Alþýðublaðið - 08.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.12.1919, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið Innrás í JPýzkaland? Fregn frá París hermir að Henry, 'Wilson og Foch ræði þýzk stjórn- mál. Láti Þýzkaland ekki undan, verður her settur í Essen og Frankfurt. Frá Fýzkalandi. Frá Berlín er síman, að óháðir jafnaðarmenn hafi gengið í flokk með alþjóðabolsevikum (tredje in- ternationale). Sambandið við meiri hluta jafnaðarmenn strandað. Fátækralöggjöfin og nútíðin. Eftir Davið Kristjánsson. (Ritað 1915). Eg hefi oft verið- að hugsa um, af hverju þessi orð eða hugtök væru svo ósamrýmanleg sem þau er. Nú á þessum tímum, þegar hugsjónafreisið er úr fjötrum leyst, allir útsýnisgluggar opnir og ment- un og menning komin á það stig, sem það er komið, og að manni virðist kærleikur, réttlæti og sam- úð altaf að auðgast. Já, það er sorglegt að vér ís- lendingar skulum hafa slíka sví- virðingu í löggjöf vorri. Að vér enn skulum hafa svo þykt til- finningahýði, að hafa ekki séð ástæðu til að leggja niður slik og því lík eiturvopn, og útrýma þeim úr okkar íslenzka þjóðfélagi. Þar sem svo mikill hluti al- þýðunnar telur sér misboðið með slíkum lögum, þykist finna sárt tii þess, að manninum, sem sök- um langvarandi heilsuleysis verð- ur að leita á náðir fátækrastjórn- ar, er misboðið með því að ræna hann frelsi, sjálfstæði og sönnu mannheiti. Ekki nóg með það, heldur taka menn, sem búnir eru að vera mörg ár í sömu sveit eða kaup- túni og vinna sér ást og virðingu meðbræðra sinna, og reka þá eitt- hvað út á landshorn, slíta öll vin- áttubönd, alla samúð og meðlíð- an félagsbræðra sinna. Komandi svo á sína sveit, þekkjandi engan og vera fyrirlitinn fyrir þær sakir, sem hann þó ekki á neinn hátt er orsök í, þyggjandi alt með eft- irtölum og fyrirlitningu. Sömuleiðis maðurinn, sem er að berjast áfram með stóra ung- barna hópinn sinn sem altaf er að stækka, og hefir ekkert að styðjast við nema sína lélegu fyr- irvinnnu. Ennfremur maðurinn, sem bú- inn er að koma upp stórum barna- hóp, hefir eitt í það öllum efnum og kröftum í þarfir þjóðarinnar, og verður svo í ellinni, þegar kraftur, fjör og gleði eiu þrotin, að bergja af þeim beizka bikar. En þó er það sárast, að þessir menn, sem eg nú hefi nefnt, svelta oft, og láta sig vanta alt, heldur en að kyssa á vöndinn. Sjálfstæðisbaráttan virðist oft lifa of lengi í þessum olnboga- börnum mannlífsins. En þó virðist það sorglegasta vera eftir, sem er afleiðingin af þessu. Það er bæði andlega og líkamlega úrkynjunin, sem mynd- ast mann fram af manni. Kær- leikstrúin hverfur og þessum mönn- um viiðist lífið ilt, eitrað og til- gangslaust, og hatast jafnt við verðskuldaða sem óverðskuldaða. Út af þessum stofnum fæðast svo heilar ættkvíslir, sem ekkert vita hvað sjálfstæði er, þekkja ekki með sönnu, hvað það er að vinna með heiðri fyrir sínu daglega brauði, eða meta það einkis að vera sjáifstæður, heiðarlegur iim- ur á mannfélagslíkamanum. Finna ekkert til framfærsluskyldunnar gagnvart sjálfum sér og álíta mennina kringum sig ekki of góða til að vinna fyrir sér. Svo að end- ingu verða þessir menn atkvæða msgn í þarfir einstaklinga, sem svo nota það til óheiðarlegra, persónulegra og eigingjarna kvata. Nú á dögum lítur út fyrir, að það séu þessir mannlífs vanskapn- ingar sem liggja þyngst á fátækra- löggjöfinni. Yfir höfuð menn, sem ef þeir hefðu þetta ekki að erfð, ekki verðskulduðu að þiggja af þessari heilnæmu lind. Það er sárt að sjá kannske hrausta einhleypa menn á sveit, en vita heilsulausa ómagamenn neita sér um alt til að halda sjálfstæði og virðing. Því þó að nú sé búið að meta burðarþol allra mögulegra hluta, dauðra og lifandi, þá er ekld verið að athuga, hvað ómagamaðurinn eða sjúklingurinn geta lengi dreg- ist áfram með sína byrði; þar eru engin takmörk önnur en réttinda- missinn. Sem betur fer eru marg- ir farnir að hjálpa, bæði í sjúk- dóms- og sorgartilfellum, og væri það rangt að draga strik yfir slíkt. Bæði einstaklingar og líknar- félög hafa veitt stórkostlega hjálp nú á síðastliðnum árum. En það er um leið skylda þessara góðu manna og allra, að athuga afleið- ing slíkrar hjálpsemi, hvort hún hefir ekki í för með sér sjálfstæð- ismissi og þakklætisskyldur, sem miða að því, að skuldbinda þiggj- endur til að ganga fyrir aftan hjálparmennina, þegar kemur út á metorða- eða hagsmunabrautina og sýna þá þakklætið í því, að hjálpa þeim áfram á slíkum braut- um, með þessu er ekki sagt, að hjáparmennirnir heimti þetta að launum, heldur er það á tilfinning flestra, að sýna þökk fyrir veitta hjálp, og þá alt af hætt við, að éfnalausi maðurinn, sem ekkert hefir að launa með, vilji þá sýna það í þessu, sem eg hefi bent á. (Frh.) É flapn op Tegii. Jólabragnr er þegar allmikilí kominn á borgina. Keppast kaup- menn, hver sem betur getur, að laða fólkið að með sýningum í búðargluggum sínurn. Erlendis- læra menn sérstaklega til þess, að skreyta og raða í búðarglugga, og hvert uppátækið er öðru snjallara til þess að vekja athygli fólks,. sem fram hjá fer. Er oft unun, að sjá, hve vel öllu er fyrirkomið,. og er oft kostað stórfé til þess, að alt sé sem fullkomnast. En það gerir ekkert til, áhorfendurn- ir, þeir sem kaupa, borga brús- ann! „Frjálsa" samkepnin heimt- ar þetta og því ekki að fylgjast með tímanum? Hér mun ekki miklu kostað til, því búðarfólkið mun sjálft annast að koma öllu fyrir í gluggana, og engan munar um að greiða kostnaðinn ef nokk- ur er. Síðdegis í gær gat aö líta í gegnum búðarglugga Sigurjóns Péturssenar, tvær stúlkur ríða „troll“. Yar í sjálfu sér ekkert

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.