Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Page 31
Vikublað 27.–29. janúar 2015 Menning 31 Í kulda hafsins Þ að er af mörgum ástæð- um viðeigandi að leikverkið Mar sé sett upp í Frystiklef- anum. Sú fyrsta er að jök- ulkalt er í sýningarsalnum, sem ýtir undir upplifunina af því að sjá leikverk um sjóskaða. Ann- að að húsið var áður haft undir fisk- vinnslu. Hið þriðja er staðsetning þess í Rifi á Snæfellsnesi, en skip- ið Elliði sökk undan Öndverðarnesi og trillan Margrét SH var gerð út frá Hellissandi, og um þessa skipsskaða fjallar Mar; slær þeim raunar saman í einn, ef ég skildi það rétt. Um borð í sökkvandi skipi Mar er ekki hefðbundið leikhús. Leikhússtjórinn og annar leikara sýningarinnar, Kári Viðarsson, er jafnframt höfundur verksins ásamt Hallgrími H. Helgasyni, Birgi Ósk- arssyni og Freydísi Bjarnadóttur, en hún er hinn leikari sýningarinnar. Persóna Freydísar er raunar byggð á hennar eigin reynslu, en hún missti föður sinn þegar Margrét SH fórst á Breiðafirði árið 1997. Föðurinn leikur Kári og á milli þeirra eru áhugaverðar samtalssen- ur. Stundum eru þau á sama stað, eins og þegar hann sýnir henni út- varpsbúnað skipsins, stundum tala þau aðeins í síma á meðan hann er úti á sjó, og loks hefur hún stundum bein áhrif á hann án þess að nokk- ur raunveruleg samskipti geti hafa átt sér stað, eins og andleg tenging á milli þeirra – nokkuð sem hún einmitt óttast að þau skorti. Alltaf er hún í landi þar sem tilvera henn- ar er útvarp sem færir henni skipa- fréttir. Alltaf er hann um borð í El- liða, fjarlægur dóttur sinni en samt eitthvað svo nálægur. Skipið Elliði er virkilega vel hannað af sjálfum Kára Viðarssyni; það hangir í loftinu og stígur ölduna undir fótum Kára, og það er ekki lítið magnað þegar það byrjar að leka. Lekinn verður smátt og smátt svo yfirgengilegur að gólf sýningarsalarins verður að einu fallvatni og væntanlegum áhorfend- um skal ráðlagt að vera í vatnsheld- um skóm. Þetta er frábærlega vel útfært, eiginlega sjokkerandi ofan í kökkinn sem ég alltaf fæ þegar ég er minntur á hryllinginn um borð í sökkvandi skipi. Sviðsmyndin fær sem sagt topp- einkunn frá mér. Notkun ljósa var vel útfærð, einföld og stílhrein, frá senuskiptum til neyðarblyssins. Þeir Friðþjófur Þorteinsson og Ro- bert Youngson eiga heiðurinn af henni. Hljóðmynd Ragnars Inga Hrafnkelssonar var sömuleiðis mjög vel lukkuð. Leikararnir Frey- dís og Kári voru bæði góð í sínum hlutverkum. Það hefði verið auðvelt að þróa persónurnar of mikið í átt að tilfinningaklámi en það var ekki gert; harmur persónanna og hörm- ung þessa atburðar er settur fram á afar smekklegan en áhrifaríkan hátt. Saga Íslands í smækkaðri mynd Mar er sýning sem veltur öll á upp- lifun og tilfinningum áhorfandans og því stendur hún utan við hefð- bundna rýni. Að mörgu leyti er Mar saga Íslands á síðari öldum, bara í smækkaðri mynd. Við fáum mynd af samfélagi þar sem allt er lagt í sölurnar til að ná fiskinum í land, en jafnframt sjáum við í leiðinni hversu lítils virði sú lífsbjörg sjáv- arþorpsins verður í samanburði við baráttu fáeinna manna til að halda í sér líftórunni. Ég mæli með sýningunni. Ef ein- hverjum finnst langt að fara alla leið