Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Síða 20
Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Ritstjórnarfulltrúi: Jóhann Hauksson Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir • Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 27.–29. janúar 2015 Mig langaði ekki til að lifa einlífi Það vildi enginn snerta mig Þetta er bara aumkunar- verðir hræðsluáróður Einu sinni var Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák, vildi ekki einangrast sem skákmaður. – DV Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, er ómyrkur í máli í garð Samtaka atvinnulífsins. – DV E inu sinni var Hanna Birna Kristjánsdóttir stjórnmála- maður sem naut trausts langt út fyrir eigin flokksraðir. Hún var talsmaður nýrra aðferða í pólitík, boðaði samvinnu þvert á flokksbönd, sýndist hafa ama af pólitískum klækjabrögðum og vera talsmaður heiðarleika. Sem stjórn- málamaður virtist hún vera ansi góð fyrirmynd. Hún var borgarstjóri, inn- anríkisráðherra, varaformaður Sjálf- stæðisflokksins og sinnti málum sín- um svo vel að ýmsir vildu sjá hana sem formann flokksins. Svo kom lekamálið og um leið reyndi á allt það sem Hanna Birna hafði boð- að og staðið fyrir. En í stað þess að sýna heiðarleika og hreinskilni greip Hanna Birna til pólitískra klækja- bragða, gerði sjálfa sig að píslar- votti, sá óvini í hverju horni og sak- aði þá um ýmislegt misjafnt. Hún sagði margt, meðal annars að leka- málið væri ljótur pólitískur leikur og fullyrti að hún vissi ekkert um hluti sem síðar kom í ljós að henni hefði verið fullkunnugt um. Hún skipti sér af lögreglurannsókn af málinu og sagði við lögreglustjóra að rann- saka þyrfti rannsókn lögreglu og ríkis saksóknara. Svör hennar til um- boðsmanns Alþingis voru villandi og til þess fallin að gera lítið úr honum og rannsókn hans. Svo að segja öll viðbrögð Hönnu Birnu í lekamálinu einkenndust af valdhroka og skorti á auðmýkt. Lekamálinu virðist loks lokið. Annar aðstoðarmaður Hönnu Birnu laug lengi vel af mikilli staðfestu, en gafst loks upp. Hanna Birna þrjóskaðist enn lengur við en eftir að umboðsmaður skilaði áliti sínu er staða hennar afar veik og ljóst að trú- verðugleiki hennar er nánast enginn. Pólitískt fall hennar er hátt en engum er um að kenna nema henni sjálfri. Hún brást kjósendum og flokki sín- um og getur ekki lengur setið sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvort hún situr áfram sem þingmað- ur er undir henni sjálfri komið, en ljóst er að erfitt verður fyrir hana að endurheimta trúverðugleika sinn. Meðan hún sýnir ekki að hún hafi eitthvað lært af málinu verður það nánast ómögulegt fyrir hana. Lekamálið reyndi á marga og ýmsir stóðust prófið, þar á meðal Stefán Eiríksson, fyrrverandi lög- reglustjóri, ríkissaksóknari og ekki síst umboðsmaður Alþingis, Tryggvi Gunnarsson, sem varð fyrir margs konar aðkasti vegna rannsóknar sinnar á málinu. Fjölmiðlar sinntu sínu hlutverki en DV hafði forystu í málinu sem hefði sennilega aldrei ratað í fjölmiðla nema vegna rann- sóknarvinnu blaðamanna blaðsins. Margir geta lært af lekamálinu og þá ekki síst stjórnmálamenn. Þeir eru kjörnir fulltrúar þjóðarinnar og eiga að koma fram af heiðarleika og ekki gera tilraunir til að ljúga sig út úr erfiðum málum. Lygin hefur til- hneigingu til að hlaða utan á sig og er ekki góður ferðafélagi. n Hvað gera Ragnheiður og Vilhjálmur? Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa boðað að lögð verði á ný fram til- laga um slit á aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fáum dylst að sú vegferð gæti reynst Sjálfstæðisflokknum erfiðari en samstarfsflokki hans í ríkisstjórn enda þótt ljóst sé að yfirgnæfandi meirihluti flokksmanna sé því andvígur að Íslandi gangi inn í ESB. Ragnheiður Ríkharðsdóttur, þingflokksformaður Sjálfstæðis- flokksins, og Vilhjálmur Bjarna- son þingmaður voru því mjög mótfallin þegar utanríkisráðherra kom fram með tillögur um slit á viðræðum við ESB fyrir um ári. Telja ýmsir ekki útilokað – nái til- lagan fram að ganga í þetta sinn – að það geti valdið því að Ragn- heiður og Vilhjálmur segi sig í kjölfarið úr flokknum. Spenna vegna Glamour Spenna er nú á tímaritamark- aðnum hér á landi því senn mun fyrsta tölublað ís- lensku útgáfunn- ar af Glamour líta dagsins ljós. Ís- lenska útgáfan er 17. erlenda útgáfa Glamour og verð- ur gefin út í sam- starfi við fjölmiðlafyrirtækið 365. Glamour er eitt vinsælasta lífsstílstímarit heims og má búast við að það verði erfiður keppi- nautur fyrir sambærileg tímarit sem rekin eru hér á landi, enda hefur það aðgang að mynda- og efnisbönkum Condé Nast-útgáf- unnar, einnar stærstu fjölmiðla- samsteypu heims. Skrifar Hanna Birna bók? Öll spjót standa enn á Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra. Hún hefur lýst því yfir að hún ætli að vera í leyfi frá þingstörfum fram í mars eða jafnvel lengur. Úr hennar herbúðum heyr- ist að hún sé samt staðráðin í að koma til baka fyrir þinglok. Einn af hennar dyggustu stuðnings- mönnum upplýsti Sandkorns- ritara um að Hanna Birna sé af mörgum hvött til að skrifa bók um lekamálið og atburði síðasta árs. Sami stuðningsmaður fullyrti að í þeirri bók ætli hún að segja söguna alla og upplýsa um þætti sem ekki hafa áður litið dagsins ljós. Hvað þetta þýðir nákvæm- lega er ekki gott að segja en ljóst er að bók frá henni um þetta mál myndi vekja athygli. Við borgum ekki F rumvarp atvinnuvegaráð- herra um náttúrupassa er líklega ein merkilegasta til- raun til pólitísks harakiris síðan Margrét Thatcher kom fram með sínar tillögur um nefskatt. Að minnsta kosti hefur stuðning- ur við frumvarpið minnkað mikið á skömmum tíma samkvæmt könnun MMR. Rúmlega 47% aðspurðra studdu frumvarpið í maí 2014 en einungis 31% reyndust þeirrar skoðunar sjö mánuðum síðar. Og félagsmenn Samtaka ferðaþjón- ustunnar telja náttúrupassa verstu tekjuöflunarleiðina sem völ er á. Það er í raun merkilegt að ráð- herra Sjálfstæðisflokksins skuli leggja í þessa vegferð, enda felur frumvarpið í sér skattahækkun, vöxt hins opinbera og atlögu að frelsi einstaklingsins. Passinn er hluti af þróun sem almenningur þarf að mótmæla, þ.e. tilraun stjórnmála- manna til að sækja fé í vasa almenn- ings með því að leggja sérstök gjöld á hitt og þetta sem áður var greitt með almennum sköttum. Dæmi um þetta er útvarpsgjaldið og auk- in kostnaðarþátttaka almennings í heilbrigðiskerfinu og skólakerfinu. Gjaldið sjálft er svo sem ekki hátt til að byrja með, eða 500 kr. á ári fyrir 18 ára og eldri. Aftur á móti er gert ráð fyrir nokkuð hörðum viðurlögum eða 15.000 króna sekt. Þannig gæti það reynst dýrkeypt fyrir fjögurra manna fjölskyldu að gleyma að kaupa