Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Qupperneq 32
32 Menning Vikublað 27.–29. janúar 2015 Hakakross Framsóknar og alls konar djók F jögur dökkgræn F á ljós- grænum bakgrunni sett saman svo þau mynda hakakross. „Fordóma- og fáfræðiflokkurinn“ stendur fyrir neðan merkið. Litapalletan, F-ið og leturgerðin kveikja sam- stundis hugrenningatengsl við Framsóknarflokkinn. Allir sem fylgjast með íslenskum stjórnmál- um og samfélagsumræða skilja svo tilvísunina í merki þýska nas- istaflokksins – almennasta og aug- ljósasta merki gagnrýnislausra fordóma og kúgunar minnihluta- hópa í vestrænni menningu. Vegna táknmyndanotkunar, áherslu á þjóðmenningu og orða flokks- manna um málefni innflytjenda og einstakra minnihlutahópa, hefur hinum gamalgróna Framsóknar- flokki að undanförnu verið líkt við nýja þjóðernissinnaða lýðskrums- flokka í nágrannalöndunum – sem margir hverjir sækja innblástur ljóst og leynt til gullaldar þjóðernis- hyggjunnar. „Ótrúlega ósmekklegt“ og „særandi“ Myndhöfundurinn er fjöllistamað- urinn Páll Ivan frá Eiðum. Undan- farið hefur hann birt skopmynd- ir unnar í myndvinnsluforritinu Photoshop á Facebook-svæðinu Djók frá Eiðum og með fréttum mánaðarritsins Reykjavík Grape- vine. „Djók frá Eiðum varð til í haust meðan ég var að klúðra námi í HR í tölvunarfræði sökum kvíða, þunglyndis og þess háttar vesens og að föndra svona myndir hjálp- aði mér mikið við að dreifa hug- anum og slaka á. Í raun hefði ég aldrei valið mér stjórnmál sem viðfangsefni ef ég hefði ekki eign- ast son fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Þá breyttist allt og ég fór að hafa einhvern lágmarks áhuga á ís- lenskum stjórnmálum í fyrsta sinn því að ríkisstjórnir hafa bein áhrif á framtíð sonarins. Gott að fylgjast aðeins með þessu svona til öryggis. Ég gerði nokkrar myndir sem fengu töluverða dreifingu og í kjölfarið fór ég að fá vinabeiðnir á Facebook þannig að ég bjó til Djók frá Eiðum- síðuna til að beina áhugamönn- um í rétta átt og safna þessu saman á einn stað. Grapevine fékk svo áhuga á að nota og panta myndir fyrir sig. Það hefur verið skemmti- legt og mér skilst að það verði eitt- hvað meira af því í framtíðinni.“ Græni haka- krossinn birtist fyrst með um- fjöllun Gra- pevine um grein Atla Þórs Fanndals og Jóns Bjarka Magnússonar, fyrrverandi blaðamanna DV, um fas- isma og mögu- legar birtingar- myndir hans í Framsóknar- flokknum. Fréttin var færð úr fréttahluta vef- síðunnar DV.is og yfir í Skrýtið-flokk- inn, og vakti það tor- tryggni um áhrif nýs ritstjóra og eiganda blaðsins, sem báðir hafa starfað fyrir flokkinn. Jó- hannes Þór Skúlason, að- stoðarmaður forsætisráðherra, hafði í kjölfarið samband við Hauk Má Helgason, höfund greinarinn- ar, og hvatti hann til að endurskoða notkun Grapevine á myndinni sem hann sagði „ótrúlega ósmekklega“ og „særandi“. Páll segist þó sjálfur ekki hafa fengið nein reiðiviðbrögð við þessari eða öðrum skop- myndum sín- um. Með fordóma fyrir ljóðlist og dansi Í samfélagi þar sem sífellt á sér stað meiri skautun milli hópa fólks með ólík lífsviðhorf veltir maður því fyr- ir sér fyrir hvern stjórnmálagrín- og skopmyndirnar eru: eiga þær að breyta hugmyndum þeirra sem skoða eða eru þær leið eins hóps til að gera lítið úr öðrum? „Fyrir hvern eru svona myndir? Tja, sennilega fyrir þá sem eru sammála inn- taki myndanna og þá sem hugsa kannski ekki svo mikið um stjórn- mál því í skrípamyndum er gríðar- lega mikil þjöppun á upplýsingum; í einni mynd er búið að koma fyrir lýsingu á ástandi, tilfinningum, skoðunum, samhengi og fleiru sem er auðvelt að innbyrða á nokkrum sekúndum; þjöppun sem skilar sér ekki eins vel í texta að mínu mati – „eins og þúsund orð“ og allt það.“ Það er aðeins nýlega sem Páll hefur byrjað að fást við íslensk- an samtíma á svo skýran hátt en list hans hefur hingað til verið mjög tilraunakennd og abstrakt. Sem tónskáld vinnur Páll jöfn- um höndum að tilraunakenndri jaðartónlist og dægurlist. Hann er einn af stofnmeðlimum jaðartón- listarhópsins S.L.Á.T.U.R – sam- taka listrænt ágengra tónskálda umhverfis Reykjavík. „Við stönd- um fyrir tónleikum og viðburð- um og myndum tengsl við áhuga- verða listamenn meðal annars – voða gaman bara. Síðasta verk- ið sem ég samdi sem tónskáld var n Páll Ivan frá Eiðum gerir skopmyndir fyrir Reykjavik Grapevine n „Ósmekklegt“ og „særandi“ segir aðstoðarmaður forsætisráðherra Spítali á hakanum Staða heilbrigðis- og menntakerfisins er meðal þess sem Páll Ivan hefur gert grín að í skopmyndum sínum. Mynd Páll Ivan frá EIðuM Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég fór að hafa einhvern lágmarks áhuga á íslenskum stjórn- málum í fyrsta sinn því að ríkisstjórnir hafa bein áhrif á framtíð sonarins. Kirkjan fær niðurskurð endurgreiddan Blár fálki, ein- kennisfugl Sjálfstæðisflokksins, matar kirkjulegt afkvæmi sitt með peningum. Mynd Páll Ivan frá EIðuM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.