út á Snæfellsnes til að sjá klukku- tíma leiksýningu þá er leikhúsgest- um boðin gisting í Frystiklefan- um með miðanum. Ef vel viðrar þá býðst kjörið tækifæri í leiðinni til að skoða hinar fjölmörgu dýrðir Snæ- fellsness. Í Frystiklefanum er nota- leg setustofa með bókum, tónlist og bar; raunar er ekki seldur matur en gestir hafa aðgang að eldhúsi og svo eru ekki nema sex kílómetr- ar til Ólafsvíkur og þrír inn að Hell- issandi. Frystiklefinn er ungt en áhuga- vert leikhús sem vert er að fylgjast með og því ættu fjarlægðir vonandi ekki að trufla þá sem áhugasam- ir eru um öðruvísi leikhús. Líkt og bent er á í leikskrá verksins er það einmitt staðsetningin sem gerir uppsetningu verksins merkingar- bæra. Upplifunin verður því sterk- ari sem áhorfandinn kemst nær samfélaginu og sögusviðinu. Áhorf- andinn er þannig „on location“ allan tímann og nær verður varla komist. Það er einn helsti styrkleiki verksins. n Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Kvikmyndir Ömurlegt brúðkaup/ Qu'est- ce qu'on a fait au Bon Dieu? Leikstjórn og handrit: Philippe de Chauveron Aðalhlutverk: Christian Clavier og Chantal Sýnd í Háskólabíó Mar Höfundar: Kári Viðarsson og Hallgrímur H. Helgason Leikstjóri: Árni Grétar Jóhannsson Leikarar: Freydís Bjarnadóttir og Kári Viðarsson Hljóðmynd: Ragnar Ingi Hrafnkelsson Sviðsmynd: Kári Viðarsson Lýsing: Robert Youngson Sýnt Í Frystiklefanum á Rifi Arngrímur Vídalín ritstjorn@dv.is Leikrit „Lekinn verður smátt og smátt svo yfirgengilegur að gólf sýningarsalarins verð- ur að einu fallvatni og væntanlegum áhorfend- um skal ráðlagt að vera í vatnsheldum skóm. Staðsetningin spilar stórt hlutverk Það er einmitt staðsetningin sem gerir uppsetn- ingu verksins merkingarbæra að sögn Arngríms Vídalín, leikhúsgagnrýnanda DV. Harmur og hörmung Mar fjallar um samband föður og dóttur, en leikkon- an og höfundurinn, Freydís Bjarnadóttir, missti föður sinn þegar Margrét SH fórst á Breiðafirði árið 1997. Frábær frönsk fjölmenning Qu'est-ce qu'on a fait au Bon Dieu? er opnunarmynd Franskrar kvikmyndahátíðar F ranska kvikmyndahátíðin byrjar vel og það gerir opnunarmynd hennar líka. Miðaldra hjón hafa þurft að horfa upp á dætur sínar giftast múslíma, gyðing og Kínverja, en fá loks nóg þegar sú fjórða kem- ur með blökkumann. Það er nokkuð hugað að gera lauflétta gamanmynd um kynþáttafordóma í stað þess að vera með þungar móralíseringar og reynist myndin bæði mannbætandi og fyndin. Í fyrstu virðist allt snúast um til- raunir tengdasonanna til að ná saman, því fordómar leynast víðar en hjá hvítu fólki. Hér er þó ekki hjakk- að í sama farinu, heldur reyna þeir brátt að koma í veg fyrir fjórða hjóna- bandið. Þriðji hlutinn fjallar síðan um tilraunir feðranna tveggja til að sætt- ast við hvor annan, og allt tekst þetta vel upp án óþarfa væmni. Við fáum brandara á mínútu og úr ýmsum áttum, blökkumaðurinn er kallaður bæði Idi Amin og Uncle Ben, en meginskotspónninn eru þó gömlu hjónin tvö og íbúar smábæjarins sem tala um „Benetton-fjölskylduna“. Það má velta því fyrir sér hvernig Frakk- landi er að takast með að verða fjöl- menningarsamfélag í ljósi nýliðinna atburða, en þessi mynd sýnir þó fram á að húmorinn