náttúrupassa áður en hún fer með tvo erlenda vini í bíltúr um sveitir Suðurlands. Reyn- ist þessi fjölskylda svo óheppin að vera við Gullfoss á sama tíma og eftir litsmenn ríkisins þá situr hópur- inn uppi með 90.000 króna sekt. Annar stór galli á frumvarpi at- vinnuvegaráðherra er að það heim- ilar landeigendum að rukka al- menning um gjald fyrir að virða fyrir sér náttúruna. Þannig að ef áð- urnefnd fjölskylda ákveður að fara gullna hringinn með gestina þá þarf hún að standa eftirlitsmönn- um ríkisins skil á náttúrpassa við Þingvelli, greiða fólki í kraftgöllum aðgangseyri að Geysi, standa aft- ur skil á náttúrupassa við Gullfoss og greiða svo gjald í skúrnum við Kerið. Frumvarp atvinnuvegaráð- herra mun því gera ferðalög um landið bæði flóknari og dýrari. Auk þess virðist frumvarp at- vinnuvegaráðherra byggja á afar hæpnum forsendum. Þannig hafa samtök ferðaþjónustunnar birt lög- fræðiálit þar sem efast er um full- yrðingar ráðuneytisins um að komugjöld á flug- og skipafarþega brjóti í bága við EES-samninginn. Í Bretlandi hefur einnig verið við lýði sérstakur flugfarþegaskattur og Þjóðverjar og Írar rukka líka sérstakt brottfarargjald. Þá má benda á að þýska ríkisstjórnin samþykkti ný- verið að leggja sérstaka vegatolla á erlenda ökumenn. Það er æði sér- kennilegt ef ríkisstjórn undir stjórn framsóknarmanna ætlar að vera heilagri í framkvæmd Evrópureglu- gerða en þýsk stjórnvöld. Að mínu mati ætti að greiða fyrir uppbyggingu innviða á ferða- mannastöðum með almennum sköttum. Fullyrt er að tekjur af ferða- mönnum hér á landi hafi numið 130 milljörðum árið 2013 og þær hafa sennilega aukist á nýliðnu ári þegar ferðamönnum hélt áfram að fjölga. Framlag ferðamanna til skatttekna er því talsvert nú þegar og einfald- ast er að nýta hluta þeirra tekna til nauðsynlegrar uppbyggingar á innviðum um leið og reynt yrði að draga úr skattalagabrotum í ferða- þjónustunni. Það er einföld lausn á einföldu vandamáli. Við sem aðhyllumst einstak- lingsfrelsið og viljum koma í veg fyrir að almenningur sé gerður að nytjastofni í vildarskömmtunarkerfi ríkisstjórnarinnar verðum að mót- mæla þessum nýja náttúruskatti af krafti. Henry David Thoreua fjallaði um óréttlát lög í ritgerð sinni „Borg- araleg óhlýðni“ og spurði: ,,Eigum við að láta okkur nægja að fara eft- ir þeim eða eigum við að leitast við að bæta þau og fara eftir þeim þang- að til, eða eigum við að brjóta þau strax?“ Í þessu tilfelli er ég þeirrar skoðunar að best sé að brjóta lög- in strax og mun því ekki borga fyr- ir náttúrupassa fari svo að frumvarp atvinnuvegaráðherra verði að lög- um. n Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar Kjallari Mynd RöGnValduR MáR„Við sem aðhyll- umst einstaklings- frelsið og viljum koma í veg fyrir að almenningur sé gerður að nytjastofni í vildarskömmtunarkerfi ríkisstjórnarinnar verð- um að mótmæla þess- um nýja náttúruskatti af krafti. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Leiðari „Margir geta lært af lekamálinu og þá ekki síst stjórnmálamenn. Þeir eru kjörnir fulltrú- ar þjóðarinnar og eiga að koma fram af heiðarleika og ekki gera tilraunir til að ljúga sig út úr erfiðum málum. Mynd SKjáSKot aF VeF RÚV Bergvin oddsson var illa farinn af exemi í æsku og sætti einelti fyrir vikið. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.