sakamáls. Alvarlegustu viðbrögðin í þessu máli koma frá stjórnmála- mönnum, sem í fyrstu töldu mál- ið léttvægt og ómerkilegt og síðar í ferlinu að um lítilvæga yfirsjón hafi verið að ræða, búið væri að viðurkenna og afsaka hana. Það er enginn höggdeyfir á þanþol almennings að telja upp gamlar syndir í því sambandi. Ráðherra og aðstoðarmaður skítféllu á tiltölulega léttu prófi, almenningur lætur ekki segja sér að prófið hafi verið ómerkilegt eða léttvægt, hann gerir kröfu um að sínir kjörnu fulltrúar standist svona próf undanbragðalaust. Mikilvægasti lærdómur fyrir íslensk stjórnmál, er að íslenskur almenningur er búinn að fá upp í kok af spillingu, og sættir sig illa við valdníðslu og gamlar hefðir. Ný uppfærsla á Sjálfstæðu fólki styður þessa skoðun. Frumkvæð- isathugun og álit umboðsmanns Alþingis styrkir þannig von um nýja tíma og faglegri vinnubrögð í allri stjórnsýslunni. Loks má rifja upp að 93. grein- in í frumvarp til nýrrar stjórn- arskrár fjallar um sannleiks- og upplýsingaskyldu ráðherra. Í um- ræðunni gerðu ýmsir stjórnmála- menn grín að því hversu fáránlegt það væri að skylda ráðherra til að segja satt! Nú hljóta allir að sjá að sannleiksskylda er ekkert grín.“ Berskjölduð stjórnsýsla N okkrir hlutir þurfa að koma til skoðunar í ljósi þessa máls. Í fyrsta lagi völd ráðherra og möguleikar þeirra til inngripa í stjórnsýslu. Stjórnsýslan þarf að fá aukið skjól til að vinna sín verk án inngripa ráðherra. Afmarka þarf meira stjórnsýsluvald ráðherra. Í öðru lagi hljóta störf að- stoðarmanna að koma til frek- ari skoðunar. Tilgangurinn með aðstoðarmönnum var að styrkja hina pólitísku forystu framkvæmdarvaldsins en ekki að veita ráðherrum aðgang að spunameisturum í auknum mæli. Flest bendir hins vegar til að spunahlutverkið sé aðalhlut- verkið. Með það í huga þarf ef til vill að fara yfir reynsluna af störfum aðstoðarmanna meira en gert hefur verið en í öllu falli að setja aðstoðar- mönnum miklu meiri skorður en nú eru til staðar til afskipta af störfum stjórnsýslunnar. Í þriðja lagi þurfa mál- efni uppljóstrara að fá meiri skoðun. Uppljóstrarar geta gegnt gagnlegu hlutverki en það er líka hægt að misnota uppljóstranir, eins og reynslan sýnir. Það er bæði viðfangsefni fjölmiðla og opinberra aðila að skapa heilbrigðan farveg fyr- ir ábendingar um brotalamir í stjórnsýslu. Því miður er ekki hægt að segja að niðurstaða þessa máls sýni einfaldlega að kerfið virki. Of margir þættir hefðu auðveld- lega getað farið öðru vísi. Eitt lítið dæmi: Embættismaður í sporum Stefáns Eiríkssonar sem ætti yfir höfði sér að starf hans mætti auglýsa og ráðherra tæki ákvörðun um veitingu starfsins er undir miklum þrýstingi til að láta undan óskum ráðherra, jafnvel þegar þær stang- ast á við sjónarmið um góða og vandaða stjórnsýslu- hætti.“ Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafræðiprófessor við HÍ Fullsödd af spillingu Jenný Stefanía Jensdóttir, stjórnarmaður í Gegnsæi Dæmigerð eða undantekning? Jón Ólafsson prófessor spyr hvort starfshættir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur séu dæmigerðir eða undantekning. MynD SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.