Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2015, Side 38
Vikublað 27.–29. janúar 201538 Fólk Hlustar ekki á kjaftasögurnar Klara hyggst snúa sér að tónlist sem höfðar til hennar sjálfar og hún nýtur að flytja T ónlistin mín er frekar ólík því sem ég var að gera með The Charlies. Enda er þetta allt önnur pæling,“ seg- ir Klara Ósk Elíasdóttir, einnig þekkt sem Klara Elias, sem stefnir á sólóplötu nú þegar The Charlies hefur lagt upp laupana. „Þetta er ekki lengur stelpuband og ætlunin er ekki að höfða til ein- hvers sérstaks markhóps áður en tónlistin og lögin verða til. Ég ætla ekkert að setja mig inn í neitt box og hugsa eitthvað alltof mikið fyrir hvern ég er að syngja en snúa mér að tónlist sem höfðar til mín og ég nýt að flytja. Vonandi hefur fólk áhuga á að heyra hana og hlusta á.“ Erfið ákvörðun Aðspurð segir Klara það hafa verið erfiða ákvörðun að leggja niður stelpnabandið. „En þessi ákvörðun lá fyrir mun lengur en við kannski áttuðum okkur á og þess vegna eiginlega bara náttúruleg þróun á löngum tíma,“ segir Klara sem ætl- ar að búa áfram í Los Angeles. „Mig langar til þess en ég nýt þess þó í botn að koma heim um jólin og knúsa alla mína nánustu en ég fæ alltaf smá heimþrá til Los Angeles í lok tímans sem ég eyði heima. Eins og er þá er ég ekki á leiðinni heim strax. En það er aldrei að vita. Ég gæti alveg skipt um skoðun í næsta mánuði þegar það verður aðeins kaldara hérna í Los Angeles. Ég sakna fólksins míns á hverjum degi. Það er það erfiða. Svo finn ég mikinn mun á því hvað það er mikil mengun hérna. Landið okkar er svo dásamlega ósnortið í saman- burði við önnur lönd og stórborgir. Annars er eiginlega alltaf sól hérna. Ég fæ ekkert leið á því,“ segir hún. Eyða ekki tíma í nöldurskjóður Klara og vinkonur hennar í The Charlies hafa verið áberandi á síð- um blaðanna síðan þær stigu fram á sjónarsviðið í hljómsveitinni Nylon. Fyrir vikið hafa þær stöllur reglulega lent á milli tannanna á fólki. Klara segist fyrir löngu orðin vön því að fólk hafi alls kyns skoð- anir á því sem þær hafa verið að gera. „Ég er búin að vera í þessu síðan ég var 18 ára. Einar Bárðar kenndi okkur snemma að hlusta ekki á neikvæðni eða nöldur og við værum mjög líklega ekki bún- ar að ganga í gegnum allt sem við höfum gengið í gengið í gegnum, upplifað alla þessa stórkostlegu hluti eða fengið öll þessi frábæru tækifæri til að lifa lífinu og upplifa draumana ef við værum að eyða tíma í einhverjar nöldurskjóður á netinu. Þetta er bara fylgifisk- ur þess að gera hluti á opinberum vettvangi.“ Ekki í fylgdarþjónustu Ein af rosalegustu kjaftasögun- um fjallar um að þær hafi unnið við fylgdarþjónustu út í Los Ang- eles. „Þetta hef ég aldrei heyrt og get staðfest að þetta er kjaftasaga. Ég heyri voðalega sjaldan kjafta- sögurnar um mig. Það kom einhver álíka kjánaleg sem tengdist eit- urlyfjum þegar við vorum að byrja sem Nylon. Annars er fólk hætt að nenna að segja mér þegar það heyrir lygasögur um okkur af því að ég hef afar lítinn áhuga á slíku.