Alþýðublaðið - 08.12.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.12.1919, Blaðsíða 1
Alþýöublaðið Crefið út aí Alþýðuílokknum. 1919 Mánudaginn 8. desember 35. tölubl. £anðsbókasa|ni9. Vantar lestrastofur handa skólafólki. Vetur eftir vetur er lestrarsalur X'andsbókasafnsins meira og minna notaður af námsfólki til þess, að Jesa þar „fögin". Komi maður ekki fljótlega eftir að opnað er, á öiaður það á hættu, að fá hvergi sæti. öll sæti eru setin námsfólki. í’etta heflr fælt og fælir ýmsa frá t»ví, að sækja safnið, og má ekki lengur svo til ganga. í vetur verð- Ur því að vísu tæplega kipt í lag, ■en næsta ár ætti að vera lokið ástæðulausum setum námsfólks í testrarsalnum. En hver er þá ástæðan til þess, námsfólk notar svo mikið lestrarsal Landsbókasafnsins? Fyrst og fremst hafa fjólmargir náms- menn svo léleg húsakynni hér í bæ, að þeir geta blatt aftam ekki lesið heima. Sumir búa með öðr- 'Um, sem þeir ekki geta lesið með ug sumir hafa ekki efni a því að hita herbergin, sem þeir raða yflr. Eti allir vita, að ómögulegt er að 5esa í köldu herbergi. Það er þvi engin furða, þó námsmenu leití sér skjóls í lestrarsalnum, því að ekki eru skólarnir, sem þeir ganga ■á, svo vel búnir, að þeir hafl sér staka stofu handa nemendum síu um, vel búna hæfum húsgögnutn og notalega hitaða og lýsta. Það er ekki svo mikið, að einn bekk- hrinn sé hitaður upp og þeim boðinn hann til afnota. Eða kann- ske það fengist, ef nemendut æsktu þess sérstaklega? Stjórn- endum skólanna ætti að vera svo ánt um hag rtemenda sinna, að ekki þyrfti að fara bónarveg til beirra, til þess að þetta fengist. Xeir ættu ótilkvaddír að fá sam- tykki hlutaðeigandi stjórnarvalda til þess að koma upp lestraistofu band þeim, sem hana þyrftu að bota. Þefta hafa þeir ekki gert, mér vitanlega, eins sjálfsagt og það er. En eg ber það traust til þeirra, að þeir kippi þessu í lag, þegar þeim hefir verið bent á þörfina. Mór dettur ekki í hug, að am- ast við námsfólki því, sem neyð- ist til þess að sækja safnið, til þess að lesa á því, meðan svo er ástatt, sem eg nú hefi minst á. Og það væri blátt áfram að bæta gráu á svart ofan, ef farið væri að takmarka á einhvern hátt setu þess í lestrarsalnum, meðan það ekki hefir í annað jafngott hús að venda. En sem sé, það verður þegar í sumar komandi að gera ráðstaf- anir til þess, að námsfólk fái ein- hversstaðar stað, helzt hver í sín- um skóla, þar sem því er heimilt að vera og lesa námsbækur sínar. Lesstofum þessum ætti náms- fólkið sjálft að stjórna, með um- sjón einhvers kennara, sem það sjálft kysi til, og taka vildi starfið að sór. Því það lyftir undir ábyrgð- artilfinningu námsmanna, engu siður en annara, ef þeim er trúað fyrir eiuhverju. Ef þeir eru ekki alt af höfuÖsetnir eins og, mér liggur við að segja, glæpamenn. Lestrarstofur þessar eru bráð- nauðsynlegar, og hefir alt of lengi verið dregið að koma þeim upp. En þegar kominn verður upp alls- herjarbústaður námsmanna, eða bústaðir handa námsfólki hvers sköla, ætti ekki að þurfa þeirra lengur við. Því, hafi menn sæmi- )ega góða íbúð og aðhljmningu, kjósa menn heldur að lesa heima. Þar er færra til að glepja mann, en hjá því verður aldrei algerlega komist, þar sem margir eru um- hverfis mann, jafnvel þó stein- bljoð sé. Það gerir því enginn.að gamni sínu, að sækja almenna lestrarstofu til þess að læra náms- greinar. En svo má ilíu venjast, að manni verði tamt. Og af tvennu illu er þó betra að sitja þar, sem maður veit að engum er til miska. Eg efast ekki um að þetta, sem eg hér hefi minst á, verði lagfært svo fljótt sem unt er, og í þeirri von læt eg greinarkorn þetta frá mér fara. Ingólfur Jónsson. ^ímskeyti. IQiöfn 5. des. Pjóðverjar bíða. Símfregn frá Berlín hermir, að þýzka stjórnin bíði úrslitasvara Bandamanna, með einhverjum fresti til undirskriftar gerðabók- anna. Clemenceau þvertekur fyrir munnlegar samningatilraunir. Ógnanir Bolsevika. „Times* segir, að Bolsevikar hóti að skjóta enska liðsforingja, sem þeir hafa í vörzlu sinni, verði sendiför Litvinovs til Kaupmanna- hafnar árangurslaus. Flandern krefst sjálfstæðis. Frá París er símað, að Fland- ern (norðausturhluti Frakklands) krefjist af yfirráði friðarráðstefn- unnar i París fulls sjálfstæðis. Erlend mynt. Sænskar krónur (100) — kr. 115.50 Norskar krónur (100) — kr. 109.50 Þýzk mörk (100) — kr. 11.60 Pund sterling (1) — kr. 20.49 Dollars (100) — kr. 526.00 Kliöfn 7. des. Bandaríkin lána Anstnrríki fé. ' Stjórn Bandaríkjanna getur ekki strax lánað Austurríki, vegna þess að heimild hennar nær að eins til Bandamanna. Sameinaður hóp- ur amerískra fjármálamanna hefir þegar lofað 100 miljónum (króna).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.