er allra meina bót. Einnig sýnir hún ágætlega þann kyn- slóðamun sem gerir vart við sig að þessu leyti, og minnir um leið á að þeir sem eiga erfitt með að aðlagast breyttum tímum eru ekki endilega illa innrættir, heldur ólust aðeins upp í öðruvísi samfélagi. Kannski er rétt að sýna þeim örlítið umburðarlyndi líka. En fyrst og fremst er myndin þó góð skemmtun, og það þótt hún takist á við erfitt málefni, hún forðast flestar augljósar gildrur og varla er hægt að biðja um meira. „Feelgood“-mynd um hvernig skuli yfirstíga fordóma. n Fyndið fjölmenningarsamfélag Ömurleg brúðkaup tekst á við erfið viðfangsefni með grínið að vopni. Myrkrið tekur yfir Myrkir músíkdagar frá 29. janúar til 1. febrúar Tónlistarhátíðin Myrkir músík- dagar stendur yfir í Hörpu um næstu helgi. Hátíðin sem var haldin í fyrsta skipti árið 1980 hefur skapað sér stöðu sem vett- vangur framsækinnar nútímatón- listar. Á efnisskránni eru meðal annars sinfóníutónleikar, sinfóní- ettutónleikar, kammertónleikar, kórtónleikar, raftónleikar og ein- leikstónleikar ásamt viðburðum fyrir börn. DV tók saman nokkra áhugaverða viðburði á hátíðinni. Myrkraverkið Fimmtudagur 17.00 Opnunarverk hátíðarinnar er Myrkraverkið eft- ir Berglindi Maríu Tómasdóttir, flautuleikara og tónskáld. Verkið er þátttökutónverk þar sem áheyr- endur fá að taka þátt í sköpun verksins en viðburðurinn verður í beinni útsendingu á Rás 1. Þögla byltingin Föstudagur 22.00 Ástralska tón- skáldið og klarínettuleikarinn Lindsay Vickery spilar á tón- leikum í tónleikaröð Jaðarbers. Vickery nýtir sér oft hreyfinótur og myndbönd í flutningi tónverka. Nú kynnir hann ný verk sem kall- ast á við ólíkar hreyfingar dagsins í dag sem tengjast mannréttinda- málum, á borð við Occupy Movement, Whistleblowers, sem og skýrslur Chris Hedges, Glenn Greenwald og fleiri. Tónamín- útur Atla Heimis Laugar- dagur 20.00 Örverka- röð Atla Heimis Sveinssonar fyrir einleiksflautu, 21 tónamínútur, er innblástur tónleika KÚBUS-hópsins. Á tón- leikunum er hið dýnamíska form örverksins skoðað og eru hér frumfluttar 21 nýjar tónamínútur eftir Atla Heimi Sveinsson, Berg- rúnu Snæbjörnsdóttur, Hafdísi Bjarnadóttur, Hauk Tómasson, Kolbein Bjarnason, Kristínu Þóru Haraldsdóttur, Svein Lúðvík Björnsson og Örlyg Benediktsson, auk meðlima Kúbus, sem semja sína tónamínútu hvert. Björt í sumarhúsum Sunnudagur 13.00 Söngleikur El- ínar Gunnlaugsdóttur og Þórar- ins Eldjárns fyrir börn, byggir á ljóðum úr bókinni Gælur, fælur og þvælur. Sagan segir frá stúlk- unni Björt sem er í pössun hjá afa sínum og ömmu í sumarbú- stað, henni leiðist og reynir gamla fólkið að hafa ofan af fyrir henni. Verkið er ærslakennt og er tón- listin sögð vera í anda verksins, létt og leikandi. Kammersveit Reykjavíkur Sunnudagur 20.00 Kammer- sveit Reykjavíkur lýkur dagskrá Myrkra músíkdaga. Á tónleikun- um frumflytur einn fremsti kan- teleleikari heims nýjan konsert eftir Huga Guðmundsson og Sig- urður Bjarki Gunnarsson flytur sellókonsert búlgarska tónskálds- ins Dobrinka Tabakova. Þá verður frumflutt nýtt verk Hafliða Hall- grímssonar, Double Image op. 49 fyrir strengjasveit. Þögla byltingin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.