“ n Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Ekki á leiðinni heim Þrátt fyrir að Klara sakni Íslands að mörgu leyti, þá kann hún mjög vel við sig í Los Angeles. „Annars er fólk hætt að nenna að segja mér það þegar það heyrir lygasögur um okkur af því að ég hef voðalega lítinn áhuga á slíku. Engin óskalög á Kaffibarnum DJ Margeir, sem dansþyrstir dýrka og dá, er þekktur fyrir að spila aldrei óskalög. Hann lýsti yfir ánægju sinni með nýtt skilti á Kaffi- barnum á Facebook- síðu sinni nýlega. Á skiltinu stendur „Engin óskalög“ þannig að skilaboðin eru skýr og gestir verða hér eftir að gjöra svo vel og hemja sig. Plötusnúðurinn er ekki einn um að kunna illa við óskalög, því flestir úr plötu- snúðastétt sem eru yfir meðal- lagi töff eru sammála honum um að þessi skýrleiki sé til bóta. Ugla skerpir á kynþokkanum Leikkonan Ugla Egilsdóttir ku þessa dagana vera í stífri kynþokkaþjálfun hjá magadanskennaranum Þór- dísi Nadiu Semichat. Markmið Uglu er að komast á lista Kyn- lífspressunnar yfir kynþokka- fyllstu konur Íslands 2015, sem birtur verður í árslok. Heyrst hef- ur að Ugla hafi sett sér markmið- ið eftir að Saga Garðarsdóttir, vin- kona hennar og meðstjórnandi í hinum vinsæla hlaðvarpsþætti Ástin og leigumarkaðurinn, komst á listann sem birtur var í desember 2014. Þarf vonandi ekki að gista í tjaldi Gunnar Birgisson er enn ekki kominn með húsnæði í Fjallabyggð Þ etta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Gunnar I. Birgisson, fyrr- verandi bæjarstjóri í Kópa- vogi og þingmaður, sem tekur við starfi bæjarstjóra í Fjallabyggð í næstu viku. En innan Fjallabyggðar eru þéttbýliskjarnarnir Siglufjörður og Ólafsfjörður. Gunnar hefur búið í rúm 30 ár í Kópavogi svo hann þarf hálfpartinn að rífa sig upp með rótum þegar hann heldur norður. Hann segir það þó ekki erfitt, enda hafi hann búið víða, bæði hérlendis og erlendis, og því öllu vanur. Gunnar segir verkefnið fyrir norðan einstaklega spennandi. „Það er mikið að gerast í Fjalla- byggð og hlutirnir á uppleið, það verður ekkert atvinnuleysi hjá fram- kvæmdastjóra sveitarfélagsins þarna, það er nokkuð ljóst. Ég vil hafa nóg að gera og þannig verður það,“ segir Gunnar glaður í bragði. Hann bendir á að margt áhuga- vert sé að gerast í atvinnumálum, sérstaklega á Siglufirði, sem komi til með að hafa mjög jákvæð áhrif á af- komu bæjarfélagsins. „Fjallabyggð snýr vörn í sókn. Íbúum mun fjölga og tekjur og velsæld mun aukast. Það er ekki alls staðar sem svona hlutir eru að gerast á landsbyggðinni,“ seg- ir Gunnar sem er enn ekki kominn með húsnæði í Fjallabyggð þrátt fyr- ir að stutt sé í flutninga. Hann bindur þó vonir við að þurfa ekki að gista á tjaldstæðinu. „Það er verið að vinna í þessu, en það er ekki auðhlaupið að fá húsnæði Siglufjarðar megin. Það er auðveldara Ólafsfjarðar megin.“ Hann segist ekki gera sérstakar kröf- ur um að vera á Siglufirði þrátt fyrir að bæjarstjórnarskrifstofurnar séu þar. Hann verði einfaldlega að taka það húsnæði sem býðst. Gunnar hlær þegar blaðamaður spyr hvort hann haldi að það verði jafn gott að búa í Fjallabyggð og í Kópa- vogi, en þessi fleygu orð: „Það er gott að búa í Kópavogi,“ voru eitt sinn not- uð í kosningabaráttu Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi. „Ég reikna með því,“ segir hann kíminn. „Ég er búinn að fara norður og heimsækja bæjar- skrifstofurnar,“ bætir Gunnar við, en honum leist vel á aðstöðuna og heldur glaður til Fjallabyggðar í næstu viku. n solrun@dv.is Hefur búið víða Þó að Gunnari þyki gott að búa í Kópavogi þá bindur hann vonir við að búsetan í Fjallabyggð verði ekki síðri. Mynd SIGtryGGur ArI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.